UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 43

UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 43
UTBLAÐIÐ | 43 Umferðarstofa hefur í samstarfi við Íslandsbanka þróað lausn sem gerir mögulegt að tilkynna eig- endaskipti ökutækja í heima- banka. Tilkynning er fyllt út á vef Umferðarstofu og fólk fer í heimabanka sinn til að samþykkja og staðfesta eigendaskiptin. Sá sem hefur verið valinn sem greið- andi greiðir jafnframt skráningar- gjald og bifreiðagjöld í heima- bankanum. Þegar eigendaskiptin hafa verið staðfest af öllum aðil- um, og gjöld greidd, eru eigenda- skiptin skráð hjá Umferðarstofu. Þetta er sem sagt samstarfs- verkefni Íslandsbanka og Umferð- arstofu en fljótlega verður öðrum viðskiptabönkum boðið að taka þátt í því. Þjónusta af þessu tagi ætti að geta valdið byltingu í við- skiptum með notuð ökutæki, enda voru á síðasta ári skráð tæp- lega 100.000 eigendaskipti á grundvelli undirritaðra tilkynn- inga. Stefnt er því að nota þessa aðferð við fleiri færslur í öku- tækjaskrá í framtíðinni. Umferðar- stofa og Íslandsbanki hyggjast bjóða öðrum stofnunum og fyrir- tækjum að nýta sér afrakstur sam- starfsverkefnisins. Upplýsingar með tölvupósti og SMS Umferðarstofa hefur um nokkurt skeið notað tölvupóst til að til- kynna umsækjendum um lok for- skráningar ökutækja og fastanúm- er sem úthlutað er. Hún er um þessar mundir að bæta við SMS skilaboðum í sama tilgangi og þannig aukast enn líkur á að upp- lýsingar berist umsækjanda um leið og skráning hefur farið fram. Stefnt er að því að SMS-væða líka fleiri skráningarþætti, til dæmis eigendaskipti og og pöntun skráningarmerkja. Upplýsingar til einstaklinga án endurgjalds Umferðarstofa hefur ákveðið að veita einstaklingum upplýsingar án endurgjalds um ökutækjaeign sína gegnum þjónustuveitu á Vefnum. Tekist hefur samstarf við ríkisskattstjóra um þetta verkefni og geta einstaklingar sótt upplýs- ingar gegnum þjónustusíðu sína á vef ríkisskattstjóra með veflykli. Einstaklingar geta þannig sótt lista yfir ökutæki sín og í framhaldinu ýtarlegar upplýsingar um hvert ökutæki (svokallaða ferilskýrslu). Umferðarstofa og upplýsingartæknin – eftir Brynhildi Georgsdóttur, framkvæmdastjóra ökutækjasviðs Umferðarstofu  Á Umferðarstofu.

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.