Reykjalundur - 01.06.1954, Síða 24

Reykjalundur - 01.06.1954, Síða 24
Marteinn er verndardýrlingur Frakka, og því eðlilegt að þeir hefðu helzt sótzt eftir helgigrip með' myndum hans. Og því miður lágu slíkir gripir lausir fyrir, hvað svo sem boðið var í aðra hönd. En hvaðan af landinu er klæðið þá kom- ið? Það vill svo undarlega til, að flest hin beztu altarisklæði miðalda, sem okkur eru geymd, eiga heimkynni sín á tiltölulega þröngu sva'ði. Maríuklæðið í Höfn er frá líeykjahlíð við Mývatn, klæðið með post- ulunum lá er frá Hrafnagili, enn annað er frá Svalbarði við Eyjafjörð, það fjórða frá Draflastöðum í Fnjóskadal, og biskupa- klæð'ið stóra er frá Hólum. Marteinsdúk- urinn í Cluny sver sig til stíls þessara klæða, og það svo mjög, að hann og Maríu- klæðið gætu verið frá sömu hendi. Þó sýnir Marteinsdúkurinn mun yngri stíl- mörk og virðist vera frá því um 1300 eða fyrsta fjórðungi 14. aldar. A hinn bóginn tengist hann Svalbarðsklæð'inu, sem þó er vart annað en veik stæling þessa stíls. Mér sýnist því ekki vera um að villast, að Mar- teinsdúkurinn eigi einnig uppruna sinn á þessu svæði. En hvar? Lítum í fornar mál- dagabækur. Þá sjáum við, að á þessu svæði eru ekki nema tvær kirkjur helgaðar heil- ögum Marteini, og báð'ar eru það höfuð- kirkjur. Það eru kirkjur heilags Marteins á Möð'ruvöllum í Eyjafirði og á Grenjaðar- stað. Og maður er ekki fyrr farinn að lesa máldaga þessara kirkna, en öll athyglin beinist að Grenjaðarstað. Árið 1318 á hún meðal annars „7 góð messuklæði með hökluin, Baldurskinnskápur 2 og Peltzkáp- ur 4, 7 yfirhökla, kaleika 6, altarisldceði 6.“ Tjöld eru um alla kirkjuna, þar eru helgi- dómsskrín, fjórar klukkur í stöpli, gler- gluggar. . . Og meðal bóka er „Mcirteins saqa upp á norrœnu“. Árið 1394 á Grenjaðarstaðarkirkja enn „Martinus sögu á latinu ocj aðra á norrœnu. Sögur heilagra manna á þrem bókum, forna historíu heilags Marteins. . Og enn á hún 6 altarísklœði, eins og 76 árum áður. Einnig er hér líkneski Marteins, fimm gler- gluggar, og nú eru klukkurnar orðnar fimm í stöpli. Og 67 árum seinna, 1461, er enn talið upp: Marteinslíkneski, málaðar myndir, 6 kaleikar, 3 klukkur inni en 6 úti. Dúkur er yfir Marteini, og nú eru aftarisklæðin orðin 7. Þetta er ekki heldur nein smáræðis kirkja, því samkvæmt máldaganum ber að lialda þar hvorki fleiri né færri en sjö klerka, — „presta tvo og hinn þriðja, ef þing fylgja til Reykja, djákn og subdjákn og tvo klerka aðra“. Hér höfum við því fundið kirkju, sem fullnægir öllum skilyrðum þess, að vera vagga Marteinsklæðisins í París. Það er norðlenzk höfuðkirkja á milli Mývatus og Eyjafjarð'ar, helguð Marteini, og á bæði góða altarisdúka og sögur heilags Marteins á íslenzkri tungu. —o— Er það þá að undra, þótt ég hafi enn litið hornauga til miðans undir klæðinu, er ég loks bjóst til þess að kveðja Cluny. „Þýzkur myndvefnaður. 13. öld“. Það varð ekki úr br^ytingum þá. En kannske mtin einhver landi síðar eiga leið um þetta safn. og þá stendur þar vonandi á nýjum mið'a: „Islenzkt altarisklæði, frá Grenjaðarstað norður, með sögu heilags Marteins.“ --- --------------- Hugleiðing 17 Guð skapaði heimirm eftir sinni eigin mynd ocg œtlaði að cgera hann sérhverri veröld fegrí, en sá sig um liönd ocg sencli í heiminn synd, og síðan er veröldin töluvert girnilegrí. SVB. REYKJALUNDUR 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.