UTBlaðið


UTBlaðið - 20.01.2006, Qupperneq 37

UTBlaðið - 20.01.2006, Qupperneq 37
UTBLAÐIÐ | 37 Þau lög og reglugerðir sem tengj- ast tollafgreiðslu eru tiltölulega flókið fyrirbrigði. Þannig skipta lög og reglugerðir, sem koma til álita þegar verið er að flytja vörur inn eða út úr landinu, mörgum tugum eða á annað hundrað ef allt er talið. Tollayfirvöld leggja áherslu á rafræna þjónustu með það að markmiði að einfalda, auðvelda og hraða samskiptum við við- skiptamenn sína. Fer það saman við markmið um að tollurinn sé leiðandi í tæknilegum lausnum og að kerfistækar upplýsingar milli tollsins og viðskiptamanna berist með tölvusamskiptum. Yfir 90% af tollafgreiðslu fer fram með þessum hætti. Þjónustunni má skipta í 5 meginþætti: • Tollafgreiðslu með rafrænni tengingu tölvukerfa tollyfirvalda og skýrslugjafa. • Tollafgreiðslu með skráningu tollskýrslu á vefsíðu tollyfir- valda þar sem rafræn skilríki eru notuð til að tryggja öryggi. • Farmskrárupplýsingar með raf- rænni tengingu milli tölvukerfa farmflytjenda, tollmiðlara og tollyfirvalda. • Almenna upplýsingagjöf á vefn- um tollur.is um tolla- og inn- heimtumál. • Upplýsingar í þjónustuveitunni Tollalínan. Tollafgreiðsla með rafrænni tengingu milli kerfa tollyfirvalda og skýrslugjafa Upplýsingar sem eiga að vera í tollskýrslu eru sendar frá tölvu- kerfi skýrslugjafa, samkvæmt fyrir- fram skilgreindum staðli, til tölvu- kerfis tollyfirvalda. Þar er unnið úr innsendum upplýsingum jafn- harðan og svar sent til skýrslu- gjafa um niðurstöðu álagningar og skuldfærslu aðflutningsgjalda og afhendingarheimild. Farmflytj- anda er á sama hátt tilkynnt um að afhenda megi vöruna. X-400 staðall í gagnaflutningi er notaður til að tryggja öryggi í flutningi upplýsinganna. Þessi tegund toll- afgreiðslu, sem er kölluð SMT- tollafgreiðsla (SMT - „skjalasend- ingar milli tölva“; á ensku kallað EDI - Electronic Data Interchange). Rafræn tollaf- greiðsla er oftast alsjálfvirk, tekur yfirleitt örfáar mínútur og er mikil breyting frá því að þurfa að bera tollskýrslur á pappír milli bæjar- eða landshluta og bíða eftir hand- virkri afgreiðslu. Um 490 fyrirtæki notfæra sér þessa þjónustu. Tollafgreiðsla með skráningu tollskýrslu á vef tollyfirvalda Fyrirtæki sem ekki nýta sér SMT- tollafgreiðslu eiga þess kost að skrá tollskýrslur sínar með því að nota veftengingu við tölvukerfi tollayfirvalda, svonefnda VEF-toll- afgreiðslu. Skýrslur eru þá skráðar og sendar til tollsins á vefnum, sem svarar með sama hætti um niðurstöðu tollafgreiðslunnar með tilkynningu um skuldfærslu gjalda og afhendingarheimild en hún er einnig send til farmflytjanda. Fyr- irtækin fá rafræn skilríki fyrir starfsmenn sína til þess að tryggja að óviðkomandi komist ekki í þær upplýsingar sem fluttar eru á milli í samskiptunum. Þessi af- greiðsla er einnig fljótvirk en skýrslugjafar verða að sjá um skráningu á sínum enda í stað sjálfvirkni á báðum endum í SMT- afgreiðslu. Fyrirtæki sem tengjast VEF-tollafgreiðslu eru um 890. Farmskrárupplýsingar með raf- rænni tengingu á milli farmflytj- enda, tollmiðlara og tollyfirvalda Allar upplýsingar um tollskyldar vörursendingar til inn- og útflutn- ings eiga að vera á farmskrá og tollyfirvöld gefa heimild til af- hendingar þegar tollafgreiðsla hefur farið fram. Þessi samskipti fara fram með sama hætti og SMT-tollafgreiðsla og hafa nánast allir farmflytjendur slíka tengingu við tollyfirvöld. Almenn upplýsingagjöf á vef tollstjóra tollur.is Mjög víðtækar upplýsingar eru veittar á Vefnum um málefni sem tengjast tollafgreiðslu og tolla- og innheimtumálum. Stuðningur við notendur rafrænna vefþjónustu- kerfa embættisins er veittur í gegnum vefinn og er hægt að tengjast þeim beint frá Vefnum. Notendur vefsins geta sent fyrir- spurnir með rafrænum hætti auk þess sem boðið er upp á beint samband við þjónustufulltrúa í gegnum SvarBox. Hægt er að fá svör við spurningum um inn- heimtu opinberra gjalda og tolla- mál með þessum hætti. Vefspjall- ið er ætlað öllum en auðveldar auk þess samskipti við heyrnar- lausa og aðra sem eiga erfitt með að tala í síma. Upplýsingar á þjónustuveitunni Tollalínan Með því að tengjast Tollalínunni geta viðskiptavinir tollyfirvalda fengið ýmsar upplýsingar varð- andi tollafgreiðslu. Annars vegar upplýsingar eins og úr tollskrá og um gjaldaskrá, staðla, kóða, boð, bönn, leyfi og fleiri sérhæfð atriði sem tengjast tollskrá. Hins vegar atriði og upplýsingar sem tengjast viðkomandi fyrirtæki sérstaklega eins og hvaða sendingar það á óafgreiddar, hvaða erindi eru í vinnslu, eru afgreiddar eða þarfn- ast athugasemda. Einnig hvað hefur verið skuldfært og hvað er til greiðslu og hvenær. Eru þessar upplýsingar aðgengilegar með sérstakri tengingu en um þessar mundir er verið að ganga frá tengingu á vefnum tollur.is til að einfalda aðgengi. Öryggi er tryggt með aðgangsstýringum og SSL. Um 500 fyrirtæki nýta sér stafræna tollafgreiðslu – eftir Karl Friðrik Garðarsson, forstöðumann stjórnsýslusviðs Tollstjórans í Reykjavík Það verður sífellt algengara að fólk eigi skattalegra hagsmuna að gæta í fleiru en einu landi. Skattyf- irvöld á Norðurlöndunum hafa brugðist við þessu og í maí 2005 var opnaður vefurinn Nordiske- Tax.net, sem er afrakstur sam- starfsverkefnis. Tæknileg fram- kvæmd málsins, hönnun og upp- setning voru í höndum starfs- manna ríkisskattstjóra á Íslandi. Þarna er að finna víðtækar upp- lýsingar um skattamál í löndun- um. Vefurinn er einfaldur í upp- byggingu og aðgengilegur. Efnið er á fimm norrænum tungumál- um, dönsku, finnsku, íslensku, norsku og sænsku, auk ensku. Í byrjun var ákveðið að á vefn- um yrðu fjórir meginefnisflokkar sem líklegast þótti að mest myndi reyna á: „vinna í öðru landi“, „fast- eign í öðru landi“, „lífeyrisþegar“ og „námsmenn“. Í hverjum efnis- flokki eru annars vegar birtar regl- ur búsetulandsins og hins vegar reglur hins landsins sem í hlut á. Rétt þótti að takmarka efnisflokka í upphafi, m.a. vegna umfangs vefsins því hverjum flokki fylgja 60 vefsíður sem halda þarf við og uppfæra. Þessu til viðbótar eru svo almennar upplýsingar, t.d. um skattkort, kennitölu og framtöl. Nordisk eTax býður upp á kerfi þar sem hægt er að senda inn rafrænar fyrirspurnir til skattyf- irvalda Norðurlandanna og fá svar frá vefskattstofu sem skattyfirvöld landanna standa að. Starfsfólk vef- skattstofunnar vinnur saman á vefnum og nýtir einfalt kerfi til samvinnu og úrvinnslu mála. Loks er rétt að geta rúsínunnar í pylsu- endanum: klukku sem sýnir stað- artíma í hverju landi. Klukkan sú getur til dæmis komið sér vel þeg- ar fólk þarf að átta sig á hvort norrænar kauphallir og skattstofur séu enn opnar eður ei! Nordiske- Tax.net Flugkortið er hagkvæmt greiðslu- og viðskiptakort, ætlað fyrirtækj- um og stofnunum í viðskiptum við Flugfélag Íslands. Það er mjög hagkvæmur greiðslumáti fyrir þá sem ferðast mikið innanlands og vilja halda saman ferðakostnaði. Með Flugkortinu má greiða flug- fargjöld til allra áfangastaða Flug- félags Íslands og Landsflugs, einnig hótel- og bílaleigukostnað hjá samstarfsaðilum. Handhafar Flugkortsins fá sent viðskiptayfirlit mánaðarlega og þannig er fyrirtækjum í reiknings- viðskiptum við Flugfélag Íslands gert mun auðveldara að fylgjast með kostnaði við ferðalög starfs- manna. Flugkortið má nota að vild hjá öllum þeim fyrirtækjum sem að kortinu koma. Um hver mánaða- mót er greiddur afsláttur af við- skiptum við Flugfélag Íslands inn á kortareikninginn. Sá afsláttur er umsemjanlegur og fastur. Kjósi korthafi að nýta sér tímabundin tilboð Flugfélagsins eða samstarfs- aðilanna getur hann greitt með Flugkortinu en frekari afsláttur er þá ekki veittur og vildarpunktar eru ekki greiddir. Afsláttur sam- starfsaðilanna er 10-35% og dreg- inn frá um leið og viðskiptin eiga sér stað. Ýmiss konar sérþjónusta og fríðindi fylgja því að vera hand- hafi Flugkortsins. Þar má til dæm- is nefna afslátt af vörum og þjón- ustu, hagræðingu við innritun til flugs, forgang á biðlista í flug og nákvæmt reikningsyfirlit mánaðar- lega þar sem allur ferðakostnaður er sundurliðaður. Sé greitt fullt fargjald og afslátturinn nýttur er ekkert aukagjald tekið fyrir breyt- ingar á flugferðum og sé ferðin afpöntuð fyrir brottför er hún endurgreidd að fullu. Ný heimasíða Flugfélag Íslands hefur náð ótrú- lega góðum árangri í sölu far- gjalda á Internetinu og var meðal fyrstu fyrirtækja hér á landi til að bjóða slíka þjónustu. Nú eru að meðaltali yfir 50% fargjaldanna bókuð beint á www.flugfelag.is og netklúbbsmeðlimum send út nettilboð að lágmarki einu sinni í viku. Flugélag Íslands hefur verið mjög framarlega í þróun bókunar- vélar á Netinu sem hófst með kerfisbreytingum í upphafi árs 2001. Sú breyting átti stóran þátt í því að rekstur félagsins batnaði til muna og var afkoma félagsins fyr- ir árið 2002 í fyrsta skipti mjög góð. Viðskiptavinir fá ekki lengur afhenta farseðla og mjög einfalt er að bóka á heimasíðunn. Í upphafi var talið að viðskiptavinum myndi mislíka að fá ekki farseðil í hend- ur en í ljós kom að langflestir voru mjög fegnir því að þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af því að týna eða gleyma farseðlin- um. Viðskiptavinir eru vel meðvit- aðir um þá þróun sem orðið hef- ur í sölu á farseðlum og gera má ráð fyrir að sala félagsins í gegn- um heimasíðu félagsins verði hátt í 2300 milljónir á árinu 2006. Í febrúar 2006 mun Flugfélag Íslands opna nýja og enn betri vefsíðu með ýmsum nýjungum, meðal annars í tengslum við nettilboðin. Einnig verður við- skiptavinum gert auðveldara að hafa beint samband við þjónustu- fulltrúa á Netinu sem ætti að flýta afgreiðslu bókana og miðlun upp- lýsinga.  Ný heimasíða Flugfélags Íslands. Flugkort og heimasíða Flugfélags Íslands

x

UTBlaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.