Reykjalundur - 01.06.1954, Side 41

Reykjalundur - 01.06.1954, Side 41
Nótnahandrit Bach's: umbúða- pappír utan um brauðpakka. ur, reitur hans gengu brátt til þurrðar og ekkjan með' barnahópinn fór á sveitina. I skrúðhúsi Sankti-J óhannesarkirkjunnar voru mikil púlt, sneisafull af nótnahand- ritum, er Bach þessi hafði látið þar eftir sig. Þegar námspiltana í kirkjuskól- anum vantaði pappír utan um nestið sitt, rifu þeir blað og blað úr þessu safni og notuðu fyrir umbúðir. Og svo eru menn að hneykslast á því, þótt illa skóað’ir og vannærðir for- feður vorir hafi notað blað og blað af skinn- handritum fyrir skóbætur eða jafnvel til að japla á, þegar ekkert var til í svanginn. Andlegum verðmætum er hnuplað í ýms- um tilgangi, og strákarnir í Sankti-Jóhann- esarkirkjunni urðu ekki þeir síðustu til þeirra verka—það sýnir „Gimbill“. „Yðar einlægur“ — eða kannske öllu fremur „Vor einlægur“ — gerð'i lukku með Gimbli. Það varð raunar hálfgert leiðindamál, þegar upp komst um hið rétta faðerni hans. Gimbilsmálið er eitt þeirra mála, sem sýna, að oss Islendinga skortir enn allmikið á að sýna öðrum þjóðum sæmilega kurteisi í við- skiptum, ekki sízt að því er snertir andleg verðmæti. Mættum vér sem fyrst taka upp sið'aðra manna háttu í þeim efnum. En ann- að er athyglisvert í þessu máli: mér finnst það hálfþunnt af íslenzk- um leikdómurum að láta hlunnfara sig, eins og þeir gerðu. Það má teljast furðulegt, að enginn þeirra skyldi kannast við leik, sem sagt er að hafi „gengið“ linnulaust í tvö ár í Eng- landi, fyrir nokkrum árum. ðfér finnst það óneitanlega bera vott um, að þeir séu hálf- blankir í faginu. Nei, það' er ekki alltaf gaman að vera fslendingur — en það er gaman að vera Islendingur þegar Friðrik Olafsson er að tefla í útlöndum og það verður líka gam- Leikdómarar vorir létu hlunnfara sig — virðast hólf- blankir í faginu. Stundum er gaman að vera Islendingur. an, þegar maður fær að sjá Sölku Völku í bíó. Og það verður gaman að vera íslendingur, þegar sænska Akademían gefst upp fyrir heilbrigðri skyn- semi og hlutlægu mati á snilldinni — og veitir Laxness Nóbelsverðlaunin. En mest verð'ur þó gaman að vera íslendingur, þeg- ar vér verðmn einir og allsráðandi í landi voru, eigum friðsamleg samskipti við allar aðrar þjóðir — og getum á allan hátt orð- ið þess verðir að teljast hlutgengir með siðmenntuðum þjóð'um. fyrir þá, sc-m ofreyna sig í sumarleyfinu. Það er nú svo með sumarfríin, sem vér hlökkum til að njúta, þá skulu velflest afrek unnin, einkum þó til lianda oc/ fóta. Klíf ég helztu „hœstu tinda“, liamast við af öllum mætti að kynnast fögrum kvennaljóma, kannske vinna í happadrœtti. Uppgefinn af öllu h jarta, eins og fjölmörg dœmin sýna, hlakka ég til heimkomunnar að hvíla mig — við vinnu mína. SVB. liEYKJALUNDUR 39

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.