Reykjalundur - 01.06.1954, Qupperneq 38

Reykjalundur - 01.06.1954, Qupperneq 38
Árni úr Eyjum: SPJALL um kurteisi, landhelgismál, feguiáarsamheppni o.fl. Heyrðu manni; — allt í ganni! Virðulegur borgari fetar fáfarið stræti í kvöldblíðunni, sæll og ánægður með tilver- una. Hann er kannske að hugsa um hag- stæða afkomu fyrirtækisins og höfuð hans fullt af skemmtilegum tölum. Nema hann sé að' velta vöngum vfir elskunni sinni — þegar allt í einu er hrópað hvellum rómi fyrir aftan hann: - Heyrðu, manni! Hann hrekkur upp úr hugleiðingur sínum, lít- ur snöggt við og sér skælbrosandi smá- gutta, freknóttan, sem kallar til viðbótar: — Allt í ganni! — og er þar með horfinn fyrir horn. Maðurinn hefur misst þráðinn og um leið góða skapið. Já, það er víst von, að kvartað' sé vfir ókurteisi barna, enda gert, bæði í ræðu og riti. Og' satt er það: börn geta verið nötur- lega ókurteis við fullorðið fólk — og ekki bót mælandi. En stundum er fullorðið fólk ókurteist við börn — og ekkert um það rætt né ritað'. Hvernig væri, að vér, hinir fullorðnu, reyndum að ganga á undan með góðu eftirdæmi, reyndum að halda virðu- leik vorum gagnvart börnunum og gættum þess ávallt að sýna þeim ful'la kurteisi? Það er til lítils að fjargviðrast yfir óknyttum þeirra og ósiðum. Nær væri oss að athuga vorn gang. Ljóst verður við' slíka athugun, að fullorðnir gera sér að féþúfu að selja börnum og unglingum skemmtanir og af- þreyingu ýmiskonar, sem ldýtur að miða Kvikmyndir, saka mólarit, sjoppur o. fl.: verzlunar- vara til afsiðunar. beint til afsiðunar. Kvik- myndaflóðið — ýmist ó- merkilegt rusl eða æsandi slagsmála- og manndrápa- myndir, sakamálarit, mor- andi í morðum og kynferðisglæpum, hazar- blöð á svörtum markaði, sjoppur o. s. frv. — allt er þetta verzlunarvara til afsiðunar og spillingar. Því ber sannarlega að þakka það, sem gert er fyrir börnin til þess að vinna gegn spillingaröflunum. Má t. d. nefna starfsemi skólagarða, unglingavinnu á sjó og landi. músíkfræðslu (t. d. starfsemi Laugarness- skólans í þá átt og félagið „Tslenzk tónlist- aræska“), íþrótta- og skátahrevfingu o. s. frv. — Þetta- miðar allt til góð's, en burt með spillinguna sem verzlunarvöru. Gerum vort til að auka þroska og manndóm æskunnar — og, gott fólk, verum kurteis við börnin, þá fer va-rla hjá því, að þau verði líka kurteis við oss, varla að öðrum kosti. Vel á minnst, kurteisi: Danir eru kurteist fólk og vel siðað. Margt höfum vér fengið frá Dönum, fyrr og síðar, bæði ætt og óætt, og mikið fannst manni gaman að familí- sjónal, þegar maður var ungur — en þrátt fyrir það hefur þessari ágætu frændþjóð vorri ennþá sézt yfir þá sjálfsögðu kurteisi að skila oss aftur handritunum að gullald- arbókmenntum vorum. Verum kurteis við börnin. 3« REYK.JALUNDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.