Reykjalundur - 01.06.1954, Qupperneq 8
stofa raforkumálastjóra raflagnir húsanna.
Jón Sigurðsson, núverandi slökkviliðs-
stjóri, teiknaði hitalögn og Sigurður Olafs-
son, verkfræðingur, járnalögn. Þá þurfti að
ráða iðnaðarmenn til starfa og reyndist það
miklum erfiðleikum háð. Allir voru störfum
hlaðnir, höfðu fest sig um lengri tíma. Loks
tókst okkur að fá þá Aðalstein Sigurðsson,
og Svavar Benediktsson múrara til þess að
hlaða upp á helgum þau 10 smáhýsi, er
fyrst skyldi byggja. Menn þessir voru að
byggja stórhýsi niður í Reykjavík, komu
til okkar á föstudagskvöidum og fullhlóðu
hvert hús á einni helgi. Trésmiði tókst að
fá, aðallega utan af landi, þar á meðal
Hjört Kristjánsson frá Isafirði, sem hefir
verið' nýtur starfsmaður Reykjalundar æ
síðan. Hitalögn tók að sér Sigurður Guð-
mundsson, rörlagningameistari og raflagnir
fyrirtækið Skinfaxi h.f. Verkamenn tókst
að fá hér og hvar að af landinu. Verkstjóri
þeirra var ráðinn Páll Ingólfsson.
Þriðja dag júnímánaðar, árið 1944, var
frumundirbúningi að framkvæmdum lokið.
Þann dag hélt miðstjórn SIBS, ásamt
nokkrum sjálfboðaliðum, upp í Mosfells-
sveit og eftir að forseti SÍBS, Andrés
Straumland, hafði tekið fyrstu skóflustung-
una, var grunnur fyrsta lniss Vinnuheim-
ilisins grafinn þennan eftirminnilega júní-
dag.
Eftir þetta hófust framkvæmdir með
miklum hraða, allskonar el'ni og áhöld
streymdu að, yfir 30 iðnaðar og verkamenn
voru önnum kafnir við starfið 10 st. dag-
lega og sumir unnu jafnvel lengri vinnu-
dag. Takmarkið var að liafa 5 lnis tilbúin
um áramótin. Þetta tókst fyrir frábæra at-
orku þeirra, er hér unnu og einstakan vel-
vilja allra þeirra, er leitað var til um
aðstoð. Á þeim tíma voru mikil efnisvand-
ræði í þessu landi. Margt þurfti að fá lánað,
hér og þar, smala ýmsum smáldutum hjá
einstaklingum eða byggingarfélögum, ef
þeir voru ófáanlegir í verzlunum. — Marg-
ur var snúningurinn, mörg vonbrigð'in —
þegar öll von virtist vera úti um að fá
það, er vantaði, en gleðistundirnar yfir-
gnæfðu þó alla örðhgleika, ekki sízt, þegar
við, eftir langa leit, duttum ofan á réttan
aðila og fengum vandræðin leyst. Þetta
sumar varð mikil breyting hér á staðnum,
hermannaskálarnir hurfu, einn af öðrum,
en upp risu smáhýsin 10 með slíkum hraða,
að varla munu dæmi til hérlendis. I ágúst
voru þökin komin á flest húsin. I okt. voru
þau fokheld og um áramót voru fyrstu 5
húsin tilbúin til notkunar og hin 5 mjög
langt komin. Auk þess hafði hermanna-
skálum þeim, er við áttum, verið' breytt
í eldhús, borðstofu, saumastofu, tré- og
járnsmíðaverkstæði, bíósal og margt fleira.
Vélar og áhöld höfðu verið keypt til verk-
stæðanna og komið fyrir þannig, að 1. febr.
’45, eða 8 mán. eftir fyrstu skóflustunguna,
gat rekstur og móttaka vistmanna hafist
og á þeim tíma fékk staðurinn hið þekkta
nafn sitt, Reykjalundur, samkvæmt til-
lögu prófastsins séra Hálfdáns heitins
Ilelgasonar.
Þótt því marki væri náð, að geta hafið
reksturinn, var þetta þó aðeins upphafið
að byggingarframkvæmdum Reykjalund-
ar. Veturinn 1945 voru seinni 5 smáhýsin
tekin í notkun og um vorið var hafin bygg-
ing starfsmannabústaðar og 11. smáhýsis-
ins. Auk þess hófst nú gatnagerð og ýmis-
konar lagfæring landsins, sem var þó mikl-
um annmörkum háð, vegna braggarúst-
anna.
1946, 2. apríl, hófst bygging aðalhúss
Vinnuheimilisins, stærð og gerð hefir áður
verið' getið um. A þeim tíma var enn mjög
erfitt um efni og vinnuafl, þar við bættist,
að SÍBS átti aðeins 5000 kr. í sjóði, er
bygging þessa stórhýsis hófst. Bygging
aðalhússins er mesta átak SIBS í bvgging-
armálum.
6
REYKJALUNDUR