UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 45

UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 45
UTBLAÐIÐ | 45 Hugbúnaður er ómissandi hvert sem litið er. Oft eru forritin sýni- leg þannig að notendur vita um notkunarmöguleika, svo sem að leita eða lesa á Vefnum, senda tölvupóst, sinna ritvinnslu eða færa bókhald. Margs konar bún- aður, sem við notum á degi hverj- um, felur í sér hugbúnað, svo sem farsímar, bílar og myndlyklar án þess að við verðum þess mikið vör. Við erum einnig óbeinir not- endur hugbúnaðar þegar við greiðum fyrir vörur í verslun eða ferðumst með flugvél eða lest. Þá erum við ekki við stjórnvölinn en engu að síður veltur það á gagn- semi og áreiðanleika hugbúnaðar- ins sem tækin innihalda hvort við getum keypt vörur eða komumst á áfangastað. Gallar Einn meginvandi sem við er að etja í hugbúnaði, rétt eins og í annarri tækniþróun, er að hug- búnaðurinn er ekki gallalaus. Þó svo að miklum tíma sé varið í að koma í veg fyrir galla, leita þeirra og gera ráðstafanir til þess að þeir valdi sem minnstu tjóni, virðist erfitt að útiloka þá alveg. Mýmörg dæmi eru um slíka galla. Peter G. Neumann (http://- catless.ncl.ac.uk/risks) hefur í mörg ár safnað heimildum um slíka galla og eru nokkur dæmi nefnd hér en þau vísa til ákveð- inna tilvika. • Villa í gögnum frá skynjurum um stefnu/halla tiltekinna flug- véla gat valdið röngum við- brögðum flugstjóra, of miklu vinnuálagi eða fráviki frá upp- haflegri flugleið. • Hætta er á að vírusar, sem komast í hugbúnað bíla í gegn- um þráðlaus tæki, geti valdið bilunum eða innrás í einkalíf með því að njósna eða senda tónlist eða hljóð í hátalara. • Viðskiptavinir símafyrirtækis nokkurs voru án sambands vegna bilunar í gagnagrunni. • Tölvustýrt tilkynningakerfi í lestum las rangar tilkynningar fyrir farþega. Eins og sést á þessum dæmum, geta gallar verið margvíslegir. Þeir geta leitt til fjárhagstjóns, líkams- tjóns, minnkandi tækniforskots samfélags, eða minnkandi trausts notenda. Galli er ekki aðeins að eitthvað virkar ekki rétt, þ.e. að ekki fæst rétt niðurstaða, eins og í dæminu um flugstjórnarkerfið hér að ofan, heldur getur galli falist í því að virkni í hugbúnaði hentar ekki notandanum eða gerir hann óöruggan um hvernig hann eigi að leysa verk úr hendi. Til að þessu sé náð verður hugbúnaðar- fræðingur að þekkja vel það um- hverfi sem búnaðurinn á að vera í. Hugbúnaður vinnur ekki í ein- angrun, heldur geta margar utan- aðkomandi ógnanir steðjað að réttri virkni. Nýlegt dæmi sýndi þetta glögglega þar sem fjárhæðir voru færðar á milli bankareikn- inga með ólögmætum hætti. Í kjölfarið brugðust hugbúnaðar- fræðingar í bönkunum við á rétt- an hátt með því að gera aðgangs- stýringar að bankafærslum örugg- ari. Þjálfun Aðeins góð undirstöðuþjálfun, viðhald og þróun þekkingar, ásamt mikilli reynslu gera okkur fær um að búa til sífellt betri hug- búnað. Nýverið hafa tvö stærstu fagfélög í tölvunarfræði og hug- búnaðarverkfræði, IEEE og ACM, sameinast um að gefa út náms- skrá fyrir hugbúnaðarverkfræði (http://sites.computer.org/ccse/). Námsskráin var gefin út í kjölfar þess að félögin tóku höndum saman um að birta lýsingu á því hvaða þekking er nauðsynleg hugbúnaðarverkfræðingum. Þjálf- un hugbúnaðarverkfræðinga þarf að vera fjölbreytt. Að mati David Parnas og Lillian Chik-Parnas eru eftirfarandi námsgreinar meðal þess sem ætti að leggja áherslu á: Siðfræði og félagsleg ábyrgð, inn- sæi og þroski, sveigjanleiki, sam- skipti, stærðfræði, hugbúnaðar- tækni, hönnun, vísindalegar að- ferðir, verkefnisstjórnun og hag- fræði. Eftir að hafa skoðað dæmi um gallana hér að ofan ætti þessi listi ekki að koma neinum á óvart. Aukið traust og nýsköpun Þjálfun og símenntun hugbúnað- arverkfræðinga eru meðal tilmæla bandarískrar nefndar (CNSS, Cent- er for National Software Studies) um stefnumörkun í hugbúnaðar- geiranum til tíu ára. CNSS bendir á að fjölga þurfi nemendum í tölvunarfræði, hugbúnaðarverk- fræði og tölvuverkfræði. Nefndin mælist einnig til þess að rann- sóknir í hugbúnaðarfræði verði efldar í nánu samstarfi háskóla og atvinnulífs, reynt verði að auka traust á hugbúnaði og að lögð verði meiri áhersla á nýsköpun í hugbúnaðariðnaði. Að lokum er ekki úr vegi að nefna nokkrar gersemar í hug- búnaði sem við njótum góðs af. Sem dæmi má nefna vefrápara og Internetið, árekstravara í flugvél- um (sem forðuðu slysi yfir Noregi nýverið), stafræna tónlistarspilara, myndgreiningu til lækninga og farsíma svo eitthvað sé nefnt. Heimildir: David Parnas og Lillian Chik-Parnas, Goals for Software Engineering Student Education, ACM SIGSOFT Software Engineering Notes, vol. 30, no. 4, p. 6-8 Software 2015: A National Software Strategy to ensure U.S. Security and Competitiveness, 29 apríl, 2005, Center For National Software Stu- dies. http://www.cnsoftware.org/nss2report/NSS2Final- Report04-29-05PDF.pdf Hugvit er eitt af 10 stærstu hug- búnaðarfyrirtækjum landsins og hefur á undanförnum árum verið leiðandi í hópi íslenskra fyrir- tækjaí útflutningi hugbúnaðar- lausna frá Íslandi. Fyrirtækið hef- ur um langt skeið unnið að því að byggja upp viðskiptatengsl og markaðstöðu í Bretlandi, á Norð- urlöndum, og jafnframt unnið að því að vinna ný svæði í Þýska- landi, Eystrasaltsríkjunum og Mið- og Austur-Evrópu. Grunnurinn er lausnir á viðskiptavandamáli Flaggskip Hugvits er GoPro hug- búnaðurinn sem samþættir mála-, skjala- og samskiptastjórnun auk stjórnunar verkferla. Fyrirtækið þróar hugbúnaðinn jöfnum hönd- um bæði fyrir Microsoft-umhverfi og Lotus Notes-umhverfi IBM. GoPro kerfið hefur yfir að ráða fjölda innbyggðra verkfæra og handhægra lausna sem koma not- endum til góða og auka fram- leiðni þeirra. Í stjórnsýslu má segja að lausnin auki gegnsæi starfseminnar, auðveldi aðgang að upplýsingum og styrki þar með starfsemi stofnana og lýðræðislegt ferli samfélagsins. Samvinna um þróun lausna fyrir stjórnsýslu Samvinna Hugvits og stjórnsýsl- unnar á Íslandi undir forystu ráðuneytanna og Garðabæjar hafa skapað einstaka sérstöðu sem hefur átt mikinn þátt í að skila Ís- landi í fremstu röð þjóða í notkun upplýsingatækni. Þessi vinna ásamt öðrum sam- bærilegum verkefnum innan stjórnsýslunnar er ein forsenda þess að nú er Ísland í hópi þeirra ríkja sem skara fram úr á sviði raf- rænnar þjónustu og gegnsæis (transparency) þjóðfélagsins. Það gagnast einstaklingum og atvinnu- lífinu og er um leið sóknarfæri Hugvits til landvinninga erlendis. Horft til aðgengis og skipulags Grunnurinn að GoPro lausnum Hugvits var lagður í nánu sam- starfi við sérfræðinga í ráðuneyt- um á Íslandi undanfarin 10 ár þar sem horft hefur verið til afkasta, aðgengis og skipulags upplýsinga. Næsta skef í aðgengi upplýs- inga og ferla var stigið með sam- starfsverkefni Hugvits og Garða- bæjar með þróun og smíði lausn- ar fyrir rafræna stjórnsýslu hjá Garðabæ. Í því verkefni er tekist á við það með hvaða hætti íbúar eiga að geta haft samskipti við stjórnsýslu, hvernig þeir geta haft greiðan aðgang að „sínum gögn- um“ og verið virkir þáttakendur í starfi og umræðum um málefni ríkis og sveitarfélaga. Verkefnið er einstakt því þar eru leyst fjölmörg þeirra flóknu vandamála sem upp koma þegar saman fara aðgangur að persónu- upplýsingum og opnun stjórnsýsl- unnar upp á gátt. Verkefnið er ennfremur ein- stakt þegar horft er til þess að í fyrsta skipti er nú útfært líkan sem gefur einstaklingi kost á að skilgreina áhugamál sín og við- horf og fá aðgengi að upplýsing- um, og upplýsingar sendar til sín, á grundvelli þeirrar flokkunar - án þess að stjórnvöld geti séð þá flokkun enda snýr hún að einka- málum viðkomandi. Oxford Háskóli, Scotland Yard og EFTA bætast í hóp notenda Á síðasta ári bættust fjölmargir nýir notendur við þann hóp sem notar GoPro lausnir. Þannig er GoPro nú notað sem öflugt verk- ferlastjórnunarkerfi til að stýra umfangsmiklu styrkjaumsýslukerfi Oxford-háskóla. Á sama hátt nýt- ist GoPro Lundúnalögreglunni, Scotland Yard, til að halda utan um alla upplýsingagjöf í samræmi við nýju bresku upplýsingalögin. Í Brussel sér GoPro um styrkjakerfi EFTA. Þannig mætti lengi áfram telja. Hugvit býður þessar lausnir bæði á Íslandi og erlendis. Samstarf við IBM og Microsoft Á sama tíma og mikil áhersla hef- ur verið lögð á þróun lausna í samvinnu við innlenda aðila hefur fyrirtækið leitað eftir samvinnu við leiðandi fyrirtæki í tækniiðn- aðinum. Þannig hefur tekist náin samvinna við bæði IBM og Microsoft í Evrópu. Spennandi ár framundan Árið 2006 er afar spennandi fyrir fyrirtækið. Nýir samstarfssamning- ar hér á landi eru í burðarliðnum og stefnt er að enn frekari vexti erlendis, einkum þó í Bretlandi sem er í dag orðinn mikilvægasti markaður fyrirtækisins utan Ís- lands. Þá mun nýr samstarfssamn- ingur Hugvits við IBM á Norður- löndum, sem undirritaður var í lok desember 2005, færa fyrirtæk- inu ný og áður óþekkt tækifæri til vaxtar. Um er að ræða samning um markaðssetningu GoPro til smárra og meðalstórra fyrirtækja á Norðurlöndum þar sem IBM styð- ur þétt við bakið á Hugviti. Samn- ingurinn grundvallast á þeirri staðreynd að fyrir hverja GoPro sölu fylgir umtalsverð sala á IBM hugbúnaði og vélbúnaði. Þá er í bígerð víðtækt samstarf við Microsoft um sveitarstjórnarlausnir í Mið- og Suður-Evrópu. Meiri kraftur í þróun „Hugbúnaðarþróun í samvinnu við íslenska viðskiptavini er lyk- iláhersla í starfsemi Hugvits og við státum okkur af því að eyða hlutfallslega meiri krafti í þróun hugbúnaðar en önnur fyrirtæki á okkar sviði á Norðurlöndum. Við byggjum á öryggi, trausti og heiðarleika og höfum það sem okkur leiðarljós. Upplýsingatækn- in og Hugvit þar á meðal á alla möguleika á að taka flugið á þessu ári og á allra næstu misser- um og við horfum spennt fram á veginn“ segir Ólafur Daðason, framkvæmdastjóri Hugvits. Gallar og gersemar í hugbúnaði – eftir Ebbu Þóru Hvannberg, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands  Ebba Þóra Hvannberg.  Þróunarteymi Hugvits. Uppbygging þekkingarfyrirtækja er langur ferill – eftir Ólaf Daðason, framkvæmdastjóra Hugvits

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.