UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 41

UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 41
UTBLAÐIÐ | 41 Eitt af lykilhlutverkum Landmæl- inga Íslands er að miðla upplýs- ingum um Ísland til almennings. Á undanförnum árum hefur stofn- unin aukið hagnýtar upplýsingar á vef sínum, www.lmi.is, og með- al annars boðið upp á Kortaskjá þar sem hægt hefur verið að skoða kort í mælikvörðunum 1:100 000 og 1:750 000. Þessi þjónusta mælist vel fyrir og var vefur LMÍ meðal þeirra bestu í út- tekt á vefjum ríkis og sveitarfélaga hvað varðar nytsemi. Nýverið opnaði stofnunin nýja útgáfu af Kortaskjánum með öll- um Atlaskortum í mælikvarðanum 1:100 000 auk stafræns korts sem byggt er á IS 500V kortagrunnin- um, svokölluðum LUK-grunni, þar sem hægt er að kveikja og slökkva á ákveðnum lögum og fá upplýsingar um þau gögn sem liggja á bak við hvert fyrirbæri. Þannig er t.d. hægt að sjá íbúa- þróun þéttbýlisstaða eða vegnúm- er vegakerfisins. Skemmtileg nýj- ung í kortaskjánum er örnefnaleit með um 43.000 örnefnum sem allir notendur venjulegs vefhug- búnaðar geta leitað í. Slíkt hefur ekki verið mögulegt áður. Ör- nefnaleit er einnig byggð þannig upp að aðrir notendur LUK-kerfa geta nú þegar tengt hana kerfum sínum og þjónustu og hafa því ávallt aðgang að uppfærðum ör- nefnagrunni án þess að þurfa að reka hann sjálfir. Myndaskjár Þessa dagana er verið að opna nýjan Myndaskjá Landmælinga Ís- lands en þar mun stofnunin birta loftmyndir og gervitunglamyndir af Íslandi. Í fyrstu verður hægt að skoða Landsat gervitunglamyndir með 30 metra greinihæfni, Spot-5 gervitunglamyndir með 10 og 2,5 metra greinihæfni, og svo loft- myndir úr myndasafni stofnunar- innar, sem í eru um 140.000 myndir teknar 1937-2000. Einnig verður hægt að hlaða einfölduð- um útgáfum af loftmyndunum inn á tölvur notenda kjósi þeir það. Miklar breytingar eru væntan- legar á starfsemi Landmælinga Ís- lands á næstu misserum. Í því breytta umhverfi mun stofnunin í auknum mæli nýta sér Vefinn til að miðla landfræðilegum gögnum af Íslandi. Kortaskjár og Mynda- skjár eru fyrstu skrefin á þeirri leið en uppbygging þeirra er á þann veg að auðvelt er að bæta þar inn nýjum kortum eða mynd- um. Landmælingar Íslands munu því áfram vísa veginn í landupp- lýsingum á Íslandi. Kortaskjáir Landmælinga Íslands Flestir þekkja lyfseðla og hafa handleikið þá en færri þekkja hina löngu leið sem upplýsingar á lyfseðlinum eiga fyrir höndum. Leiðin er í stuttu máli sú að lækn- ir skrifar seðilinn og afhendir sjúklingi sem síðan afhendir seðil- inn í apóteki til að fá viðeigandi lyf afhent. Seðillinn fer síðan frá apótekinu til Tryggingastofnunar (TR) vegna greiðslu á hluta TR í kostnaði við lyfin. Fjöldi lyfseðla er hátt í 2 milljónir á ári að jafnaði og því er eftir miklu að slægjast með því að gera þetta ferli skil- virkara og koma samskiptunum á rafrænt form, auk þess sem aukið öryggi í allri meðhöndlun er mjög mikilvægt. Fyrsti áfangi voru pappírslaus- ar sendingar lyfseðla milli apó- teka og TR fyrir um 5 árum. Þá dró verulega úr pappírsvinnu. Annar áfangi var þegar lyfja- gagnagrunnur var tekinn í notkun á nýliðnu ári. Lyfjagagnagrunnur- inn er tvíþættur, þar sem TR hefur gögn til fjárhagslegs eftirlits með útgefnum lyfseðlum og landlækn- isembættið hefur gögn til eftirlits með lyfjanotkun í landinu al- mennt og sér í lagi með notkun ávanabindandi lyfja. Lyfseðlar sendir rafrænt Undanfarin 2 ár hefur staðið yfir tilraunaverkefni á Akureyri með sendingar lyfseðla frá læknum til apóteka. Þetta gefur góða raun og því hefur verið ákveðið að inn- leiða fyrirkomulagið á landsvísu. Læknar á heilsugæslustöðvum munu ríða á vaðið en síðan er ætlunin að aðrir læknar geti einnig hafið rafrænar sendingar lyfseðla. Fyrirkomulagið verður þannig að sjúklingur getur beðið lækni um að senda lyfseðilinn í ákveðið apótek svo lyfin verði til- búin til afhendingar þegar hann kemur þangað. Einnig er mögu- legt að láta lyfseðilinn bíða í ákveðnu pósthólfi (lyfseðlagátt) og hvaða apótek sem er getur sótt hann þangað að beiðni sjúklings. Ávinningurinn í því ferli sem byggt hefur verið upp er fyrst og fremst fólginn í vinnusparnaði og öryggi í allri meðhöndlun lyf- seðla. Stærsti ávinningurinn fæst hins vegar með lokaáfanganum sem felst í því að byggja upp lyfjayfirlit sjúklings (medicin- profil) sem geymir allar lyfjaávís- anir sjúklings. Hafi læknir, sem skrifar lyfseðil, möguleika á að- gangi að þess háttar yfirliti má koma í veg fyrir stóran hluta þeirra óhappa sem verða við lyfjagjöf. Óhöpp geta gerst t.d. þegar sjúklingar taka lyf sem ekki er heppilegt að tekin séu saman og geta jafnvel verið lífshættuleg eða taka sama lyfið tvisvar vegna ávísana á mismunandi heiti sama lyfs. Stefnt er að því að koma upp lyfjayfirliti sjúklings á allra næstu árum. Mikilvægi persónuverndar verður aldrei ítrekað of oft og þar sem lyfseðlar hafa að geyma við- kvæmar persónuupplýsingar er jafnan leitast við að tryggja öryggi við rafræna umsýslu lyfseðla eins og frekast er unnt. Rafrænar lyfjaupplýsingar – eftir Benedikt Benediktsson, tölvunarfræðing í heilbrigðisráðuneyti

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.