UTBlaðið


UTBlaðið - 20.01.2006, Qupperneq 26

UTBlaðið - 20.01.2006, Qupperneq 26
26 | UTBLAÐIÐ Rafræn samskipti manna á milli hafa aukist geysilega undanfarin ár og ný boðtæki tekið við af gömlum. Þannig hefur tölvupóst- ur nær alveg rutt úr vegi hefð- bundnum pósti, spjallforrit og spjallrásir miðla skilaboðum milli manna og notkun Internetsíma eykst hröðum skrefum. Almenn- ingur notar Netið til að sinna er- indum sínum hjá bönkum og stofnunum, fer í rafræna verslun- arleiðangra og finnur sér jafnvel maka á Vefnum. Brátt er svo komið að einstaklingar geta sinnt flestöllum erindum heima hjá sér og sparað þannig mikinn tíma. Erfitt getur hins vegar reynst að sannreyna hver samskiptaaðil- inn er. Hver ert þú og hvernig get ég treyst því að þú sért sá sem þú segist vera? Hvernig get ég treyst því að tölvupósturinn sé ekki fals- aður eða að viðmælandinn í spjallinu sé sá sem hann segist vera? Rafræn samskipti fara fram á raflínum og því er snúið mál að komast að því hver er á hinum endanum. Þegar við hittum ein- hvern í eigin persónu eru alltaf einhver lífkenni, svo sem andlits- fall eða rödd, sem sannfært geta okkur um að við séum að tala við réttan mann. Ef við þekkjum ekki viðkomandi er hægt að biðja um skilríki og þá er framvísað skír- teini eða korti frá útgefanda sem nýtur almenns trausts, til dæmis lögreglustjóra eða banka. Þar er jafnan ljósmynd sem hægt er að bera saman við andlitsfall þess sem framvísar skilríkinu. Lykilat- riðið er að við treystum útgefanda skilríkjanna sem staðfestir að myndin sé af viðkomandi. Til að rafræn samskipti geti þróast frekar verður að innleiða kerfi sem al- menningur getur notað til að byggja upp traust á þennan sama hátt. Fjármálaráðherra og Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) hafa undirritað viljayfirlýs- ingu um að innleiða rafræn skil- ríki sem almenningur á Íslandi getur notað í samskiptum sínum á Netinu, til að skrifa rafrænt undir skjöl og samninga, o.fl. Unnið er að frekari undirbúningi þar sem gert er ráð fyrir sveitarfélög og aðrir sem hagsmuna hafa að gæta geti komið að verkefninu. Rafræn skilríki svara til hefðbundinna skilríkja og nota má þau líka sem rafræna undirskrift. Á árinu 2006 byrja íslensku bankarnir að gefa út nýja gerð debetkorta með örgjörva sem m.a. hefur að geyma rafrænt skil- ríki til að nota í heimilistölvunni og sérstökum kortalesara. Skilríkin má m.a. nota til að • auðkenna sig gagnvart fyrir- tækjum, stofnunum og einstak- lingum. • undirrita alls kyns umsóknir, skuldbindingar, skjöl og tölvu- póst. • skrifa undir millifærslur í net- bönkum. • samþykkja rafrænt skjöl og reikninga (rafrænt samþykktar- ferli). • tryggja öryggi fjarvinnu. • tryggja öryggi tölvupósts. • dulrita samskipti. Hugmyndin er að atvinnulífið geti einnig nýtt sér rafrænu skil- ríkin á ýmsan hátt og þannig auk- ið þjónustu við viðskiptavini sína. Sem dæmi má nefna að í ná- grannalöndum okkar hefur verið komið upp öruggum spjallrásum þar sem notkun rafrænna skilríkja minnkar verulega líkurnar á að fólk villi á sér heimildir. Þá hafa opinberir aðilar notað rafræn skil- ríki til að auka rafræna þjónustu við borgarana. Íslenska ríkið notar rafræn skil- ríki nú þegar, svo sem við af- greiðslu tollskýrslna og rafræn skil endurskoðenda á skattskýrsl- um. Bankar og sparisjóðir hafa einnig verið að prófa sig áfram með þessa tækni í bankaviðskipt- um. Almenn útbreiðsla rafrænna skilríkja felur í sér byltingu í sam- skiptum á Netinu. Með þeim skapast traust þar sem notendur geta með öruggum hætti auð- kennt sig gagnvart öðrum og skrifað rafrænt undir skjöl og skuldbindingar. Samhliða al- mennri útbreiðslu mun framboð á rafrænum þjónustum margfaldast sem mun skila sér í auknu hag- ræði fyrir þjónustuveitendur, fyrir- tæki og almenning. Hver ert þú? – eftir Harald A. Bjarnason, sérfræðing í fjármálaráðuneyti, og Loga Ragnarsson, framkvæmdastjóra Fjölgreiðslumiðlunar hf. Allar tegundir bókasafna og upp- lýsingamiðstöðva hafa tekið upp- lýsingatæknina í sína þjónustu. Bókasöfn bjóða notendum sínum aðgang að upplýsingum á ýmsu formi. Í gegnum tíðina hefur safn- kostur aðallega verið í formi prentaðs efnis eins og bóka og tímarita. Nú er miklar upplýsingar einnig að finna á stafrænu formi sem til dæmis er aðgengilegt í gegnum landsaðgang bókasafna að rafrænu efni: www.hvar.is. Eitt af markmiðum almenn- ingsbókasafna er að jafna aðgang almennings að upplýsingum með- al annars með því að gera þeim sem ekki hafa aðgang að tölvum heima fyrir kleift að nýta sér kosti þeirra á bókasöfnum. Í tölvum flestra safna er hægt að komast á Netið og leita sér upplýsinga. Auk þess bjóða þau aðgang að algeng- um forritum, svo sem ritvinnslu- forritum og töflureikni. Vefbókasafnið Vefbókasafnið, www.vefboka- safn.is, er samstarfsverkefni nokk- urra almenningsbókasafna til að auðvelda almenningi aðgang að vönduðu efni á Netinu. Þar er safnað saman völdum íslenskum vefsíðum og þær flokkaðar niður eftir efni eins og bækur á bóka- söfnum. Vefsíðurnar eru leitarhæf- ar eftir titli, efni og veffangi. Hægt er að skoða efnisorðalista í staf- rófsröð og helstu efnisflokka. Ennfremur hefur á mörgum bóka- söfnum verið safnað saman völd- um erlendum og íslenskum tengl- um og þeir gerðir aðgengilegir á vefsetrum safnanna. Oftast eru slík tenglasöfn flokkuð eftir efni. Gegnir, leitarkerfi og samskrá bókasafna á Netinu Öll helstu bókasöfn landsins sam- einuðust um eitt öflugt bókasafns- kerfi, Gegni, www.gegnir.is, með fulltingi menntamálaráðuneytis og margra sveitarfélaga. Gegnir var formlega tekinn í notkun í maí 2003. Kerfið tryggir landsmönnum aðgang að bókfræðilegum upp- lýsingum sem nýtast í námi, starfi og leik. Það byggir á einni sam- eignlegri skrá sem notendur leita í annað hvort á bókasöfnum eða á Netinu. Þar er að finna upplýsing- ar um safnkost og útlánastöðu. Við skráningu gagna í kerfið eru notuð samræmd efnisorð sem auðvelda leit og gera hana hnit- miðaðri. Þau rafrænu gögn sem finnast við leitir má opna beint úr kerfinu. Hvergi annars staðar í heiminum þekkist slík samvinna allra safnategunda. Gegnir er rek- inn af Landskerfi bóksafna hf. Kennsluvefur í upplýsingalæsi Upplýsingalæsi er talin forsenda þess að geta tekið fullan þátt í upplýsingasamfélaginu. Í Kennsluvef um upplýsingalæsi, www.upplysing.is/upplysingalaesi er fjallað ítarlega um alla þætti upplýsingalæsis, svo sem að finna, staðsetja, meta, og nota upplýsingar, þar á meðal gerð heimildalista. Vefurinn er unninn af bókasafns- og upplýsingafræð- ingum í fimm framhaldsskólum og styrktur af menntamálaráðu- neytinu. DAISY-tækni Stafræn tækni við gerð hljóðbóka. DAISY-bók er hljóðbók á geisla- diski, sem spiluð er í tölvu eða af- spilunartæki. Tæknin býður not- andanum upp á mjög mikla möguleika til að stökkva fram og til baka í texta, meðal annars út frá efnisyfirliti. Blindrabókasafn Íslands vinnur að innleiðingu þessarar tækni við útgáfu hljóð- bóka sinna. Í tengslum við UT-daginn hef- ur Upplýsing - Félag bókasafns- og upplýsingafræða gefið út bæk- linginn Upplýsingatækni - eitt- hvað fyrir mig? til að kynna upp- lýsingatækni (UT) og hvernig al- menningur getur fært sér hana í nyt. Fjallað er um helstu þætti upplýsingatækninnar, nokkur hugtök eru skilgreind og gerð grein fyrir þjónustu bókasafna og upplýsingamiðstöðva á þessu sviði. Bæklingurinn liggur frammi á almenningsbókasöfnum og víð- ar. Upplýsing - Félag bókasafns- og upplýsingafræða Lágmúla 7, 108 Reykjavík upplysing@bokis.is www.upplysing.is Upplýsingatækni á bókasöfnum - eftir Þórdísi T. Þórarinsdóttur, formann Upplýsingar - félags bóksafns- og upplýsingafræða

x

UTBlaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.