Morgunblaðið - 27.01.2015, Page 41

Morgunblaðið - 27.01.2015, Page 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015 TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is 48 RAMMA STÆRSTA OPNUNAR- HELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! E.F.I -MBL VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND www.laugarasbio.isSími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS - bara lúxus Glæpafélag Vestfjarða veitti Tindabikkjuna í kyrrþey í líkhúsi Gamla sjúkrahússins á Ísafirði, 24. janúar sl., fyrir bestu glæpasögu Íslands árið 2014, að mati glæpa- félaga. Fyrir valinu varð Kata eftir Steinar Braga og hlaut hann að launum glæsilegan verðlaunagrip eftir Pétur Guðmundsson mynd- listarmann og tvö kíló af tinda- bikkju í soðið frá fiskbúð Sjávar- fangs á Ísafirði. „Kata er kannski ekki hin týpíska glæpasaga, en sannarlega vel að þessum verð- launum komin, mögnuð sem hún er. Kata kom við kauninn á glæpa- félögum og sýndi getuleysi sam- félagsins til að taka á ofbeldis- glæpum,“ segir í tilkynningu. „Steinar Bragi veitir okkur innsýn í hugarheim aðstandanda sem í sorg og vanmætti reynir að takast á við óréttlæti og grimmd manns- ins, fléttar snilldarlega saman töl- fræðilegar staðreyndir við hömlu- lausa fantasíu,“ segir þar einnig. Grímuklæddir Fulltrúar Glæpafélags Vestfjarða með verðlaunagripinn. Kata hlaut Tindabikkjuna Juliette er nýflutt í úthverfi íútjaðri Parísar ásamt fjöl-skyldu sinni, eiginmanni ogtveimur börnum. Hún er há- menntuð, hefur búið í Bandaríkj- unum og Argentínu, en nú hefur heimilislífið tekið völdin. Hún reynir að finna sér verkefni, skrifar í tímarit og heldur seminar um bókmenntir fyrir lágstéttarstúlkur í skóla í ná- grenninu, en vill meira, vill brjótast út úr lífi, sem á yfirborðinu virðist ákjósanlegt, en býður aðeins upp á lamandi leiðindi. Máttlaus stuðningur Maðurinn hennar er skólastjóri. Hann ýmist styður hana eða letur og kemst stundum þannig að orði að af svip hennar má ráða að í besta falli vilji hún að hann þegi eða í versta falli snúa hann úr hálsliðnum. Þegar við komum til sögunnar á Juliette góða möguleika á að fá fasta vinnu, en þarf að komast í atvinnu- viðtal til að landa því. Það getur hins vegar verið þrautin þyngri að koma því í kring þegar þarf að sækja börn, eiginmaðurinn er upptekinn og barnapíur ekki á lausu. Þetta er lokaður heimur og vernd- aður, en hinn „raunverulegi“ heimur þrengir sér inn af og til í fréttum og leit að horfnu barni úr lágstéttar- hverfi í grenndinni. Myndin heimilislíf byggist á skáld- sögunni Arlington Park eftir breska rithöfundinn Rachel Cusk um eig- inkonur sem hafa allt til alls en þó er líf þeirra innantómt. Tár og tússlitir Myndin lýsir rúmum sólarhring í lífi Juliette og þriggja annarra hús- mæðra í hverfinu. Þungamiðjan snýst í kringum Juliette, en hinar þrjár fá sína einþáttunga. Í einu atriði fær ein þeirra að vita hjá systur sinni að amma þeirra sé dáin. Hún hefur varla tíma til að tala við systurina og nánast skellir á hana með þeirri afsökun að það sé kominn iðnaðarmaður þegar vinkonur henn- ar banka upp á. Þær dásama flekk- laust heimili hennar, þar sem hver munur er valinn af kostgæfni. Þegar sonur annarrar vinkonunnar krotar með tússlit á fína sófann hennar missir hún hins vegar stjórn á tilfinn- ingum sínum. Hún grætur sófann, en ekki ömmuna. Í öðru atriði segir sama kona, sem þekkir Juliette frá fyrri tíð, að hún hefði átt von að hún hefði komist til metorða úti í heimi og hefði verið hissa á að rekast á hana í úthverfinu. Hún bætir síðan við að innst inni finnist henni gott á Juliette að hún skuli föst í úthverfinu eins og hún. Eiginmennirnir í Heimilislífi eru allir eins, vinnan upphefur þá og veit- ir skoðunum þeirra réttmæti, en kon- urnar hafa enga innistæðu til að leggja orð í belg. Á einum stað segir mamma Juli- ette að hún hafi gefið pabba hennar hálfa ævi sína, en hún efist um að hún hafi fengið hálfa ævi hans á móti. Emmanuelle Devos er góð leik- kona og nær að koma til skila óþreyju Juliette og pirringi. Laurent Poitre- naux er sömuleiðis góður í hlutverki eignmannsins, sem styður konu sína, en vonar þó að allt verði áfram við það sama. Það eru mörg ágæt atriði í Heim- ilislífi, en myndin er mjög fyrir- sjáanleg og verður jafnvel lang- dregin á köflum. Áhorfandinn fær að fylgjast með fjölskyldu Juliette borða morgunmat og henni fara með börnin í skólann án þess að sekúndu sé sleppt. Tilgangurinn er örugglega að útlista hrollvekjandi leiðindi úthverf- alífsins, en það er hægt að gera hvaða líf sem er óáhugavert með því sýna það í rauntíma. Háskólabíó Heimilislíf/La vie domestique bbmnn Leikstjóri: Isabelle Czajka. Leikarar: Emmanuelle Devos, Julie Ferrier, Na- tasha Régnier, Héléna Noguerra, Laur- ent Poitrenaux, Michaël Abiteboul, Sava Lolov og Grégoire Oestermann. Frakk- land 2012. 93 mín. Franska kvik- myndahátíðin 2015. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Í úthverfafjötrum Emmanuelle Devos í hlutverki Juliette á leið með börnin í skólann. Franska myndin Heimilislíf er fremur fyrirsjáanleg ádeila á líf í úthverfum þar sem sögupersónur búa við allsnægtir, en tómleikinn sækir á. Í úthverfafjötrum allsnægta og leiðinda Bjarni Guðráðsson í Nesi flytur fyrirlestur í Reykholtskirkju í kvöld kl. 20.30. „Þar rekur hann sögu tónlistar og hljóðfæra í kirkj- unni, en þar starfaði Bjarni lengi sem organisti og söngstjóri auk þess að starfa ötullega að uppbygg- ingu í Reykholti þessa síðustu ára- tugi. Þar ber að sjálfsögðu hæst bygging Reykholtskirkju- Snorrastofu, sem fært hefur staðn- um virðuleik og reisn og verið við- spyrna á tímum erfiðra breytinga eftir að skólahaldi lauk í Reykholts- skóla,“ segir m.a. í tilkynningu. Bjarni er dóttursonur Bjarna Bjarnasonar á Skáney (1884-1979), sem gerði garðinn frægan við org- elleik og söngstjórn, en því starfi sinnti hann í Reykholtskirkju og víðar um hérað frá unga aldri fram undir nírætt. „Á dögunum varð Bjarni áttræður og af því tilefni bjóða Snorrastofa og Reykholts- kirkja gestum á Bjarnakvöldi til kaffiveitinga í safnaðar- og sýning- arsal Reykholtskirkju-Snorra- stofu.“ Rekur sögu tónlistar í Reykholtskirkju Fróður Bjarni Guðráðsson í Nesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.