Reykjalundur - 01.06.1954, Síða 42

Reykjalundur - 01.06.1954, Síða 42
Guðmundur LÖve: Skriður og snjóflóð Við íslendingar höí'um ekki farið var- hluta af skriðum og snjófljóðum, frekar en að'rar þjóðir, sem í fjalllendi búa. Snjóflóðin hafa fallið niður snarbrattar hlíðarnar, sóp- að með sér öllu, er á vegi þeirra varð og grafið það í ísköldum faðmi sínum, eins og úthafsalda, sem leikur að spreki í stórgrýt- isfjöru. Grjót og moldarskriðurnar hafa henzt niður urðirnar, rifið' með sér heil björg og rist djúpa skurði í gróinn svörðinn. Menn og dýr, sem búa við fjallsræturnar, líta skelfd upp, þegar steinhnullungarnir leggja af stað og draga andann léttara, þegar þeir stöðvast við klettadrang eða í gildragi. í sumar eru skrið'uföllin í Skagafirði ofar- lega í huga landsmanna og var það mikið lón, að ekki hlauzt af manntjón. í vor spralck fram snös í Hornbjargi og ungur, þaulvanur sigmaður lét lífið. — Þar hefir ekki orðið dauðaslys í fjörutíu ár, þótt stundum hafi aðeins munað hársbreidd að illa færi. Fyrir rúmum tveim áratugum var annar maður nær því orðinn óvættum bjargsins að' bráð, þar sem hann var staddur langt niðri í bjargi. Honum varð það til lífs, að liann hafði leyst sig úr vaðnum og gengið eftir þræðingi, sem var þéttsetinn fugli. A meðan biðu félagar hans uppi á bjargbrún- inni. Skyndilega fundu þeir að kippt var í vaðinn — merki um að slakinn skildi dreg- inn — en slakinn var óvenju langur í það' sinn, og allt í einu stóðu þeir með sundur- höggna festina í höndunum. oo Annar sigmaður var sóttur og sendur niður. Þar fann hann íélaga sinn í góðu gengi niðri í bjarginu og færði honum vað- inn á ný Daginn eftir var sami maður á svipuðum slóðum við eggjatöku. Hann hafði skilið' við vaðinn, eins og hið fyrra sinni, er grjótskriða sópaði burtu þræðingn- um, sem hann var staddur á, milli hans og vaðsins. Þarna beið hann, þar til brúnar- mönnum tók að lengja eftir honum og íengu sigmanninn af næstu festi til að huga að honum og bjarga honum upp aftur. I vætutíð er hættara við skriðum, en endranær. Algengastar eru þær í bröttum fjöllum, en hafa þó runnið hér á landi þar sem engum hefði dottið slíkt jarðrask í hug. Þannig sprakk fram stór landspilda á Ospakseyri í Bitrufirði skammt frá bænum, og taldi bóndinn að mikill vatnsagi hefði safnazt saman undir spildunni og enga íramrás fengið unz það ruddi fram melnum og steyptist í fjörðinn með þeim ósköpum, að sjórinn gekk undan í stórum bylgjum, sem nær því höfðu valdið manntjóni, er flóðaldan leitaði til baka. Erlendis hafa orðið' stórkostleg tjón af skriðum. Þannig varð undarlegt slys við rætur fjallsins Kaicheung í Kína árið 1934, er skriða féll úr fjallshlíðinni og varð 250 manns að bana, en viku síðar féll skriða úr sama fjalli hinum megin og fórust þar álíka margir. Snjófljóð hafa þó valdið margfalt meira tjóni, einkum hafa íbúar Alpafjallanna orð'- ið hart úti í þeim. Snemma í janúar, á þessu ári féllu snjófljóð á þorp í Alpafjöllum, bændabýli í Sviss, Austurríki og Þýzka- 40 RKVKJALUNDTJR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.