Reykjalundur - 01.06.1954, Qupperneq 9
Vinnuskálar að Reykjalundi. — Fremst á myndinni cru hennannaskádar, sem ennþái cru notaðir
sem verkstœði. Bak við þái eru nýju skádamir, sem eru mjög jullkomin verkstwði, björt og vistlcg.
Húsið, sem er steypt í hólf og gólf, er
mjög vandað og að ýmsu frábrugðið flest-
um byggingum hér og þessi frávik frá því,
ollu okkur bæði töfum og kostnaði, svo er
um hitalögn hússins, sem er svonefnd
geislahitun, hún er lögð í loft hússins um
leið og steypt er, fengnir voru sérfróðir
Englendingar til þess að framkvæma það
verk. Verkið er vel unnið, en olli töfum
á köflum. I húsinu eru óvenjumörg hrein-
lætisherbergi, og gerði það einnig bygging-
una bæði dýrari og seinunnari.
Helgi Kristjánsson, byggingarmeistari,
tók að sér alla timburvinnu við bygging-
una, en að öðru leyti unnu flestir sömu
menn að þeirri byggingu og áður höfð'u
unnið hér. Bygging aðalhússins hélt stöð-
ugt áfram, unz það var tekið í notkun
á árinu 1949 og þó ekki fullbúið. Er húsið
var tekið í notkun, breyttust allar aðstæð-
ur heimilisíólksins hér að Reykjalundi til
hins betra. Eldhús, borðstofa, læknisstofur
o. fl. flutti úr bröggunum og í húsið. Vist-
mönnum fjölgaði úr 40 í 85. Starfsfólk
fékk viðunandi herbergi og nokkur hluti
vistmanna fékk vinnuskilyrði í húsinu.
Auk þess veittu hin rúmu salarkynni húss-
ins vistmönnum stórbætta aðstöðu til allrar
félagsstarfsemi og kynna.
Á meðan á byggingu aðalhússins stóð,
fóru fram ýmsar framkvæmdir hér. 1948
var byggt 1. starfsmannahúsið og öll árin
hefir verið unnið að ræktun landsins og
fegrun umhverfisins. 1950 var enn bvggt
ltEYKJALUNDl’R
7