Reykjalundur - 01.06.1954, Qupperneq 31
Ur vinnuskála
l’Iustidjan er í hinum vistlegu, nýju vinnuskálum aS Rcykjalundi.
stutta gönguferð daglega, sem eftir fyrsta
daginn kom mér í koll með svo hræðilegum
harðsperrum, að við' sjálft lá, að ég færi
í rúmið aftur þessvegna; Yfirlæknirinn,
Sigurður Magnússon, hinn elskulegasti
maður, brýndi fyrir mér að borða mikið af
rúgbrauði og hafragraut, sem ég reyndi
að gera eftir beztu getu, meðan ég dvaldi
þarna.
Og nú fór ég að kynnast lífinu á Vífils-
stöðum. Stjórn hælisins fór, að' mínunl
dómi, yfirlækninum Sigurði Magnússvni
og hinum þá nýkomna aðstoðarlækni
Helga Jngvarssyni, sem varð mjög ástsæll
meðal sjúklinganna og hefir nú verið yfir-
læknir jjar í mörg ár, sérlega vel úr hendi.
Yfirhjúkrunarkonan var dönsk og hinn
mesti kvenskörungur, dálítið hrjúf á yfir-
borðinu, en ágætismanneskja og svo eftir-
litssöm, að jafnvel við, sem æfðastir vorum
í smá-hrekkjabrögðum, áttum oft fullt í
fangi með' að standa okkur á móti henni.
Og engan rússi ég fara þaðan svo, að ekki
skildust þeir við yfirhjúkrunarkonuna með
vinsemd. Reglur hælisins voru yfirleitt
virtar, svo sem hægt er að búast við, Jrar
KEYKJALUNDUR
29