Reykjalundur - 01.06.1954, Side 30

Reykjalundur - 01.06.1954, Side 30
Jón Norðfjörð leikari: Á Vífilsstaðahceli fyrir þrjátíu árum Eg man það eins og það hefði skeð i gær. Það var miðsumars árið 1922 og ég var á leið til Reykjavíkur sjóleið'is, því þá var ekki einu sinni vogandi að aka yfir Ka-ttar- hrygg, hvað þá Giljareitinn. Heldur leiddist mér á leiðinni og mest vegna þess, að ég mátti ekki úr fletinu fara, því ég var talinn veikur. Sjálfur fann ég ekkert til og hafði meira að segja aldrei fundið til allan mánuðinn, sem líkamshiti minn hafði lallað þetta um og yfir 40 stig á hverjum sólarhring. Ég hafði að vísu verið' dálítið máttfarinn þann tíma, en veikur — nei, a.ldeilis ekki. Aldurhnignar vinkonur mínar höfðu kvatt mig í hinzta sinn áður en ég lagði af stað í sjóferðina, en ég átti nú eftir að sjá þær aftur blessað- ar. En það vissu þær ekkl þá. Ferðinni var heitið til höfuðborgarinnar og þó var ekki svo vel, að ég mætti stanza þar og bregða mér á 1 eð'a 2 dansleiki, þó ég hefði aldrei komið þangað áður. Nei, ofurlítið lengra átti ég að fara — til Vífih- staða. Vífilsstaðir? Býsna fallegt nafn — en líklega dálítið skuggaleg stofnun. Var það ekki þangað, sem svo margir fóru — ungir sem gamlir, — já, ungt og efnilegt fólk, sem svo endaði með því dvöl sína þar — að deyja. Ég kom til Vífilsstaða um miðjan dag. Reisuleg bygging þetta fyrsta heilsuhæli á Islandi. Einhvernveginn fannst mér strax, að ég myndi ekkert kunna illa við mig þarna. Og oft fer það eftir því, sem manni finnst fyrst, þegar maður sér eitt- hvað nýtt. Fátt af dvalargestunum jjekkti ég, en ungt fólk er fljótt að kynnast og svo var með mig og þá, sem fyrir voru, ])egar ég kom. Daginn eftir var hafin ítarleg rannsókn á mér, utan og innan og ég mældur og veg- inn, og líklega léttvægur fundinn, svona fyrst í stað', með mína norðlenzku berkla. Yfirlæknirinn spurði mig spjörunum úr og ég revndi að leysa úr því eins vel og ég gat, en síðast gerði ég þó svolitla skyssu, því þegar hann spurði mig, hvort ég hefði verið á fótum, áður en ég fór að heiman, þorði ég ekki að segja nei, af hræðslu við að' verða látinn liggja áfram, svo ég sagði: „Jú, svolítið.“ Þar með fékk ég leyfi til að vera á fótum stund úr deginum og fara í 28 ItEYTCJALtTNDUR

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.