Morgunblaðið - 23.03.2015, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2015
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Prag
Frá kr.89.900
m/morgunmat
st
án
fy
rir
va
ra
.
SÉ
RT
ILB
OÐ
Hotel Penta
Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.
23. apríl
í 4 nætur
Sumardagurinn fyrsti í
FRÉTTASKÝRING
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Árni Páll Árnason, formaður Sam-
fylkingarinnar, segir að landsfund-
arhelgin hafi gengið vel. Hann hafn-
ar því að flokkurinn sé laskaður eftir
atburði föstudagsins þar sem hallar-
bylting var reynd.
Formannskosningin tók alla at-
hygli af öðru starfi fundarins og
mörg þung orð hafa verið látin falla
yfir helgina. Venjan er að eftir lands-
fundi komi sterkar ályktanir fram,
vissulega er staðan þannig einnig nú,
en formannsslagurinn hefur vakið
mesta athyglina.
Árni segir að sterk lýðræðishefð
sé í Samfylkingunni og þetta sé ekki
fyrsta dæmið um átök innan flokks-
ins.
Sigríður mikilvægur hlekkur
„Það er óhjákvæmilegt þegar hart
er tekist á að hver túlki það með sín-
um hætti. Við höfum líka reynslu af
því að snúa bökum saman og ég hef
trú á að það verði gert. Við Sigríður
höfum unnið vel saman og hún er
góður félagi. Ég hlakka til að starfa
áfram með henni, hún er mikilvægur
hlekkur í forustusveit flokksins,“
segir Árni sem mun hitta Sigríði í
dag þegar þingflokksfundur fer fram
en þau voru í símasambandi í gær
þar sem þau fóru yfir málin og Árni
segist telja að þau geti átt gott sam-
starf.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur komið til tals að næsta
landsfundi, sem er á dagskrá 2017,
gæti verið flýtt og er rætt um að
halda hann í september 2016. Sömu
heimildir segja að ef Árni Páll nái
ekki vopnum sínum muni hann jafn-
vel stíga frá borði og hleypa varafor-
manninum Katrínu Júlíusdóttur að.
Katrín er vinsæl í flokknum, vel liðin
og óumdeild.
Árni segist gefa lítið fyrir slíkt.
„Ein mikilvægasta ályktunin sem við
samþykktum eru aðgerðir í húsnæð-
ismálum. Bráða- og langtímaáætlun
í húsnæðismálum. Það er margt sem
stendur eftir þennan fund og við
stöndum sterk.“
Átök og baktjaldamakk
Árni Páll segir það óhjákvæmilegt þegar hart er tekist á að hver túlki
það með sínum hætti Hittir Sigríði í dag Næsta landsfundi flýtt?
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Formaðurinn Árni Páll segir að þegar hart er tekist á túlki það hver með sínum hætti.
Landsfundur Samfylkingarinnar
Árni Páll áfram formaður
Árni Páll var kjörinn formaður flokksins þar
sem hann hlaut 241 atkvæði en Sigríður
Ingibjörg 240 atkvæði. Anna Pála Sverrisdót-
tir hlaut 1 atkvæði, en allir landsfundarfull-
trúar voru í kjöri skv. reglum flokksins um
formannskjör á landsfundi. 5 atkvæðaseðlar
voru auðir. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður
Samfylkingarinnar, bauð sig ein fram til
varaformennsku.
Fundurinn markaði
endapunkt stefnumót
unarstarfs sem farið hefur
fram í aðildarfélögum
um allt land á síðustu
mánuðum og fyrir liggja
ályktanir um allflest
málasvið þjóðfélagsmála.
Meðal stefnumarkandi áherslumála sem samþykkt voru á fundinum voru:
Að Samfylkingin komi á róttækum breytingum á húsnæðismarkaði. Auka þarf án tafar framboð á leiguhúsnæði, halda
aftur af hækkun leiguverðs, hækka húsaleigubætur og gera fyrstu kaupendum og tekjulágummögulegt að fjármagna sín
fyrstu íbúðakaup.
Vinda á ofan að leit af jarðefnaeldsneyti og vinnsluáformum á Drekasvæðinu og lýsa því yfir að þjóðin hyggist ekki nýta
mögulega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni í samhengi við samninga á alþjóðavettvangi um loftslagsmál. Vinnsla jarðef-
naeldsneytis er ekki í samræmi við hagsmuni Íslendinga og skapar hættu á mengunarslysum og umhverfisógn við fiskimið
okkar. Þá skaðar hún ímynd Íslands sem náttúruparadísar og ferðamannastaðar.
Til að efla lýðræðisvitund ungs fólks samþykkti landsfundur meðal annars að hefja vinnu semmiðar að því að lækka
kosningaaldur niður í 16 ár, en að aldurstakmark kjörgengis haldist óbreytt.
Svo að tryggja megi jafna stöðu allra trúar og lífsskoðunarfélaga og skapa samfélag án
mismununar var samþykkt að öll félög hefðu sömu stöðu gagnvart ríkisvaldinu. Þá verði
unnin skýr aðgerðaáætlun semmiði að því að ríki og kirkja verði aðskilin.
Milliríkjaviðskipti landsins eru að langstærstumhluta við aðrar Evrópuþjóðir, rúmlega 80% í
krafti EES samningsins. EES samningurinn nálgast nú þolmörk gagnvart innlendri stjórnskipan og
jafnframt reynist sífellt erfiðara að trygga samræmdar reglur á evrópska efnahagssvæðinu eftir því
sem stjórnskipan Evrópusambandsins breytist. Framtíðarsýn Samfylkingarinnar byggir því á fullri
aðild að Evrópusambandinu.
Ný framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar.
Inga Björg Bjarnadóttir, Björk Vilhelmsdóttir,
Sigurður Kaiser,AnnaMaría Jónsdóttir,
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson og Ásþór
Sævar Ásþórsson voru kjörin aðalmenn í
framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar. Ásþór
Sævar færðist upp vegna laga flokksins
um kynjakvóta í öllum ráðum og nefndum
flokksins og verður aðalmaður í stað Sigrúnar
Ríkharðsdóttur sem varð sjötta í kjörinu.
*
*
*
*
*
Tillaga Ungra jafnaðarmanna um að
hafna áformum um olíuvinnslu hlaut af-
gerandi kosningu í atkvæðagreiðslu á
landsfundinum. Í tillögunni eru mistök
Samfylkingarinnar í málinu viðurkennd.
„Það voru mistök að hefja þessa veg-
ferð. Að úthluta leyfum til olíuvinnslu.
Það sem fundurinn samþykkir er að
vinda ofan af því,“ segir Árni Páll.
Orð Össurar Skarphéðinssonar frá
því í fyrra hafa verið rifjuð upp af þessu tilefni en Össur
var ötull talsmaður olíuvinnslu. „Ég lagði sem iðn-
aðarráðherra grunninn að fyrstu útboðunum á Dreka-
svæðinu og sem utanríkisráðherra átti ég þátt í að ýta
undir fjárfestingar í olíuleit,“ sagði Össur í viðtali við vef-
miðlinn Eyjuna. Ekki náðist í Össur vegna málsins.
Árni Páll segir að helstu sóknarfæri landsins séu í
hreinni ímynd. „Við teljum að það sé svo fjarlægur mögu-
leiki að þessi vinnsla skapi okkur einhverjar tekjur og það
sé svo ólíklegt að það verði á næstu áratugum, að það sé
æskilegast út frá okkar hagsmunum að ákveða að nýta
þetta ekki og það verði framlag okkar til alþjóðasamninga
í loftslagsmálum. Það þarf ekki mikið slys á þessu erfiða
hafsvæði til að framtíð okkar sem fiskveiðiþjóð sé úr sög-
unni. Óvissan er of mikil. Þetta er fórn en skynsamleg nið-
urstaða,“ segir Árni Páll.
Fórn en skynsamlegt
Eva Indriðadóttir, formaður Ungra
jafnaðarmanna, var ánægð með
landsfund Samfylkingarinnar. Hún
telur að flokkurinn hafi tekið stórt
stökk inn í framtíðina á landsfundi
sínum en töluverðar breytingar urðu
á stefnu flokksins og umskipti í af-
stöðu til stórra mála á borð við að-
skilnað ríkis og kirkju, olíuvinnslu
og mannréttindi. „Það voru mörg og
mikilvæg málefni samþykkt og sett í stefnu flokksins.
Þá fyrir tilstuðlan ungra jafnaðarmanna. Tillögur okk-
ar voru samþykktar þannig að það er mikið fagnaðar-
efni.“
Hún segir að fundurinn hafi verið tíðindamikill en
meðal baráttumála hreyfingarinnar sem hlutu sam-
þykki á landsfundi voru afglæpavæðing fíkniefna, nú-
tímaleg landbúnaðarstefna, lögleiðing þriðja kyns, lög-
festing NPA-þjónustuforms fyrir fatlað fólk,
umhverfisvæn norðurslóðastefna, feminísk nálgun á
þróunaraðstoð og aðskilnaður ríkis og kirkju.
„Þetta var sögulegur fundur. Fundur sem við eigum
trúlega aldrei eftir að gleyma. Þetta var mikill tilfinn-
ingarússibani og mikið um að vera. En að lokum fórum
við sátt frá fundi með okkar vinnu. Við lögðum mikið
undir og unnum mikið og gott starf fyrir fundinn. Ég
held að Ungir jafnaðarmenn hafi aldrei áður lagt jafn
mikið í málefnavinnu og nú – sú vinna skilaði sér. Það
sannaði að ef maður ætlar að ná sínu fram þá þarf að
leggja á sig.“
Samfylkingunni
breytt til frambúðar
Þórunn Sveinbjarnardóttir, fram-
kvæmdarstjóri Samfylkingarinnar,
var ánægð eftir helgina þrátt fyrir
átökin á föstudaginn.
„Laugardagurinn var frábær, allir
mættu og fólk tók virkan þátt saman.
Það var góður andi yfir og gleði. Gekk
mjög vel eftir sögulegan föstudag. Ef
ég tala fyrir sjálfa mig þá er ég mjög
ánægð með mjög margt á þessum
fundi. Hann gekk vel og var málefnalegur. Það eru skipt-
ar skoðanir um formannskosninguna en niðurstaðan er
komin og við vinnum úr henni. Hvert atkvæði skiptir
máli – þessi kosning minnir mann á það. Mér fannst
mjög margt gott gerast. Á landsfundi er öll stefnan undir
og að langstærstum hluta erum við að ydda stefnumálin
og uppfæra þau í takt við tímann. Það voru tíðindi í um-
hverfismálunum og mig grunar þegar tíminn líður að það
verði mat manna að þar liggja stærstu tíðindin.“
Ánægð með helgina
Kosningin til formanns var rafræn og átti að taka
skamma stund að tilkynna um sigurvegara. Það
dróst hinsvegar vegna bilunar í tölvukerfinu að sögn
Þórunnar Sveinbjarnardóttur, framkvæmdastjóra
Samfylkingarinnar. „Það höfðu nokkrir fengið villu-
meldingu úr rafræna kerfinu og það þurfti að sann-
reyna hvort atkvæðin hefðu skilað sér. Það tók rúm-
an klukkutíma að skoða það. Hefði villumeldingin
ekki komið upp hefðu úrslitin verið tilkynnt nánast
um leið og kosningu lauk.“
Tölvukerfið klikkaði
KOSNINGIN TAFÐIST
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrver-
andi formaður Samfylkingarinnar,
settist einnig við lyklaborðið á Facebo-
ok:
„Hvernig svo sem framboð Sigríðar
Ingibjargar er tilkomið var það mis-
ráðið því það gat aldrei farið öðruvísi
en illa eða annað tveggja – skilað lösk-
uðum formanni eða formanni með
mjög óljóst umboð,“ skrifaði Ingibjörg
Sólrún, en misráðið er annað orð yfir mistök og vitleysu.
Hún sagðist ennfremur vera hugsi yfir stöðunni í Sam-
fylkingunni eins og hún birtist henni í umræðunni.
„Ég þekki vel bæði Árna Pál og Sigríði Ingibjörgu og
hef átt með þeim langa samleið í stjórnmálum. Þau eru
ekki klækjastjórnmálamenn og þess vegna rennur mér til
rifja að sjá þau í aðalhlutverkum í þeim darraðardansi sem
fram fór um helgina á landsfundi Samfylkingarinnar.
Það er ekkert athugavert við það að bjóða sig fram gegn
sitjandi formanni en Samfylkingin hefur mótað sér
ákveðnar reglur um hvernig formannskjör eigi að fara
fram og það er mjög mikilvægt að þær reglur séu virtar en
ekki reynt að nýta glufu í regluverkinu til að steypa sitj-
andi formanni,“ skrifaði Ingibjörg.
Gat aldrei farið öðruvísi en illa