Reykjalundur - 01.06.1954, Page 43
landi. í þeim í'lóðum fórust lóO manits, en
ank þess varð gífurlegt tjón á mannvirkj-
um. Þar liafa þó orðið stærri slys af snjó-
flóðum. Það mesta, er sögur fara af, varð
árið l!)l(i — 13. desember, þegar rúmlega
9000 austurrískir og ungverskir hermenn
fórust undir hundruðum smálesta af snjó.
Snjóflóð geta steypzt niður með allt að'
150 km hraða á klukkustund og áætlað
hefir verið að í sumum þeirra hafi verið allt
að 5 miilj. smálesta af snjó.
Þegar ógnandi snjóhengjur hafa mynd-
azt í fjallahlíðum svissnesku Alpanna, læð-
ast íbúarnir áfram, kirkjuklukkurnar
hljóðna, dyrum er lokað með hægð og þar,
sem hættan er mest, er skíðamönnum
bannað að slá skíðunum saman, til að ná
af þeim snjónum.
Hægur vindblær nægir stundum tii að
koma snjófloðinu af stað. I skýrslum um
orsakir snjóflóða er talið. að hljómar frá
cello hafi einu sinni sett skriðuna af stað,
ef til vill er það ástæðan til þess hversu
fáir eelloleikarar fyrirfinnast í Sviss.
Hættan, sem af snjóflóðum stafar, nær
langt út fyrir farveg þeii'ra. Um leið og þau
steypast niður, myndast stormsveipir svo
ofsalegir að hús fjúka af grunni og tré slitna
upp með rótmn hundruð metra utan skrið-
unnar. Einn slílcur stormsveipur feykti
langferðavagni af brú i Arlberg skarði, í
Austurríki í desember 1952 og fórust þar
tuttugu og þrír brezkir skíðamenn.
A síðari tímum, hafa handsprengjur og
fallbyssukúlur verið mikið notaðar til að
hleypa snjóflóðunum af stað og beina þeim
í þær áttir, sem heppilegastar teljast. I síð-
asta stríði var svissneski herinn látinn æfa
sig í að koma af stað snjóflóðum í varnar-
skyni, og síðan er hermönnum kennt að
synda einskonar baksund í ilóð'unum. Árið
1952 runnu sex menn rúma tvö hundruð
metra með mjúkri snjóskriðu á þennan
hátt og sluppu ómeiddir.
Hér á landi hafa snjóflóð oft valdið stór-
tjóni. Bændabýli hafa skyndilega graí'izt
í snjó og heimilismenn ýmist farizt, eða
bjargazt við illan leik.
Ferðamenn hafa einnig oft lent undir
hengjum, sein sprungið hafa fram, er þeir
áttu leið undir bröttum fjallahlíðum.
Fyrir mörgum árum var maður að huga
að kindum norður í Strandasýslu. Skyndi-
lega sprakk hengja undan fótum hans, og
hann rann með henni niður snarbratta
fjallshlíðina. Af tilviljun hafði hann ekki
grafizt í snjóiim, en föt hans voru ýmist
týnd eða sundurtætt. Hann stóð upp, hélt
heimleiðis og taldi sig ómeiddan með öllu.
En þegar heim kom, komst hann að raun
um að höfuðleðrið hafði rifnað frá hvirfli
að eyra öðrum megin og heyrn á því eyranu
var horfin með ölln. I augum þessa gamla
bónda er fjallið mikið og fagurt, og honum
jafn hjartfólgið, þótt hann hafi fórnað' því
hálfri heyrn sinni.
Og þannig fer þeim þjóðum, sem í fjall-
lendi búa. Tign og ró tindanna binda þær
átthagaböndum, er aldrei slitna, hversu
mikilla fórna, sem þeir kreíjast.
Ráðningar á krossgátu:
Lnrétt:
1. krafs — 4. auður — 7. lausn — 9.
sólskin — 11. asa — 13. tau — 14. ámur
— 16. refti — 18. ræður — 20. kná — 21.
tug — 22. stara — 24. tugga — 26. tað' —
27. kær — 29. rak — 30. amasama — 33.
árana — 34. rausn — 35. arkar.
Lóðrétt:
1. kjóar — 2. fló — salti — 4. askur —
5. uni — 6. refur — 8. USA — 9 safnaða
— 10. náðugra — 12. sekta — 15. mugga
— 17. tár — 19 æta — 22. staur — 23.
akarn — 24. trana — 25. akrar 28. æsa —
31. más — 32. mar.
REYKJALUNDUIt
41