Reykjalundur - 01.06.1954, Page 20
Marteinsklæðið í Cluny er annað stærst
íslenzkra altarisklæða, og má því ætla að
það hafi verið’ fyrir háaltari í fremur stórri
kirkju. Myndreitimir eru r-2, í þremur riið-
um, og er saga hans sögð í sömu röð og
þegar skrifað er á hók.
Enda þótt lesendur mínir séu kannski
lúterskir trúvillingar og heilögum Mar-
teini lítt að skapi, getur það samt orðið
þeim til nokkurrar sáluhjálpar að lesa sögu
hans á þessu fornhelga klæði. Hver veit,
nema það sé einmitt formóðir einhvers
þeirra, sem hafi ort það í höndunum guði
sínum til dýrðar endur fvrir löngu.
Saga heilags Marteins hefst einn frost-
kaldan morgun um vetur. Hann ríður út
um borgarhliðið, þar sem klæðlausir bein-
ingarmenn standa í hópum, og hefur suma
kalið um nóttina. Þeir beiddu vegfarendur
ásjár, en enginn rétti þeim hjálparhönd.
Og þegar nú Marteinn ríður þarna um,
gengur einn beiningarmannanna í veg fyrir
hann og biður gefa sér klæði. „En hvað
mátti hann gefa, — eins og stendur í fornri
sögu Marteins, — þar sem hann hafði ekki
nema klæði þau, er hann stóð í. því hann
hafði veitt allt annað aumum mönnum. Þá
brá hann sverð'i því er hann var gyrður, og
reist í sundur möttul sinn í miðju og gaf
hálfan þurfamanninum, en hálfan skrýddi
liann sig.“ Það' er þessi atburður, sem við
sjáum á fyrstu mynd klæðisins.
Mér hefur nú satt að segja alltaf fundizt
það hálf kurfslegt af heilögum Marteini að
vera að evðileggja möttulinn í stað þess
að gefa manninum hann allan. Eitthvað
hefur þetta að minnsta kosti fengið á hann,
því hina næstu nótt finnst honum Kristur
koma til sín, klæddur möttulshelmingnum,
og segja við englana sem með honum voru:
„Martinus, prímsigndur, aðeins skiýddi
mig þessu klæði.“ A myndinni sjáum við
Martein rísa upp í lokrekkju sinni og fórna
höndum, en til fóta hangir skjaldarmerki
hans með liljunni frönsku. Yfir særigur-
himninum er Kristur með möttulshlutinn
vl'ir herðarnar, en til beggja handa við hann
eru englahöfuð með rauða bletti i kinnum.
Himneskar englameyjar héldu sér talsvert
til í þá daga, ekki síður en þær jarðnesku
nú! Hvort sem Marteinn hefur nú lagt
réttan skilning í orð Herrans eða ekki, þá
áleit hann þau vera áminningu til sín, að
hann léti skíra sig almennilegri skírn. A
næstu mynd sjáum við hann því ofan í
djúpum skírnarsá, og er meira að segja
búinn að fá geislabaug strax. (Það er eins
og örlætið’ hafi ekki verið of mikið í ])á
tíðina.) Við hlið hans stendur lderkur í
hvítum skrúða, en hönd guðs kemur af
hiranum og bendir á Martein. Turnbvgg-
ingarnar til beggja handa sýna okkur að
atburðurinn gerist í kirkju. Hann var 18
vetra þegar liann tók skírn, segir sagan.
TJpp frá þessu færist Marteinn allur í
aukana. Hann klæðist svörtum munka-
kufli, snýr mönnum til réttrar trúar og
skírir. Svo er það einn dag, að til hans kem-
ur prímsigndur maður að hevra kenningar
lians. En eftir nokkra daga tók maður þessi
rið’usótt og varð bráðkvaddur áður en
nokkurri skírn yrði komið við. Marteinn
kunni auðvitað ekki við að lát.a manninn
fara út í einhverja óvissu, því prímsigning
er eiginlega hvorki hálf kaka né heil. Því
sagði hann mönnum að fara út frá líkinu og
lagðist á bæn. Og sjáum til! Eftir tvær
stundir reis sá framliðni upp við dogg, og
undruðust menn stórlega guð'dómsmátt
heilags Marteins. Svo hefur hann eflaust
skírt manninn í snatri. Fjórða mvndin
sýnir okkur einmitt þennan atburð. Þetta
virðist vera ungur og hárprúður maður,
og enn sjáum við hönd guðs niður úr skýj-
unum.
Það er a.lltaf sama sagan, þegar þeir lieil-
ögu fá æfingu í að reisa menn upp frá dauð-
um. Þá er tæpast að menn fái lengur að
18
ItEYK.JAT.rXDUH