Reykjalundur - 01.06.1954, Page 23

Reykjalundur - 01.06.1954, Page 23
Enda þótt helgxsögur frægra dýrlinga væru mjög með sama sniði um alla álí'- una, koma þó iðulega fyrir smávægileg frávik, sem benda til ákveðins uppruna. A klæði þessu er þannig til dæmis einu at- riði sleppt, sem venjulega fíýtur með á erlendum Marteinsmyndum. Það er frá- sögnin urn það', er vígja skal Martein til biskups í Tours. Þá er hann svo lítillátur, að hann felur sig í gæsagarði og hyggst þannig komast undan vígslunni. En gæs- irnar gerðu mikið garg og komu upp um biskupsefnið. Síðan er það siður erlendis á hverri Marteinsmessu, en hún er hinn 11. nóvember, að slátra gæs til matar. Hér úti á Islandi voi*u gæsir sjaldnast húsdýr, og því eðlilegt að frásögnin um þetta falli niður úr sögunni. Tvær fornar Marteins- sögur eru til á íslenzku (gefnar út í Heil- agra manna sögum Ungers, 1877), og fer ekki á milli mála, að sú eð'a sá, sem ldæðið hefur gert, hafi þekkt þær vel. En vendum nú okkar kvæði í kross. Sé fullyrðing mín rétt, að þetta altarisklæði sé íslenzkt að uppruna, hvernig getur það þá verið komið alla leið hingað suður til Frakklands? Hið eina, sem vitað er um sögu þess, er það, að Karl 10. Frakkakon- ungur keypti það árið 1829 af kunnum safnara, llevoil að nafni, en hann liafði fengið það á Norður-Frakklandi á stjórn- byltingarárunum. Ur höndum Karls kon- ungs fór það svo í hið fræga safn, Louvre, en þegar kirkjugripir voru teknir úr því og settir í sérsafn, fór það ásamt með þeim í klaustursafnið Cluny. Upplýsingarnar eru því ekki miklar, — en nægar. Við vitum, að það voru sjómenn frá borgum Norður- Frakklands, sem einkum stunduðu veiði hér við land á ofanverðri 18. öld. Heilagur S*J 1 vC mm--- VV;J>5« \í‘V^irS m: /ó •r\l ftf; m • g ■m' ««»■- ~ Sf: iSfiiu tíst i . ■ ' m k iii ilM i ‘ L Ileilayur Marteinn mœtir þurjamunni oij yejur honum kyrtil sinn. ltEYKJALUNDUR 21

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.