Reykjalundur - 01.06.1954, Síða 36
Fulltríiar á 9. Jringi S.I.fí.S. minnast 10 ára byggingarafmœlis Reykjalundar.
en ekki eru tök á að rekja efni þeirra hér.
Þingið samþykkti, að sambandsstjórnin
ynni að eftirfarandi málum: Geri allt, sem
unnt er til að framkvæmdum að Keykja-
lundi verði að mestu lokið innan 4—5 ára,
— auki tekjur Hlífarsjóðs, — athugi mögu-
leika á byggingu verkstjóraíbúðar fyrir
Vinnustofur S.Í.B.S. að Ivristnesi, — at-
hugi möguleika á húsakaupum fyrir starf-
semi sambandsins, — ha.fi sem nánast sam-
starf við deildir sambandsins og auki áhuga
félagsmanna fyrir eflingu Vöruhappdrætt-
isins, — bjóði árlega, ef fært þykir, 20—30
meðlimum félagsdeildanna til vikudvalar
að Reykjalundi og verði þar þá flutt
fræðsluerindi um störf S.Í.B.S. og félags-
mál almennt, — safni skýrslum um hús-
næðismál berklasjúklinga og veiti þeim þá
aðstoð, sem skrifstofa sambandsins getur
í té látið, — beiti sér fyrir því, að félags-
deildirnar stofni til handíða og listmuna-
sýningar í Reykjavík haustið 1955, — ger-
ist aðili að stofnun landssambands öryrkja,
telji hún það horfa til þjóðarheilla, — komi
fram æskilegum breytingum á lögunum um
alþýðutryggingar, þegar þau verða endur-
skoðuð, — freisti þess, að fá einhverju
áorkað varðandi húsnæðismál Vífilsstaða
í samráði við yfirlækni staðarins, — athugi
möguleika á útgáfu félagsblaðs.
Ymsar aðrar tillögur koniu fram á þing-
inu og hlutu samþykki þess, en efni þeirra
verður ekki rakið hér.
Ur sambandsstjórn gengu Björn Gnð-
34
REYKJALUNDUR