Reykjalundur - 01.06.1954, Page 6
Oddur Ólafsson yfirlæknir:
Byggingarframkvæmdir
að Reykjalundi
3. júní 1944 — 3. júní 1954
Oddur Ólafsson.
Varla er unnt að gfeta byggingarfram-
kvæmda STBS að Reykjalundi undanfarin
10 ár, án þess að fara nokkrum orð'um um
aðdraganda þeirra.
Árið 1940 ákvað miðstjórn STBS að ein-
l>eita kröftum félagsskaparins að byggingu
Vinnuheimilis fyrir berklasjúklinga.
Árið 1941, síðsumars, skipaði hún nefnd,
að nokkru leyti utan miostjómar til þess
að vinna að' undirbúningi málsins og 1942
var skipuð önnur nefnd innan miðstjórnar
í sama augnamiði. Nefndir þessar unnu
saman að undirbúningi málsins, einkum að
tillögum um stað, byggingarframkvæmdir,
rekstursmöguleika. og fjáraflanir. Smám
saman fengu hugmyndir manna um þetta
framtíðarfyrirtæki SÍBS fastara form og
30 marz 1944 festi STBS kaup á landi, þar
sem byggja skyldi hið væntanlega vinnu-
heimili.
Landsvæði þetta var 32 ha. að stærð,
keypt úr jörðinni Suð'ur-Reykir í Mosfells-
sveit. Helztu ástæður fyrir staðarvalinu
voru þessar: Landið lá 18 km frá Reykja-
vík í góðu vegasambandi, þar var heitt
vatn og Sogsrafmagn, þar voru kaldavatns-
leiðslur og skolpleiðslur í jörðu. Auk þess
stóðu á landinu tugir hermannaskála, er
við töldum að gætu orðið' okkur að liði
meðan á byggingarframkvæmdum stæði.
Stórar bújarðir voru á næstu grösum og
því auðvelt um kaup á landbúnaðarafurð-
um til lieimilisnota.
Er staðurinn hafði verið valinn, voru
næstu verkefni að fá uppdrætti að' heim-
ilinu. Leitað var til skrifstofu húsameist-
ara ríkisins, sem ekki taldi sig geta lokið
verkinu á tilsettum tíma, og að athuguðu
máli, voru arkitektarnir Gunnlaugur Hall-
dórsson og Bárður Isleifsson ráðnir til að
annast það vandaverk. — Þing SÍBS
var kallað saman í maí, er uppdrættir
lágu fyrir, og var þar samþykkt að reisa
vinnuheimilið á áðurnefndum stað og sam-
kvæmt uppdrætti þeirra Gunnlaugs og
Bárðar. Samþykkt var og að byggingar-
framkvæmdir skyldu þegar hefjast og
þeim hraðað svo sem unnt væri. Sérstök
byggingarnefnd var kosin til þess að sjá
um framkvæmdirnar fyrir hönd miðstjórn-
ar. I þá nefnd voru kosnir þeir Árni Ein-
arsson, Sæmundur Einarsson og Oddur
Ólafsson.
Nú hófust einhverjir þeir erfiðustu og
þófkenndustu samningar, sem StBS hefir
nokkru sinni lent í, en það voru samningar
við hina nýskipuðu sölunefnd setuliðs-
eigna um kaup á hermannaskálum þeim,
er á landinu stóð'u. Samningum þeim lauk
þannig, að nefndin seldi einstaklingi alla
4
heykjalttndtjr