UTBlaðið


UTBlaðið - 20.01.2006, Qupperneq 6

UTBlaðið - 20.01.2006, Qupperneq 6
6 | UTBLAÐIÐ Innkaup ríkisins á vörum, verkum og þjónustu nema nálægt 75 millj- örðum króna á ári. Því til viðbótar er vinna starfsmanna sem sinna þessum verkefnum. Hagræðing við innkaup er því til þess fallin að skila ríkinu og stofnunum þess umtalsverðum ávinningi. Árið 2002 samþykkti ríkisstjórnin, að tillögu fjármálaráðherra, innkaupa- stefnu ríkisins þar sem kveðið er á um að innkaup á rekstrarvörum verði að mestu leyti rafræn. Hvern virkan dag ársins má gera ráð fyrir að íslenska ríkið kaupi vörur, verk og þjónustu af ýmsum toga fyrir um 300 milljónir króna. Nefna má sem dæmi inn- kaup sjúkrastofnana á hjúkrunar- vörum og lyfjum, sýslumannsemb- ættis á skrifstofuvörum og inn- kaup skóla á ýmis konar þjónustu. Ríkið gerir einnig samninga við aðila á einkamarkaði um rekstur tiltekinna þjónustuverkefna sem ríkið kostar. Við innkaup sem þessi verður til viðskiptakostnaður sem fellur bæði á kaupendur og seljendur. Hjá seljendum felst hann í gerð samninga, uppsetningu vörulista, afgreiðslu pantana, sendingu reikninga, innheimtu og móttöku greiðslna, o.s.frv. Hjá ríkinu grein- ist viðskiptakostnaður í kostnað við útboðsgerð, gerð samninga, pantana, uppáskrift og skráningu reikninga, framkvæmd greiðslu o.fl. Það sem einkennir innkaup er hve oft mannshöndin þarf að koma að ferlinu. Rafræn innkaup byggjast á því að fyrirtæki og stofnanir tengi saman virðiskeðjur sínar og auki sjálfvirkni viðskipt- anna. Þannig má fækka þeim til- vikum sem mannshöndin þarf að koma að verki og draga úr marg- skráningu gagna og villuhættu. Innkaupaferlið verður hraðvirkara og viðskiptakostnaður allra aðila lækkar. Sjá skýringarmyndina að ofan, sem er yfirlit yfir virðiskeðju opinberra innkaupa. Fjármálaráðuneytið hefur und- anfarin ár unnið að ýmsum verk- efnum sem snúa að rafrænum op- inberum innkaupum, í samstarfi við Ríkiskaup, tollstjóra og Fjár- sýslu ríkisins. Þeirra á meðal eru Rafrænt markaðstorg, rafræn toll- afgreiðsla, fjárhags- og mannauðs- kerfi ríkisins og innkaupakort rík- isins. Reglur um opinber innkaup eru hluti af samræmdum innri markaði Evrópska efnahagssvæð- isins sem ætlað er að stuðla að frjálsari verslun milli landa. Í fjár- málaráðuneytinu er í undirbúningi lagasetning um opinber innkaup sem grundvallast á nýlegum til- skipunum Evrópusambandsins á þessu sviði. Þar er í fyrsta sinn fjallað sérstaklega um rafræn inn- kaup og skilgreint hvernig að þeim skuli staðið, þar á meðal hvað varðar rafræna innkaupa- tækni og útboðsgerð. Á síðasta ári skrifaði fjármála- ráðuneytið undir viljayfirlýsingu ásamt öðrum EFTA-ríkjum, aðild- arríkjum Evrópusambandsins og ríkjum sem sótt hafa um aðild að sambandinu. Í yfirlýsingunni var lögð sérstök áhersla á rafræn inn- kaup og sett fram markmið um að árið 2010 eigi allar opinberar stofnanir í Evrópu að geta stundað rafræn innkaup og a.m.k. 50% út- boðsskyldra innkaupa á EES- svæðinu skuli vera rafræn. Norð- urlöndin hafa nýverið hafið sam- starf um stöðlun rafrænna reikn- inga. Danska ríkið hefur þegar markað sér stefnu í þeim málum og einungis tekið við rafrænum reikningum frá því í febrúar 2005. Sett voru lög í desember 2003 um heimild til handa danska fjármála- ráðuneytinu að setja reglur um rafræna reikninga og greiðslur. Danir áætla að hið opinbera taki árlega við um 15 milljón reikning- um og að árlegur sparnaður við breytinguna geti orðið 120-150 milljónir evra fyrir ríkið og 50-70 milljónir evra fyrir atvinnulífið. Nú fær danska ríkið um 90% reikn- inga rafrænt. Aðrar Norðurlanda- þjóðir íhuga að fara að fordæmi Dana. Í Svíþjóð liggur t.d. fyrir til- laga um að samþykkja svipuð lög sem taki gildi 2008. Þessi mál eru jafnframt til athugunar í fjármála- ráðuneytinu á Íslandi. Meginmarkmið rafrænna inn- kaupa ríkisins er tvíþætt: Annars vegar að stuðla að betri meðferð skattfjár með aukinni skilvirkni, gæðum og sjálfvirkni í innkaup- um. Hins vegar er kappkostað að aðferðir og tækni, sem beitt er við innkaupin, séu atvinnulífinu í hag og stuðli að heilbrigðri samkeppni innan lands sem utan. Þróuð raf- ræn innkaupakerfi draga ekki að- eins úr viðskiptakostnaði og auka skilvirkni heldur gera þau litlum og meðalstórum fyrirtækjum einnig auðveldara um vik að bjóða vörur og þjónustu hérlendis og á evrópskum markaði. Hagræðing með rafrænum innkaupum ríkisins – eftir Harald A. Bjarnason og Stefán Jón Friðriksson, sérfræðinga í fjármálaráðuneyti Öflug fjarskipti eru forsenda þess að fámenn þjóð geti látið til sín taka í upplýsingasamfélagi sam- tímans. Miklar breytingar hafa átt sér stað á fjarskiptasviði á skömmum tíma. Tækni hefur fleygt fram og samkeppni hefur stóraukist í kjölfar samdræmdrar Evrópulöggjafar þar sem einka- réttur var m.a. afnuminn. Fjar- skipti, upplýsingatækni og fjöl- miðlun eru að renna saman og hefðbundin tækni að víkja fyrir nýrri. Netkerfi nútímans má kalla vegakerfi upplýsingasamfélagsins og fyrir íslenska þjóð getur jafnt aðgengi allra landsmanna að þeim samgönguæðum skipt sköp- um í mörgu tilliti. Ég er sannfærður um að fjár- festing í hraðbrautum upplýsinga- miðlunar um land allt er lykill að jafnari búsetuskilyrðum en ella. Ég er líka sannfærður um að öfl- ugar samskiptabrautir munu leika stórt hlutverk í alþjóðlegri sam- keppnishæfni okkar á komandi árum. Aðgangur okkar að upplýs- ingum og menntunartækifærum, hljóðvarps- og sjónvarpsefni, hröðum gagnaflutningi og tölvu- póstssamskiptum, öruggum sím- kerfum og greiðum samskiptum í sinni víðustu mynd mun skipta miklu um lífsgæði einstaklinganna og verðmætasköpun atvinnulífs- ins. Metnaðarfull markmið stjórn- valda á þessu sviði eru því sjálf- sögð. Í þeirri víðtæku stefnumót- unarvinnu sem ég hratt af stað til þess að leggja grunn að fjarskipta- áætlun til ársins 2010 hefur stór hópur fólks lagt hönd á plóg og fyrir þá miklu vinnu vil ég þakka. Þessi áætlun hefur nú verið sam- þykkt í ríkisstjórn og sem ályktun Alþingis. Á næstu vikum mun ég gera grein fyrir helstu markmiðum hennar á fundum víða um land. Vonandi mun ríkja einhugur á meðal þjóðarinnar um þá upp- byggingu fjarskiptakerfa sem framundan er og um það sem í rauninni er ennþá mikilvægara; nýtingu tækifæra sem upplýsinga- tæknin færir okkur sem fámennri eyþjóð í strjálbýlu landi. Grundvallaratriði fjarskiptaáætl- unar til 2010 er að allir lands- menn sitji við sama borð, óháð búsetu. Ísland verður því altengt. Gert er ráð fyrir því að þjónustu- gjöld einkarekinna fjarskiptafyrir- tækja standi undir uppbyggingar- kostnaði og rekstri þjónustunnar nema í undantekningartilfellum á einstaka svæðum þar sem stjórn- völd hlaupa undir bagga. Það verður gert með framlögum úr Fjarskiptasjóði sem stofnaður var með lögum frá Alþingi og hefur yfir að ráða umtalsverðum fjár- munum frá sölu Símans. Útbreiddur misskilningur er að stjórnvöld hafi með sölu Símans misst úr höndunum það eina tæki sem þau höfðu til að stuðla að uppbyggingu fjarskipta í landinu. Sú er raunin að eignarhald ríkis- ins á Símanum tafði fyrir frekari uppbyggingu þar sem fjarskipta- lög heimiluðu ekki að markaðs- ráðandi fyrirtæki yrði beitt í upp- byggingu á svæðum sem ekki voru talin geta staðið undir stofn- og rekstrarkostnaði fjarskipta- kerfa. Nú að lokinni sölu Símans hefur Fjarskiptastjóður, sem ætlað er að styðja við uppbyggingu á strjálbýlum svæðum, verði stofn- aður og um leið skapaðar for- sendur til þess að bjóða út þá þjónustu sem fjarskiptafyrirtækin hafa hingað til ekki treyst sér í. Ísland altengt – eftir Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra  Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra. Einstaklingurinn, tækifæri hans og velferð í samfélaginu eru leiðarljós stefnu ríkisstjórnarinnar um upp- lýsingasamfélagið sem unnið er eftir til ársins 2008. Yfirskrift stefn- unnar, auðlindir í allra þágu, vísar til þess að upplýsingatækni veiti einstaklingum, atvinnulífi og opin- berri þjónustu tækifæri til að nýta sér þær auðlindir sem felast í upp- lýsingum, þekkingu og nýsköpun. Í stefnunni eru skilgreind 64 verkefni eða verkefnasvið og til- greint hver beri ábyrgð á að hrinda þeim í framkvæmd. Ábyrgð á framkvæmd stefnunnar í heild er hjá forsætisráðuneyti sem falið hefur verkefnisstjórn um upplýs- ingasamfélagið verkumsjón. Einnig hefur ráðuneytið skipað verkefnisstjórn um rafræna stjórn- sýslu sem gegnir lykilhlutverki við innleiðingu tækninnar í þjónustu hins opinbera. Formlegt samstarf er milli allra ráðuneyta varðandi upplýsingatæknimál og starfandi er samráðshópur með fulltrúum frá ríki, sveitarfélögum, atvinnulífi og ýmsum félagasamtökum. Þetta víðtæka samstarf hefur skilað ótvíræðum árangri. Sérstak- lega má benda á að formlegt sam- starf um upplýsingatæknimál hef- ur leitt til þess að ráðuneytin eru komin með samræmd innri kerfi, til dæmis sameiginlegan vef og eitt málaskrárkerfi, og vinna sam- an að þróun allra helstu kerfa. Af þessu er mikið hagræði og sparn- aður. Ráðuneyti og ríkisstofnanir vinna þessa dagana að fjölda verkefna sem stuðla að því að markmið ríkisstjórnarinnar nái fram að ganga. Hluti þeirra er kynntur hér í blaðinu og á ráð- stefnunni, Tæknin og tækifærin, á þriðjudaginn kemur, 24. janúar. Auðlindir í allra þágu – eftir Guðbjörgu Sigurðardóttur, formann verkefnisstjórnar um upplýsingasamfélagið Upplýsingatækni ber fyrst og fremst að líta á sem verk- færi sem nýta má til að auka lífsgæði allra landsmanna og samfélagshópa um land- ið allt. Stefnan er reist á þeim fjórum meginstoðum að • nýta tækifærin. • vinna að breytingum af ábyrgð. • tryggja öryggi. • auka lífsgæði. sjá: www.utvefur.is

x

UTBlaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.