UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 33

UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 33
Þótt freistandi sé að hanna sam- vinnulausnir (collaboration solutions) með því að samþætta fjölda ólíkra upplýsingakerfa vita reyndir UT sérfræðingar að þeir geta ekki náð fram fullkomnun í einum rykk. Mikilvægt er að velja samstarfsaðila sem býður upp á raunsæja og hagnýta nálgun sem gerir kleift að nálgast viðfangsefn- ið með því að brjóta það upp í smærri verkefni sem hægt er að ráðast í eftir hentugleikum og að hvert um sig skili mælanlegum og áþreifanlegum ávinningi. Samkvæmt rannsóknarfyrirtæk- inu Gartner snúast samvinnu- lausnir um viðskiptahagsmuni, hegðun fólks og fyrirtækjamenn- ingu. Starfsmenn kalla eftir nýjum leiðum til að vinna saman og ný tækni sem styður þá hegðun kemur til sögunnar. Jafnframt verða samvinnulausnir að styðja starfsmenn sem vinna utan fyrir- tækisins enda vilja stjórnendur þess auka tekjur með því að tvinna saman viðskiptavini, sam- starfsaðila og birgja. IP kerfi eru grunnurinn Það sem liggur að baki aukinni áherslu á samvinnulausnir er sá mikli vöxtur sem átt hefur sér stað með innleiðingu IP kerfa. Þannig er orðið hagkvæmt að tengja margvíslegan búnað við IP kerfið og skapa grundvöll fyrir lausnir sem stuðla að lægri kostn- aði og aukinni skilvirkni. Kerfin vinna sem ein heild og fólk getur unnið saman að ólíkum verkefn- um og skipst á gögnum og upp- lýsingum með jafn einföldum og eðlislægum hætti eins og að tala saman í síma. Flestir eru farnir að nýta sér spjallforrit, svo sem MSN, til að hafa samskipti við birgja, vini og vandamenn. Nýjustu hug- búnaðarsímarnir - softphone - tengjast við spjallforritin með þeim hætti að aðrir notendur geta séð hvort viðkomandi sé upptek- inn í síma eða við skrifborðið sitt. Með þessum hætti geta aðrir not- endur tækninnar skynjað ,,ná- lægð“ þess sem þeir eiga í sam- skiptum við. Þetta þýðir meðal annars að starfsmaður getur með auðveldari og ódýrari hætti en áður unnið heima frá sér eins og hann sé staddur á vinnustað. Þessi breyting á samskiptaháttum gerir um leið auknar kröfur til þjónustuvera fyrirtækja en við- skiptavinir geta haft samband við starfsfólk þess í síma, tölvupósti og vefspjalli og því þurfa þessi kerfi að ráða við fulla samþáttun þar á milli. Annað dæmi eru hóp- vinnukerfi sem búa yfir lifandi og gagnvirkri vefgátt fyrir innri og ytri vefi þar sem vefgáttin aðlagar sig að þörfum ólíkra notenda og tengir saman öll þau kerfi, upp- lýsingar, fólk og ferli sem hver og einn þarf á að halda. Nýjasta tækni leyfir okkur jafnvel að hafa upp á fólki sem er mikið á ferð- inni til að tryggja örugg sam- skipti. Einföld og aðgengileg samskipti Auknar kröfur eru gerðar um ein- föld og aðgengileg samskipti og þar gegna samvinnulausnir lykil- hlutverki. Nú þegar verja 60% starfsmanna í bandarískum og evrópskum fyrirtækjum stórum hluta vinnutímans fjarri vinnustað sínum. Þeir eru á ferð og flugi en gegna um leið lykilhlutverkum sem ráðgjafar, sérfræðingar, verk- efnisstjórar o.s.frv. Viðskiptavinir, aðilar í tengslaneti og samstarfs- menn hafa því oft og tíðum þörf fyrir aðgengi, ráðgjöf og samskipti óháð því hvar ,,þeirra mann“ er að finna hverju sinni. Lausnir sem skapa skjóta ávöxt- un fjárfestingarinnar Í krafti samstarfs við fremstu fyrir- tæki heims á sviði samvinnu- lausna, svo sem IBM, Avaya og Microsoft, aðstoðar Nýherji fyrir- tæki og stofnanir að sameina mis- munandi kerfi í lausnir sem upp- fylla kröfur þeirra um arðsemi fjárfestingarinnar; lausnir sem hjálpa viðskiptavinum að gera kerfin, sem þeir reiða sig á, að- gengileg á þann hátt sem hentar hverjum og einum. Þannig er fyr- irtækjum og stofnunum gert kleift að hagræða í starfseminni með skilvirkum innri jafnt sem ytri verkferlum og skapa ný tækifæri hjá viðskiptavinum, birgjum, sam- starfsaðilum og starfsmönnum. Lausnir okkar gera ráð fyrir að hægt sé að nálgast viðfangsefnið með því að brjóta það upp í smærri verkefni sem hvert um sig skilar ávinningi og þannig geta fyrirtæki og stofnanir farið að nýta sér ávinning af samvinnulausnum mun fyrr en ella. UTBLAÐIÐ | 33 Samvinnulausnir til að ná mikilvægu forskoti – eftir Þorvald Jacobsen, framkvæmdastjóra kjarnalausna Nýherja  Þorvaldur Jacobsen. Niðurstöður úttektar á 246 vefjum ríkisstofnana og sveitarfélaga á Ís- landi voru kynntar í desember 2005 í þeim tilgangi að greina landslag rafrænnar þjónustu á vefjum hins opinbera í landinu. Fyrirtækið Sjá ehf. tók að úttekt- ina að sér. Rafræn þjónusta vefjanna var metin af sérfræðingum Sjá ehf. og flokkuð í grunnþjónustu, þjónustu sem flýtir fyrir afgreiðslu, rafræna afgreiðslu og rafræna málsmeð- ferð. Lagður var spurningalisti fyr- ir fulltrúa ríkisstofnana og sveitar- félaga og í skýrslunni er farið yfir svörin. Horft var til efnis og nyt- semi auk þess sem aðgengi fatl- aðra var metið sérstaklega. Í nið- urstöðunum er birt yfirlit þeirra atriða sem notuð eru til að mæla þessa þætti. Í skýrslunni er sú leið valin að draga fram það sem vel er gert og hvað betur mætti fara. Einnig er fjallað um hvaða aðstæður virðast styðja best við góða, rafræna þjónustu á notendavænum og að- gengilegum vefjum. Sveitarfélög- um og ríkisstofnunum eru gerð sérstök skil og niðurstöður settar fram á þann hátt að nýtist sem best sem viðmið fyrir hvern og einn. Hægt er að nálgast skýrsluna á www.utvefur.is. Einnig er hægt að bera saman niðurstöður einstakra stofnana eða sveitarfélaga á vef- svæðinu http://www.felagsmal- araduneyti.is/media/html/saman- burdur.html. Hvað er spunnið í opinbera vefi? – eftir Áslaugu Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra Sjá ehf.  Áslaug Friðriksdóttir.

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.