UTBlaðið - 20.01.2006, Page 10

UTBlaðið - 20.01.2006, Page 10
10 | UTBLAÐIÐ Fyrir áramót samþykkti Alþingi lög um fjarskiptasjóð sem ætlað er að styðja við uppbyggingu fjar- skiptakerfa á svæðum þar sem fjarskiptafyrirtæki hafa ekki treyst sér í uppbyggingu á markaðsleg- um forsendum. Í sjóðinn verða lagðir 2,5 millj- arðar króna af söluandvirði Sím- ans og verður þeim fjármunum varið til að bæta fjarskiptakerfin um landið allt. Á árinu 2006 verð- ur varið einum milljarði króna til uppbyggingar og síðan verða 500 milljónir króna lagðar í sjóðinn ár- lega 2007-2009. Sjóðnum er ætlað að styðja við uppbyggingu á sviði fjarskipta í samræmi við gildandi fjarskipta- áætlun en þar er að finna skil- greiningar á aðkomu og mark- miðum stjórnvalda á þessu sviði. Meginmarkmið sem ætlunin er að ná er • stóraukin uppbygging senda fyrir GSM-farsímakerfið á hring- veginum, helstu stofnvegum og á fjölsóttum ferðamannastöðum. • dreifing stafræns sjónvarps um gervihnött með bætta þjónustu fyrir sjófarendur að leiðarljósi. • uppbygging á háhraðatenging- um á landsvæðum þar sem fjar- skiptafyrirtækin hafa ekki treyst sér til að byggja upp þjónustu á markaðslegum forsendum. Fjarskiptasjóður mun bjóða út skýrt skilgreinda þjónustu á af- mörkuðum svæðum með það fyr- ir augum að fjarskiptafyrirtækin veiti sem besta þjónustu með sem lægstum tilkostnaði. Áætlað er að á árinu 2006 verði megináherslan á stuðning við uppbyggingu GSM-farsíma- kerfa á hringveginum og megin- stofnvegum ásamt fjölsóttum ferðamannastöðum, ásamt því að koma sendingum á stafrænu sjón- varpi um gervihnött til sjófarenda. Með stofnun Fjarskiptasjóðs er orðið til tæki til að styðja við fjar- skiptauppbyggingu á þeim svæð- um sem sú þjónusta hefur verið slökust á. Náist markmið fjar- skiptaáætlunar 2005-2010 fram að ganga með stuðningi Fjarskipta- sjóðs verður Ísland í fremstu röð í fjarskiptamálum í heiminum. Fjarskiptasjóður til framfara – eftir Bergþór Ólason, aðstoðarmann samgönguráðherra  Bergþór Ólason.

x

UTBlaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.