Reykjalundur - 01.06.1954, Qupperneq 18

Reykjalundur - 01.06.1954, Qupperneq 18
safnvörðurinn, seni bauð okkur velkomin, rétt eins og hann liei'ði átt von á okkur í allt sumar. Eg sagði honum, að við værum komin hingað alla leið norðan úr íshafi til þess eins að sjá gamalt altarisklæði með sögu liins l)lessaða Marteins, sem hann hefði víst undir höndum. (Yfirlýsing þessi var reyndar talsvert orðum aukin, en vonandi hefur hann ekki verið allt of sleip- ur í landafræði, — eð'a ég í frönsku —, til þess það koini að sök.) Hann kannaðist óðara við áminnzt Marteinsklæði og stik- aði nú á undan okkur inn eftir sálnum. Eg reyndi að vera á hælum hans til þess að setja ekki dýrlinga og heilagar jómfrúr um koll, því ég hafði enn ckki vanizt rökkrínu inni. A miðjum stafnveggnum hékk klæðið', í þykkum eikarramma undir gleri, og það leyndi sér ekki, að þessi fágæti gripur var eitt höfuðstolt safnsins. Eg spurði hvort ekki mætti draga frá gluggunum, en fékk það svar, að litir klæðisins mundu ekki þola sólarljósið. Það væri því alltaf dregið liér fyrir. Ég reyndi að gera verðinum skiljanlegt, að' ég ætti heldur óvenjulegt erindi við heilagan Martein, ætlaði mér að tala við hann upp á íslenzku, og hann mundi kannski ekki þekkja mig í þessu rökkri. Eftir ýmislegar rökræður var þó dregið frá gluggum, og heit birta Parísar kveikti milda litina á þessum forna dúk. Þótt ég hefði aldrei séð hann áður, kannaðist ég við hann um leið'. Hér þurfti engra vitna við. Ég horfði á miðann, sem hékk undir rammanum: „Þýzkur myndvefnaður, 13. öld“. Já aldeilis! Skyldi ekki Grettis saga Asmundarsonar vera frönsk helgisögn frá 15. öld? Ja, þvílík andsk . . . ósvífni! Eg neyddist til að skreppa fram og kveikja mér í pípu. Þegar ég hafði náð mér dálítið aftur, fékk ég mér stól og settist við klæð- ið. Ekki nema pað þó! Þýzkur myndvefn- aður! Þótt hneykslun mín brytist öðru hvoru út í háværum upphrópunum, svo safnvörð'urinn tók viðbragð og kom brokk- andi til mín, gat ég smám saman farið að einbeita mér að því að skoða myndirnar. Frú Gertie Wandel, forstöðukona danska listiðnaðarskólans, hafði oft minnzt á þetta klæði við mig, og raunar skrifað um það grein í árbók danska Þjóminjasafnsins. Hafði hún bent á, að það væri ekki einasta á því ósvikinn forníslenzkur refilsaumur, heldur svipaði þ\ í mjög til Maríudúksins frá Reykjahlíð, sem geymdur er í Höfn. Og hún hafði sagt það með sanni! Saumur- inn var af þeirri gerð, sem hvergi þekkist nema frá Islandi (utan refilsins mikla frá Bayeux), myndirnar sóru sig til íslenzkrar 13. aldar listar, svo ekki var um að villast, og mynstrin á milli hringreitanna voru nákvæmlega hin sömu og á Maríudúknum frá Reykjahlíð vio Mývatn. Og betur en það; heildarumgerð klæðisins á nákvæma hliðstæðu bæði í altarisdúknum frá Sval- barði og biskupaklæðinu frá Hólum. Svo spjallaði ég stundarkorn við blessað- an Martein og reyndi sem bezt ég gat að bera frarn alla samhljóða upp á norðlenzku. Ég sagði honum þau hörmulegu tíðindi, að nú væru lúterskir búnir að flæma alla sanna kristni úr landi, — og kirkjurnar, maður lifandi, það væri ekki lengur sjón að' sjá þær. Eða þá prestarnir! Engir litir, ekkert skraut, ekkert reykelsi. Bara svartir pokar með spænska pípukraga og meira að segja í síðbuxum innanundir! Meira að segja engir dýrlingar lengur, maður guðs og lif- andi! Ég var nú farinn að hálfskammast mín fyrir þetta hörmulega ástand, og hætti að segja blessuðum Marteini fréttir að heiman. í staðinn fór ég að' skoða myndirn- ar af kraftaverkum hans og rifja upp fyrir mér sögurnar um þau. Eg ruglaðist hvað eftir annað i ríminu, en reyndi að láta á engu bera. Og ég sá ekki betur en heilagur Marteinn liti til mín með velþóknun. ★ lö REYKJALUNDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.