Morgunblaðið - 27.01.2015, Side 29

Morgunblaðið - 27.01.2015, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015 Við Stebbi kynnt- umst í Landsbank- anum þar sem við unnum bæði. Senni- lega var hann í „draumadjobb- inu“ sínu, þar sem hann þeyttist á milli staða og var sífellt að kynnast nýju fólki. Sennilega hefur enginn í bankanum þekkt eins marga samstarfsmenn sína og Stebbi okkar. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum var einlæga brosið sem alltaf sást greinilega, hvort sem hann var fúlskeggjaður eða ný- rakaður. Þannig var Stebbi, allt- af kátur og hress, sísprellandi, en samt alltaf einlægur. Hver kannast ekki við þetta frá honum: Góðan dag, þú gull- fallega kona! Mikið lítur þú vel út í dag! Mikið er gaman að sjá þig! Hvað get ég sagt annað en gott þegar ég hitti þig! Þetta eru allt setningar og frasar sem Stebbi notaði gjarnan og gladdi okkur samstarfsfólk sitt með. Oft fylgdi faðmlag og kossar. Þannig hafði hann gott lag á því að gera góðan dag betri. Hvert sem hann fór fylgdi honum kát- ína og gleði, sem fólk í kringum hann nærðist á. Við Stebbi vorum líka góðir vinir utan vinnu og ég er svo innilega þakklát fyrir allt það sem hann gaf mér. Hann dró mig nokkrum sinnum með sér í golf vitandi það að ég var algjör byrjandi. Allir sem leikið hafa golf vita hvað fyrstu skrefin geta tekið á taugarnar. Það var þó aldrei þörf á því að hafa áhyggj- ur eða vera pirraður yfir lélegu gengi þegar maður spilaði með Stebba, því með sínu einstaka lagi hvatti hann mann og hrósaði fyrir hvert högg. Hann fékk mig líka til að spila með sér skvass eldsnemma á fimmtudags- morgnum og stundum oftar. Þar var sama sagan, Stebbi geislaði af gleði alla morgna og þekkti allt og alla í Sporthúsinu. Þetta voru skemmtilegar stundir. Ég nefndi það oft við hann að hann hlyti að líta á þetta sem góðverk vikunnar að spila skvass með mér, enda nokkur getumunur á okkur. Hann átti fjölmörg önnur áhugamál og stóðu keila og veiði þar upp úr. Í sorginni er gott til þess að hugsa að hann var í keilu í góðra vina hópi þegar áfallið reið yfir sem síðar slökkti lífs- ljósið hans. Ég er heppin að hafa orðið á vegi hans á lífsleiðinni, eins og við öll sem hann þekktum. Hann skilur eftir sig stórt skarð í okk- ar hópi og minning um góðan dreng mun lifa í hjörtum okkar. Ég held að Stebbi hafi gert það sem við öll ætlum okkur, þ.e. að lifa lífinu lifandi og njóta hvers dags, eins og hann væri okkar síðasti. Ég sendi fjölskyldu hans og vinum hugheilar samúðarkveðj- ur. Birgitta Björgólfsdóttir. Fátækleg orð í minningu um góðan starfsfélaga og vin sem féll frá langt fyrir aldur fram. Eitthvað sem enginn sá fyrir en lá þó undir niðri, hulið öllum, en eitthvað sem gerist í hinni eig- inlegri baráttu lífsins. Stefán var einstakt ljúfmenni, vel liðinn, mikil tilfinningavera og ástríðufullur í því sem hann gerði og ekki síst með fast faðm- lag. Ef einhver tók lítið undir faðmlagið þá sagði Stefán: „já og Stefán Þór Jónsson ✝ Stefán ÞórJónsson fædd- ist 31. desember 1973. Hann lést 19. janúar 2015. Útför Stefáns fór fram 26. janúar 2015. svo hinum megin líka“ svona til að tryggja nærveru og hlýju. Stefán var ötull að spyrja um hagi nánustu skyld- menna okkar sem unnum með honum og sýndi þannig áhuga á vinum og ættingjum. Hann gaf sér tíma til að heilsa eða kasta kveðjum þar sem hann kom en starfs síns vegna fór hann víða í bankanum og kom ætíð með léttleikann með sér og stutt var í brosið, en þannig hreif hann alla með sér. Hvergi mátti Stefán aumt sjá án þess að sker- ast í leikinn og bjóða fram að- stoð, leysa málin eða gefa sitt fræga knús. Stefán hafði þann skemmtilega eiginleika að víxla orðum eða hluta þeirra svo úr varð hið spaugilegasta svar eða tilvitnun. Við vinnufélagarnir vorum stundum að leiðrétta Stefán en hættum því þar sem okkur fannst þetta vera eitt af því marga góða sem gerði hann að frábærri persónu. Það er með sárum söknuði sem við vinnufélagarnir kveðjum nú Stefán og vottum ættingjum og vinum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Er völlur grær og vetur flýr og vermir sólin grund, kem ég heim og hitti þig, verð hjá þér alla stund. Við byggjum saman bæ í sveit sem blasir móti sól. Þar ungu lífi landið mitt mun ljá og veita skjól Sól slær sifri á voga sjáðu jökulinn loga Allt er bjart fyrir okkur tveim því ég er kominn heim. Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim Ég er kominn heim já, ég er kominn heim. (Jón Sigurðsson.) Fyrir hönd starfsfélaga í rekstrarþjónustu Landsbank- ans, Ragnar Ólafsson. Elsku Stebbi okkar. Það er erfiðara en orð fá lýst að þurfa að kveðja þig, elsku vinur, svo lífsglaðan og gefandi. Þakklæti er það fyrsta sem kemur upp í huga okkar, þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér og notið vináttu þinnar sem ristir djúpt og mun ávallt fylgja okkur. Minningarnar eru margar, elsku Stebbi, og margt hefur á daga okkar drifið hérna á Lyng- hálsinum í gegnum tíðina en við getum verið sammála um að þegar þú varst nálægt, þar var hlátur og gleði. Þú hafðir mikið að gefa, sást ávallt það jákvæða í fari fólks og gafst engan afslátt af hrósi eða velvilja í garð náungans. Alltaf varstu til staðar, elsku vinur, þegar við þurftum á að halda og með bjartsýni að leiðarljósi hvattir þú okkur áfram þegar á móti blés. Við erum þakklátar fyrir öll þau innilegu samtöl sem við átt- um og knúsin sem þú gafst okk- ur og höfum lært að meta hvað knús milli vina skiptir okkur miklu máli. Við varðveitum þitt bjarta bros og minningu þína í huga okkar og hjarta. Hvíl í friði, vin- ur. Hrafnhildur, Auður og Lilja. Alltaf birti yfir þegar Stebbi kom. Það var okkar gæfa að hitta hann flesta daga. Hann hreyfði við öllum í kringum sig með brosi og gleði. Gaf sér tíma til að stoppa og spjalla eða spyrja hvernig gengi með börnin eða hvaðeina annað sem sam- starfsfólkinu var efst í huga. Hann hafði einlægan áhuga. Það skein í gegn að honum þótti vænt um okkur og tilfinningin var auðvitað gagnkvæm. Það var ekki hægt annað en að heillast og dást að honum. Ekki að það sé sérstakt afrek að brosa af og til. En að gefa af sér alla daga með gleði til þeirra sem vildu þiggja er nokkuð sem fæstir leggja á sig með sama hætti og Stebbi. Glaðværðin og jákvæðn- in voru alltaf í fyrirrúmi hjá hon- um. Þó að hann hafi verið hrifinn fyrirvaralaust á brott frá okkur lifir minningin. Við mun áfram horfa til Stebba sem fyrirmynd- ar um hvernig við getum gefið af okkur. Hvernig við getum valið okkur viðhorf til lífsins. Mikil- vægi þess að gleðja hvert annað. Við geymum minninguna um yndislegan dreng. „Yndislegt“ var einmitt orð sem honum var mjög tamt að nota, hlæjandi yfir litlu mikilvægu hlutunum í lífinu. Við samstarfsfólk hans munum sakna hans. Við færum fjöl- skyldu hans innilegar samúðar- kveðjur og erum þakklát fyrir allt sem Stebbi gaf okkur. Fyrir hönd starfsfólks útibúa Landsbankans á höfuðborgar- svæðinu. Brynjólfur Ægir Sævarsson, Guðrún S. Ólafsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson. 30. desember 2014 er mér minnisstæður fyrir margra hluta sakir, þó er það einkum vegna þess að sá dagur er sá síðasti sem ég sá góðan vin standa and- spænis mér og grípa utan um mig drykklanga stund, faðmlag sem okkur voru yfirleitt fjarri. 4. janúar er dagurinn eftir stóra áfallið, ég stend þá við rúmið og held í höndina á honum og ennþá er þetta óraunverulegt ég finn þá fyrst hversu lítils ég er megnugur. Minn besti vinur liggur þarna á milli heims og helju en ég stend bara kyrr, eng- an veginn tilbúinn fyrir þennan dag. Vinátta var Stefáni dýrmæt- ari en allur sá veraldlegi auður sem til er á jarðríki og eins auð- veldlega og brosið kom fram á andliti hans þá var vinátta til handa öllum. Það leið vart sá dagur að ekki hittum við ein- hvern sem Stefán þekkti, gamlir jafnt sem nýir vinir hittu faðm- inn Stefáns og brosið. Keilan var Stebba meðfædd og eins var það með golfið, reyndar fórst honum allt vel úr hendi. Fólkið í kringum hann fékk að finna fyrir hlýju, ósér- hlífni og hversu óhræddur hann var að framkvæma hluti af því að hann langaði og lét sér fátt um finnast þótt aðrir væru ekki allt- af á sama máli. Hrós til handa öðrum reynd- ist vel til að draga fram bros í hverju horni, sjálfur var hann sí- brosandi. Síðasta árið hefur verið eril- samt í vinnu, við störfuðum sam- an á bíl flesta daga, sögur af fólki og ferðum flugu hátt sem lágt og tónlist var spiluð gömul sem ný, undrun og ákefð í könn- un nýrra heima þar á bæ kom okkur sífellt á óvart. Ljósin í þessum heimi eru mörg en eitt þeirra slokknaði of fljótt. Minn kæri vinur, Stefán, er farinn yfir móðuna miklu, þar hittir hann fyrir mætan hóp fólks og brosir jafnhlýtt til þeirra sem og okkar hérna hin- um megin. Þó að fundum fækki er fortíð ekki gleymd. Í mínum muna og hjarta þín minning verður geymd. Heima í húsi þínu sig hvíldi sálin mín. Ég kem nú, kæri vinur, með kveðjuorð til þín. Þinn vinur, Hannes Jón. Stefán Þór Jónsson var bif- reiðastjóri hjá Landsbanka Ís- lands hf. og síðar Landsbank- anum hf. í 17 ár, eða bróðurhluta síns starferils. Í stóru fyrirtæki vilja tengsl milli manna oft verða lausleg, en þannig var því ekki farið um Stefán. Hann hafði starfs síns vegna samskipti við marga, vakti athygli hvar sem hann kom, var glaðlyndur, já- kvæður, brosmildur og ræðinn og sérstaklega vel liðinn meðal samstarfsfólks. Stefán var rétt rúmlega fertugur þegar hann lést skyndilega, langt fyrir aldur fram og að honum verður sann- arlega sjónarsviptir hér í Lands- bankanum. Það er styrkur hvers fyrirtækis að hjá því starfi gott fólk sem sinnir sínum störfum vel, sýnir trúmennsku og leggur rækt við sína samstarfsmenn og allt þetta má segja um Stefán. Hann var mikilvægur hlekkur í starfi bankans og sönn fyrir- mynd varðandi þjónustulipurð, vandvirkni og góða nærveru. Við starfsmenn Landsbank- ans þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með Stefáni og vottum móður hans og öðrum aðstand- endum dýpstu samúð. Fyrir hönd samstarfsfólks í Landsbankanum, Ragnhildur Geirsdóttir Á leið okkar um lífið eignumst við marga og ólíka samferðamenn. Sumum verðum við samferða um stund, aðrir fylgja okkur ævina á enda. Í dag kveð ég einn af þeim samferðamönnum mínum, sem ég átti samleið með í rúm fimm- tíu ár. Lokið er löngu ferðalagi sem nærðist frá fyrstu tíð af ein- lægum frændskap. Fundum okkar Geira bar fyrst saman vestur á Hellissandi. Sumarið 1961. Við urðum miklir mátar þrátt fyrir sex ára ald- ursmun og vissum grannt hvor af öðrum, þó að höf og lönd skildu á Sigurgeir I. Sigurðsson ✝ Sigurgeir I.Sigurðsson fæddist 20. sept- ember 1957. Hann lést 10. desember 2014. Útför Sigur- geirs fór fram 18. desember 2014. milli. Geiri var glað- lyndur, hlýr og elskulegur maður, sem hafði góða nær- veru. Ég minnist ótal ferða okkar sem stráka út í Krossavík, inn á Drimbur og upp að Skarði. Þá er ekki síður gott að minnast ótal stunda á heimili for- eldra hans, Steinunnar og Sig- urðar. Hver ferð vestur á Sand var tilhlökkunarefni, því að gest- risnin var einstök og gleðin þar í húsi ósvikin, án minnstu tilgerð- ar. Í þeim heimsóknum birtust líka allir þeir eiginleikar Geira, sem ég lærði að meta ungur maður, ljúfmennska og hlýja í bland við einlægni og áhuga á líf- inu í þess margvíslegu myndum. Sá sem fær að kynnast slíkum manni er ríkari fyrir vikið. Jón Sævar Baldvinsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR SUMARLIÐASON, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 19. janúar, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 28. janúar kl. 15.00. . Brynhildur Jónsdóttir, Guðný Jóna Gunnarsdóttir, Haraldur Þráinsson, Hulda Maggý Gunnarsdóttir, Ingvar Björn Ólafsson, Björn, Brynhildur, Þráinn, Birna Ruth, Sóley, Gunnar Sær og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA ÁSA GUÐJOHNSEN, Logafold 68, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 17. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 29. janúar kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Reykjalund. . Halldór Gísli Sigurþórsson, Sigríður Jónsdóttir, Guðrún Gerða Sigurþórsdóttir, Gústaf Adolf Hjaltason, Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, Sigurður Erlingsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Útför ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur, tengdadóttur, móður, tengdamóður og ömmu, SÓLDÍSAR ARADÓTTUR, Kjarrási 8, Garðabæ, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 30. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja Krabbameinsdeild Landspítalans. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhannes L. Harðarson, Sigríður Ólafsdóttir, Sesselja Laxdal Jóhannesdóttir, Ari Viðar Jóhannesson, Sigrún Edda Sigurjónsdóttir, Hörður Smári Jóhannesson, Björk Gunnarsdóttir, Hekla Aradóttir, Arna Hlín Aradóttir, Birkir Orri Arason, Hilmir Berg Harðarson. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EMIL ÁGÚSTSSON, Melteigi 22, Keflavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 22. janúar. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 3. febrúar kl. 13.00. Sigríður Jóhanns Óskarsdóttir, Ingileif Emilsdóttir, Snorri Eyjólfsson, Anna María Emilsdóttir, Árni Hannesson, Ægir Emilsson, Sóley Ragna Ragnarsdóttir, Sigríður Þórunn Emilsdóttir, Valdimar Ágúst Emilsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, JÓN ÞÓR JÓNSSON, Álfhólsvegi 32, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 21. janúar. Útför hans verður auglýst síðar. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Guðmundur Ingi Guðnason, Þórir E. Jónsson, Marianne B. Jonsson, Hörður Jónsson Oddfríðarson, Guðrún Björk Birgisdóttir, Margrét Ásta Jónsdóttir, Sigurður F. Kristjónsson, Jón Benjamín Jónsson, Andrea Þ. Guðnadóttir, barnabörn og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.