Reykjalundur - 01.06.1954, Side 22

Reykjalundur - 01.06.1954, Side 22
hringskipun virðist hafa verið mikið eftir- læti íslenzkra listamanna miðaldanna, ekki einungis á altarisklæðum, heldur einn- ig í silfursmíð, handritalýsingum og út- skurði, og er Valþjófstaðarhurðin þar nær- tækast dæmi. En hvað' um heilagan Martein? Eins og við sáum er honum nú heldur farið að förl- ast örlætið (sem var þó ekki nema svona og svona), og er nú farinn að vísa á undir- tyllurnar, eins og fleiri máttarstólpar þessa heims. En honum verður ekki kápan úr því klæðinu! Djákninn þrjózkast við, og þegar betlarinn eltir Martein inn í kirkjuskotið, þar sem hann situr á einmæli við drottinn sinn, er ekki lengur undankomu auðið. Hann fer úr kyrtlinum undir kápu sinni ”leynilega“, eins og sagan segir, og sýnir næsti reitur okkur þann atburð. Neð'sta myndröðin hefst á því, að Mar- teinn gengur út á meðal heiðingja að boða guðs orð, og koma þá til hans lijón með lík sonar síns nýandaðs og biðja hann ásjár. Hann tók við líkinu og féll á bæn, og innan stundar fékk hann móðurínni sveininn lif- andi. Marteinn hélt áfram göngu sinni og stráði krafta.verkum í slóð sína, hvar sem hann fór. Og er hann fór frá Treverisborg, þá kom á móti honum „kýr óð' af djöfli, sú er hljóp frá nautum, og stangaði menn ef fyrir urðu. En er hún kom til Martinus beljandi, þá gerði hann krossmark á móti henni og bað hana stað nema. En er hún nam staðar, þá sá Martinus djöful sitja á baki henni og mælti: „Far braut þú óvin- ur frá smala manna og kvel eigi meinlaus kvikindi.“ Þá flýði illgjarn andi. En kýrin skildi hver hana græddi og féll til fóta Martinus.“ Einnig þessi mynd er snilldar- lega sett í hringrammann, og hefur lista- maðurinn eflaust kosið að gera kýrina svona litla til þess djöfullinn vrði enn ógn- þrungnari. Þvi satt. að segja er hann ekkert frýnilegur, og trúi ég því að mörg fróm sála, sem forð'um kraup við gráturnar í kirkju þessa klæðis, hafi krossað sig með angist anglitis við hann. En við skulum fylgja heilögum Marteini síðasta spölinn. Hann er nú búinn að sýna kraftaverk sín á mönnum bæði og búfé, og er nú að því kornið að hann reyni einnig mátt sinn við fugla himinsins. Honum hefur eflaust orðið' mikið um að sjá djöfulinn ríða á beljunni, því nú er hann bókstaflega farinn að sjá þann svarta allstaðar. Hann kemur að á og sér þar skarfa veiða fisk í ánni. Öðrum hefði kannski ekki þótt þetta neitt merkilegt, en ónei, heilagur Ma.rteinn var á öðru máli: „Þetta er líking djöfla,“ segir Martinus, „og grípa þeir (skarfarnir) þá,- er eigi sjá við þeim, og þeir sæta óvör- um og verða þó aldrei saddir.“ Tekur hann nú til að stugga við skörfunum, svo þeir flykkjast saman og fljúga frá ánni, á fjöll og skóga. „En allir dáðu krapt Martinus, — segir sagan, — er fuglar skyldu hlýða boðum hans.“ Síðasta mvndin sýnir lokadægur þessa ágæta dýrlings hér á jörð. Hann liggur á dánarbeði, en munkar og aðrir syrgjendur sitja um kring. Sálin stígur upp úr munni hans í barnslíki. og mér sýnist ekki betur en það séu kardinálar með háa og skraut- lega hatta, sem taka við henni og flytja upp á leið. Yzt til hægri sér á djöfulinn með svipu sína, og fórnar hann líka liönd- um. En eins og við höfum séð, höfðú tek- izt með þeim Marteini talsverðir kunnug- leikar. svo nærvera jtess úr neðra skýtur hér ekkert skökku við. Frásögn helaisög- unnar um andlát Marteins lýkur með þess- um orð'um: „Þá báðu prestar þeir, er til hans komu, að hann liægði líkama sínum og snerist á ýmsar hliðar. En hann svaraði þeim: Látið mig heldur sjá himininn en jörðina, bræður, að andinn fari sína götu réttleiðis til guðs“.“ —o— 20 REYKJALUNDrit

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.