Reykjalundur - 01.06.1954, Page 28

Reykjalundur - 01.06.1954, Page 28
(pneumonectomy). Var það í fyrsta skipti, sem slíkur uppskurður hafði verið gerður í einum áfanga. Sjúklingurinn var læknir með krabbamein í lunga og hann lifir enn. Litlu seinna innleiddi Rienhoff nýja tækni við þenna uppskurð (individual ligation technique). Þessi tækni er notuð lítið breytt enn í dag. Arangurinn af resektion við berkla- veiki var þó slæmur framan af. Arið 1942 höfð'u dauðsföll við pneumonectom (allt lungað tekið) verið 44.8% og eftir lobec- tomy 25.5% eða 14 af sjúklingunum dóu eftir uppskurðinn. Nú er innleidd svokölluð „segmental resektion“ og eftir 1946 kom svo undra- lyfið streptomycin, sem gerði þennan upp- skurð miklu áhættuminni. Af brautryðjendum þessarar lækningar- aðferðar gegn lungnaberklum bera liæst dr. Churchill í Boston, dr. Overholt í Bost- on og dr. Chamberlain í New York. Árið' 1952 birti Overholt skýrslu yfir 428 sjúklinga, sem hann hafði gert þennan upp- skurð á gegn lungnaberklum á árunum 1934—50. Skipti hann þessum árum í tvö tímabil. a) Tímabilið áundan streptomycin 1934-47. b) Streptomycin tímabilið 1947-50. Á árunum 1934—17 skar hann upp 220 sjúkhnga. Af þeim lifðn 144 eða aðeins 69% og af þessum 144 höfðu 133 losnað við berklabakteríuna úr hráka (voru negatívir) eð'a 89%. Á árunum 1947—50 skar hann upp 208 sjúklinga; af þeim lifðu 192 eða 92%. Negatívir urð'u 171 cða 89%. Þessmn sjúklingum hafði verið gefið streptomycin að minnst kosti í 1 mánuð fyrir uppskurð- inn. Nú komu enn ný lyf til sögunnar eða PAS og svo INII 1951, sem af mörgum er talið öflugasta berklalyfið. Mönnum lærð'- ist, að ef aðeins eitt þessara lyfja var notað, urðu berklabakteríurnar ónæmar gegn þeim. Þau eru því gefin saman tvö eða öll þrjú. Árið 1952 birti sjúkdómafræðingurinn Medler árangur af bakteríurannsóknum á berklasjúkum lungum, sem skorin höfðu verið burt. Tveir sjúklingar, sem tekið höfðu berklalyfin þrjú (streptomycin, PAS og INH) í 18 mánuði, gengu undir þennan uppskurð og 5 lungnapartar voru teknir úr þeim. Medler gat fundið berklabakteríur í öllum þessum lungnapörtum. Sjúkling- arnir höfðu þó verið lausir við smit í eitt, ár. Þetta ýtti undir menn að skera leifar (residue) burt úr berklasjúkum lungum. Medler sýndi fram á, að allt að 40% af þessum leifum geyma í sér berklabakt- eríuna, jafnvel eftir langvarandi lyflækn- ingar. Það er líka talið að yfir 30% af þessum leifum eða residue hafi tilhneygingu til að ýfast upp aftur og breið'a út sjúkdóminn. Það er því talið sjálfsagt vegna framtíðar- örvggis sjúklingsins að skera þessar leifar burt. Þetta er gert með svokallaðri segmental resektion lobectomv eða pneumonectomv. Nú hafa um 75% allra berklasjúklinga gengizt undir einhverskonar skurðlæknis- aðgerð, áður en þeir komast til fullrar heilsu. Afturbatinn eftir uppskurðinn er fljótur og á 3ja degi er sjúklingurinn látinn fara á fætur. Viku seinna er hann jafn góður eða betri, því að öllum líkindum hefir hann losnað við berklana. Sjúkdómafræðingurinn rannsakar lungnahluta þann, sem tekinn hefir verið burtu og leggur á ráð um áframhaldandi Ivflækningar, sem standa yfir í 6 eða 8 mánuði venjulega. Þá er sjúklingurinn út- skrifaður af berklahælinu. ðleð ári hverju er árangurinn af þessaii lækningaaðferð' betri. Árið 1953 birti Chamberlain skýrslu vfir 26 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.