Reykjalundur - 01.06.1954, Qupperneq 16

Reykjalundur - 01.06.1954, Qupperneq 16
„Éruð þér að fara?“ spurði hann áhuga- laust. „Eg hef ekkert hér að gera.“ „Fékk konan yður peningana?“ „Já, þér eigið' laglega konu, herra Gal. Hún er bókstaflega fögur.“ Sjúklingurinn opnaði hitt augað og þegar hann rétti lækninum heilbrigðu höndina, sagði hann aðeins: „Er það ekki?“ „Yndislegar varir hennar eru eins og kirsuber.“ Anægjubros breiddist yfir andlit hans. „Það má segja, að framtíðin brosi við þessum slæpingja, honum Páli, með hana við lilið sér.“ Titringur fór um gamla bóndann og hann leit upp. „Hvað voruð þér að ségja, læknir?“ Læknirinn lokaði vörunum skyndilega, eins og honum hefði orðið á að tala um eitthvað, sem hann ekki hafði ætlað að minnast á. „Þvaður. Mér kemur þetta ekkert við. Maður hefir aðeins augu og heila, sér hluti og skilur þá. Ég varð tortrygginn, þegar hún neitaði að ég tæki af yður handlegginn. Grunaði yður ekkert? En mi skil ég. Auð- vitað. auðvitað.“ Jón Gal tók að hrista báða hnefana, hann gleymdi andartak, að annar þeirra var bólginn. Hann stundi af kvölum. „Æ, handleggurinn minn, handleggurinn minn. Ekki orð framar um þetta, læknir.“ „Ekki orð,“ svaraði hinn. Þung stuna brauzt frá brjósti sjúka mannsins um leið og hann greip um hand- legg læknisins með hægri hendi. „Hvaða Páll, læknir? Hvaða Pál áttuð þér við? Hver er það?“ „Ætlið þér að segja mér, að þér vitið þetta ekki? Pál Ma gy, vhmumanninn yð- ar.“ Gamli bóndinn varð náföhir. Varir hans skulfu og blóðið streymdi að íijarta hans. Hann fann ekkert til í hendinni þessa stundina. Skyndilega sló hann lófanum á enni sér og leit upp. „Bölvaður heimskingi gat ég verið. Eg hefði átt að taka eftir þessu fyrir löngu síðan. Þessi kvennaðra.“ „Það er ástæðulaust að formæla konunni, herra Gal. Hún er ung, heilbrigð og full af lífsfjöri. — Það er nú svo. — Hún er ef til vill saklaus ennþá, en hvað sem því líður mun hún giftast, eftir að þér eruð horfinn. — Og þér hvérfið.“ Gamli bóndinn hreyfði sig með mestu erfiðismunum og snéri sér að lækninum, sem hélt áfram að tala. „Þér tapið engu, þótt hún giftist yngri manni, eftir að þér eruð horfinn héðan. Þér munuð ekkert um það vita, þegar þér eruð kominn undir græna torfu. Og þar að auki ættuð þér að gleðjast yfir því, að hún fær laglegan náunga fyrir eiginmann. Páll er snotrasti piltur.“ Karlinn nísti tönnum. Hljóðið var eins og tveim fílstönnum væri núið saman. „Þér megið' ekki vera eigingjarn, herra Gal. Það væri synd að láta yndislegan lík- ama hennar dragnast upp án þess að nokk- ur faðmaði hann að sér. Páll er enginn kjáni. Hann mundi ekki láta slíka konu fara ósnerta frá sér. Þar að auki mun hún fá alla peninga yðar og jörðina. Konan mun einnig vilja njóta lífsins. Eini heimskinginn af ykkur þremur eruð þér, hr. Gal.“ Bóndinn stundi aftur og svitinn spratt fram á enni hans. I hjarta hans var gremjan að því komin að flóa út af. „Þér sjáið, hr. Gal, að betra væri að þrýsta henni að sér með einni hendi en alls engri.“ Þetta þoldi gamli maðurinn ekki. Hann spratt á fætur og rétti höndina til læknis- ins. „Náið í hnífinn læknir —- og skerið.“ 14 REYKJALUNDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.