UTBlaðið - 20.01.2006, Síða 39

UTBlaðið - 20.01.2006, Síða 39
UTBLAÐIÐ | 39 Rafræn skráning heilsufarsupplýs- inga eða rafræn sjúkraskrá á rætur að rekja til upphafs tölvuvæðingar þegar byrjað var að útbúa kerfi til að halda sjúkraskrár á stofnunum. Kröfur nútímans eru aðrar og meiri en þá var. Með rafrænni sjúkraskrá er gjarnan átt við að- gengi að upplýsingum um sjúk- linginn á þeim stað sem hann er meðhöndlaður án tillits til þess hvar upplýsingarnar voru skráðar. Heilbrigðisnet er hugtak sem byrjað var að tala um á Íslandi fyrir miðjan síðasta áratug. Það er farvegur hinna rafrænu upplýs- inga, hvort sem um er að ræða kóðuð gögn á skeytaformi, röntgenmyndir, lifandi myndir eða aðrar upplýsingar. Í byrjun sáu menn fyrir sér skurðgröfur fara um landið og leggja strengi en sú heimsmynd er breytt. Nú er horft til notkunar Internetsins vegna flestra þátta þessara sam- skipta með þróun í öryggisbúnaði og aukinni bandbreidd. Á vegum heilbrigðisráðuneytis- ins hafa á undanförnum árum verið unnin fjölmörg tilrauna- og þróunarverkefni sem liður í undir- búningi að uppbyggingu heil- brigðisnets. Öryggismál hafa þar skipað stóran sess en einnig má nefna tilraunir með fjarlækningar, rafræna lyfseðla, rafræn lækna- bréf, miðlæga bólusetningaskrá, rafræna reikninga til Trygginga- stofnunar ríkisins (TR), þjónustu- gátt TR og svo mætti lengi telja. Ein af annarri verða þessar hug- myndir að veruleika og má þar nefna þjónustugátt TR, miðlæga bólusetningaskrá og rafræna lyf- seðla, sem fjallað er um annars staðar í blaðinu. Hvað rafræna sjúkraskrá varðar má segja að heilsugæslan í land- inu sé ágætlega sett. Allar líkur eru á að samskipti heilbrigðis- stofnana með upplýsingar fari vaxandi á næstu misserum. Með sameiningu stofnana, til dæmis á á Austurlandi og Suðurlandi, er jafnframt aukin áhersla lögð á sameiningu kerfa þessara nýju stofnana. Uppbygging sjúkraskrár- kerfa á sjúkrahúsum, sérstaklega þeim stærri, er bæði flókin og dýr. Það er hins vegar mjög mikil- vægt, ekki síst í tengslum við væntanlegt, nýtt hátæknisjúkra- hús, að byggja upp öfluga innviði á sviði upplýsingatækni. Í því samhengi má heldur ekki gleyma að sjúkrahúsið þarf að tengjast öðrum stofnunum, enda eykst samvinna stofnana stöðugt. Skil heilbrigðisnets og rafrænn- ar sjúkraskrár eru ógreinilegri en á árum áður og nú er gjarnan tal- að um eHealth eða rafræna heil- brigðisþjónustu. Þannig er vax- andi áhersla lögð á aðgengi heil- brigðisstarfsfólks að upplýsingum um sjúklinginn sem verið er að meðhöndla, án tillits til þess hvar upplýsingarnar voru skráðar. Þarna tvinnast saman rafræn sjúkraskrá og heilbrigðisnet. Ljóst er að nauðsynleg upp- bygging er afar dýr. Hins vegar hefur verið sýnt fram á í fjölmörg- um rannsóknum að með öflugri uppbyggingu á sviði rafrænnar heilbrigðisþjónustu má ná fram umtalsverðum fjárhagslegum ávinningi. Umfram allt er það þó aukið öryggi í meðhöndlun sjúk- linga, og þar með aukin gæði þjónustunnar, sem skiptir mestu máli. INNN hf. ráðgjafa- og hugbúnað- arhús er eitt af reyndustu þekk- ingarfyrirtækjum á veflausnamark- aði hérlendis. Síðan árið 1997 hafa afurðir INNN hf. á borð við LiSA.net verið lykilþáttur í vef- væðingu stórra sem smárra fyrir- tækja á alþjóðlegum vettvangi. Viðskiptavinahópur INNN hf. er mjög fjölbreyttur og henta afurðir fyrirtækisins því flestum atvinnu- greinum. Meðal viðskiptavina INNN hf. eru KB banki, Össur hf., Seðlabankinn, Hagstofan, Sumar- ferðir og Kvennaskólinn en virkir viðskiptavinir eru vel á þriðja hundrað. INNN hefur á að skipa vel menntuðu og afkastamiklu starfs- fólki sem vinnur eftir skilgreind- um verkferlum til að tryggja að væntingar og þarfir viðskiptavina séu uppfylltar á þann máta sem best hentar hverju verkefni fyrir sig. Menntunarsvið starfsmanna er víðfeðmt t.a.m. verkfræði, tölvun- arfræði, viðskiptafræði og arki- tektúr. Kröfur viðskiptavina og starfs- manna til aðgengis upplýsinga í nútíma rekstrarumhverfi eru sífellt að aukast. Í flestum tilvikum er haldið utan um þessar upplýsing- ar í mörgum ólíkum upplýsinga- kerfum sem eiga mörg hver erfitt með samskipti sín á milli eða bjóða ekki upp á framsetningu sem nýta má í birtingu á vefrænu formi. Það er einmitt á þeim vett- vangi sem þekking og styrkleikur INNN hf. og LiSA.net nýtast hvað best en samþætting og birting á vefrænu formi eru þeir eiginleikar sem veflausnir INNN hf. byggjast á. Upplýsingatækni er samheiti yfir ýmsar greinar sem lúta að hönn- un, þróun og nýtingu tækni í samfélagi þar sem tölvur eru notaðar á markvissan hátt til að vinna með gögn. Dæmi um fræði- greinar sem falla undir upplýs- ingatækni eru tölvunarfræði, hug- búnaðarverkfræði, upplýsinga- fræði, rafeindafræði og fjarskipta- fræði. Hægt að segja að upplýs- ingatækni sé í dag orðinn hluti af flestum fræðigreinum þar sem tölvur eru nýttar til að skapa og miðla upplýsingum. Til að þróun geti orðið í upp- lýsingatækni þarf ungt fólk að mennta sig á þessu sviði en námsval nemenda er gjarnan mjög kynbundið og leita stúlkur oft í greinar sem tengjast umönn- un og samskiptum en drengir meira í tæknigreinar. Á myndinnni má sjá fjölda kvenna í námi í þremur námsgreinum á há- skólastigi á árunum 2002-2004 samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu Íslands. Neðsta línan á myndinni sýnir fjölda kvenna í námi í tæknigreinum og verk- fræði, miðlínan sýnir fjölda kvenna í lækningum og heil- breiðgisgreinum en efsta línan sýnir fjölda kvenna í uppeldis- fræði, íþróttum og kennaranámi. Á myndinni sést einnig að fjölgun kvenna í námi í tæknigreinum og verkfræði hefur verið mun hægari en í uppeldisfræði, íþróttum og kennaranámi. Ef litið er á tölur fyrir árið 2004 kemur í ljós að 338 konur voru í námi í tæknigreinum og verk- fræði, 1.444 í námi í lækningum og heilbrigðisgreinum en 2.674 í námi í uppeldisfræði, íþróttum og kennaranámi. Konur í tæknigrein- um og verkfræði eru þá um 7,6 prósent af þessum hópi árið 2004. Ef við berum saman konur og karla í tæknigreinum og verkfræði kemur í ljós að konur eru um 24% nemenda árið 2004. Í mínum huga er óæskilegt fyr- ir starfsgrein að hafa ekki jafnt hlutfall kvenna og karla og eru rökin meðal annars þau að flestar starfsgreinar þurfa að þjóna báðum kynjum og hafa skilning á þörfum þeirra og óskum. Brugðist við fækkun kvenna í tölvunarfræði Tölvunarfræði er ein þeirra greina sem nefndar voru hér að framan og fellur undir upplýsingatækni. Þrátt fyrir gott námsframboð og góða atvinnumöguleika hafa sí- fellt færri nemendur laðast að þeirri grein undanfarin ár og þá sérstaklega hefur konum fækkað. Erfitt er að segja til um ástæðuna enda er hún eflaust ekki einföld. Rannsóknir hafa sýnt að konur skorti hvatningu og fyrirmyndir í tölvunarfræði. Til að bregðast við þessu var faghópurinn UT-konur stofnaður árið 2005 og er mark- mið hans m.a. að stuðla að fjölg- un kvenna í upplýsingatækni og í háskólanámi í tölvunarfræði og kerfisfræði (sjá nánar á www.sky.is). Félagið hefur stofn- að vinnuhópa: rithóp, fræðslu- og hvatningarhóp, tölfræðihóp og skemmtihóp, sem hafa að mark- miði að virkja félaga til verka. Við UT-konur hvetjum konur til að ganga til samstarfs við okkur (net- fang utkonur@sky.is) en einnig viljum við hvetja ungar konur til að kynna sér náms- og starfs- möguleika í upplýsingatækni.  Ásrún Matthíasdóttir. Komdu að læra upplýsingatækni! – eftir Ásrúnu Matthíasdóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík og formann UT-kvenna Rafræn sjúkraskrá og heilbrigðisnet – eftir Benedikt Benediktsson, tölvunarfræðing í heilbrigðisráðuneyti Veflausnir og hugvit – eftir Ágúst Valgeirsson, þróunarstjóra INNN hf.  Óli Freyr Kristjánsson, verkefna- stjóri, og Ágúst Valgeirsson, þróun- arstjóri hjá INNN hf. Gamli og nýi tíminn í hnotskurn! Til vinstri er fullur kjallari af röntgen- filmum í Röntgen Domus í Reykja- vík. Til hægri er tækið sem tekur við stafrænum röntgenmyndum og er í senn gagnageymsla og vefþjónn. Þarna má geyma þrefalt fleiri myndir en unnt er að koma fyrir í kjallaranum! Sjá nánar bls. 19.

x

UTBlaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.