Reykjalundur - 01.06.1954, Síða 5

Reykjalundur - 01.06.1954, Síða 5
hann kemst ekki leiðar sinnar. Ollum áformum er kollvarpað. Kyrrstaða. Bið. Hversu margir Islendingar hafa orðið fyrir þessari reynslu af völdum berkla- veikinnar, og verða enn? Og hverjum ætti hinum heilsuhraustu að vera ljúfara að rétta hjálparhönd eftir megni? Það var heillastund, er hælin risu að Víf- ilsstöðum og Kristnesi og um þau varð þjóð- areining með ráðum og dác. Otal hendur unnu saman að því, og kjörorðið var:„Berið hver annars byrðar.“ En á eftir þeim orðum Nýja testament- isins stendur: „Og uppfvllið' þannig lögmál Krists.“ Því lögmáli er lýst í sögunni um Sam- verjann, ekki sízt í niðurlagi hennar. Stofnun Sambands íslenzkra berklasjúkl- inga og vinnuheimilisins að Reykjalundi var ekki ómerkari viðburður né giftuminni en hinna fyrri heilsuhæla. Tel ég þá stofnun á vorum dögum eina fegurstu eða allra fegurstu greinina á meiði kristninnar á íslandi, sem vér skulum biðja Guð að vernda og blessa, og jafnframt styðja og styrkja í verki sem fremst vér megum. Hún á að vera hámark sögunnar um miskunnsama Samverjann. Munum það öll að hika ekki við að kosta, eins og hann, meiru til, svo að hjálp vor geti komið að varanlegum og fullum notum. Þrennt mun einkum gjöra það ljúft. Fvrst það, að Reykjalundur kemur líkt og heimili Erlings Skjálgssonar að Sóla, flestum til nokkurs þroska. Menn öðlast á ný góða heilsu og þrótt og vinna störf sín sem áður, eða fá störf við sitt hæfi, sem verða þeim til gleði. Að Reykjalundi þykir þeim gott að vera, þar, sem Hfið minnir á Hólastól í tíð Jóns Ogmundssonar: Sumir kenna, sumir smíða, syngja, nema, rita, þýða. Annað er það, að hinir heilsuveiku menn leggja fram allt, er þeir mcga, sér til sjálfs- bjargar. Þeir hafa reist þessa stofnnn og gerzt þannig brautryðjendur að einu mesta menningarmáli þjóðarinnar. Það er satt og fagurt orðtakið: „Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur.“ En á sú hjálp ekki einnig að koma um vorar hendur, sem fáum að njóta heilsu og hreysti. Vissulega. Enga á oss að vera ljúfara að styrkja til sjálfs- bjargar. Loks er Reykjalundur svo mikil og rnerk stofnun og henni svo vel stjórnað, að hún er öðrum til fyrirmvndar, og það ekki að- eins á voru landi. Hún hefir einnig vakið undrun og aðdáun annarra þjóða. Hún er Islandi og Islendingum hinn mesti heiður. Þetta eigum vér öll að vita. Og vottum þá einnig þakkir vorar í verki þessari stofnun samúðar og bræoralags. Hvikum ekki né hættum hálfnuðu verki. Eylgjum dæmi Samverjans til enda, eins og Jesús lýsti því fvrir oss. Leggjum fúslega fram það, sem kostað er meiru til. Guð blessi störf S.Í.B.S. ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON KEVKJALUNDUR 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.