Morgunblaðið - 23.03.2015, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2015
Viðreisn
www.vidreisnin.is
Kostir og gallar við aðild að
Evrópusambandinu
Fundarstjóri:
Fundurinn er opinn öllum
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við
Háskóla Íslands:
Evran, peningastefnan og afnám hafta
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Frummælendur:
Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á
Bifröst:
Fullveldisafsal, samstarf eða sameining?
Viðreisn heldur opinn fund um Evrópumál mánudaginn
23. mars klukkan 17:00 - 18:30
Fundurinn verður haldinn á Hótel Hilton Nordica
við Suðurlandsbraut
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Söfnun hlutafjár vegna fyrirhug-
aðrar uppbyggingar hraðlestar frá
Reykjavík til Keflavíkurflugvallar
gengur vel og hafa erlendir sérfræð-
ingar metið verkefnið fýsilegra en
upphaflega var lagt upp með.
Þetta segir
Runólfur Ágústs-
son, verkefna-
stjóri Ráðgjafar
og verkefna-
stjórnunar, en
hann hefur verið í
forsvari við þróun
verkefnisins.
Gert er ráð fyrir
einni stoppistöð í
suðurhluta höf-
uðborgarsvæð-
isins í upphafi og að hluti leiðarinnar
verði í undirgöngum.
Gengur hugmyndin út á að lestin
fari alla leið inn í miðborg Reykja-
víkur, að endastöð á BSÍ.
Runólfur bindur vonir við að söfn-
un hlutafjár verði lokið í vor.
„Við erum að undirbúa söfnun
hlutafjár. Það gengur ágætlega og
vonandi verður eitthvað að frétta af
því með vorinu. Verkefnið er auðvit-
að mjög umfangsmikið. Við höfum
líka verið að endurskoða viðskipta-
áætlunina og fengið erlenda aðila til
að rýna hana. Það lítur mjög vel út
og ef eitthvað er virðist verkefnið
vænlegra en lagt var upp með.
Meta forsendur
í ferðamennsku
Þarna er um að ræða erlenda aðila
sem hafa sérþekkingu á svona
rekstri. Þeir hafa farið yfir við-
skiptaáætlunina og við höfum gert
ákveðnar breytingar á viðskiptalík-
aninu. Svo byggjum við líka á spám
um þróun og forsendur í ferða-
mennsku á Íslandi. Þær forsendur
hafa batnað og það skiptir líka máli,“
segir Runólfur.
Runólfur segir næsta skref að
gera útboðsgögn.
„Við erum að undirbúa að stofna
hlutafélag um málið, sem yrði þá
þróunarfélag um verkefnið. Það
myndi þá kosta fyrsta fasann, sem
er að ramma verkefnið inn og gera
ákveðnar grunnrannsóknir. Ég
myndi ætla að ef allt gengi upp yrði
þróunarfélagið stofnað í vor, eða
snemma í sumar, og að verkefnið
gæti þá farið á fullt, vonandi innan
árs. Þá er ég að vísa til annars
áfanga verkefnisins sem er hönnun,
gerð útboðsgagna, mat á umhverfis-
áhrifum og skipulagsmál. Þriðji og
síðasti áfangi er svo alþjóðleg fjár-
mögnun og framkvæmd,“ segir Run-
ólfur.
Hraðlest milli Keflavíkurflugvallar
og Reykjavíkur*
Leiðin yrði um 47 km og ferðatíminn 15 - 17 mínútur
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Straumsvík
Gangamunni
Endastöð
við BSÍ í
Vatnsmýri
Lest gengur
neðanjarðar
Hafnarfjörður
Álftanes
Garðabær
Kópavogur
Reykjavík
*Dæmi um hvernig leiðin gæti litið út samkvæmt grófri lýsingu aðstandenda verkefnisins.
Lest gengur ofanjarðar
Keflavíkurflugvöllur
Reykjavík
Hraðlestin metin væn-
legri kostur en áður
Vonast til að ljúka söfnun hlutafjár í vor Keflavík að BSÍ
Runólfur
Ágústsson
„Við erum gáttaðir á þeim móttökum sem við fengum.
Það voru elduð um 55 lambalæri ofan í mannskapinn,
bæði sett á grill og kyntir allir ofnar í hreppnum,“ seg-
ir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar, um móttökur íbúanna í
Árneshreppi, en tækjamót björgunarsveitanna var
haldið í Trékyllisvík á Vestfjörðum um helgina.
Rúmlega 300 björgunarsveitarmenn tóku þátt í
tækjamótinu frá 47 björgunarsveitum alls staðar að af
landinu. Mættu björgunarsveitirnar til leiks með rúm-
lega hundrað vélsleða, 53 jeppa og nokkur fjórhjól og
snjóbíla. Jón segir tækjamótið efla starf björgunar-
sveita og ekki síst félagsstarfið. „Þetta er efling á allan
hátt,“ sagði Jón. ash@mbl.is
Tækjamót björgunarsveita var á Vestfjörðum um helgina
Ljósmynd/Guðbrandur Örn Arnarson
Íbúarnir grilluðu ofan í björgunarsveitir
SKÁK
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Skákfélagið Huginn er Íslandsmeist-
ari skákfélaga keppnistímabilið 2014-
2015 en fjórar síðustu umferðir Ísl-
landsmótsins fóru fram í Rimaskóla
um helgina. Fyrir lokasprettin sóttu
sveitir Taflfélags Reykjavíkur og
Taflféags Vestmannaeyja hart að
efsta liðinu en þrátt fyrir stóra sigra
hélt Huginn forystunni allt til enda.
Tíu sveitir tefldu í efstu deild og fór
keppnin fram á átta borðum í hverri
umferð. Lokaniðurstaðan varð þessi:
1. Huginn 56½ v. (af 72 mögu-
legum) 2. Taflfélag Reykjavíkur 55 v.
3. Taflfélag Vestmannaeyja 52½ v. 4.
Fjölnir 38 v. 5. Taflfélag Bolung-
arvíkur 36 v. 6. Skákfélag Akureyrar
33½ v. 7. Vikingaklúbburinn 29½ v. 8.
Huginn b-sveit 25 v. 9. Skákfélag
Reykjanesbæjar 17½ v. 10. Skákfélag
Íslands 16½ v.
Íslandsmótið fer fram samkvæmt
hefð í tveimur hlutum en fyrri hlutinn
fór fram sl. haust. Reglur keppnnnar
gera ráð fyrir að erlendir keppendur
megi vera tveir í hverri umferð. Meðal
erlendu stórmeistaranna sem tefldu
með sveit Hugins voru Englending-
urinn Gawain Jones, Búlgarinn Chep-
arinov, Hollendingurinn Robin Van
Kampen og Kanadamaðurinn Eric
Hansen. Hjörvar Steinn Grétarsson
og Stefán Kristjánsson tefldu allar
níu umferðirnar fyrir Hugin.
Íslandsmótið fór fram í fjórum
deildum. Í 2. deild sigrað Taflfélag
Reykjavíkur. Í 3. deild sigraði c-sveit
Taflfélags Reykjavíkur og í 4. deild
sigraði d-sveit Taflfélags Reykjavík-
ur.
Jón beið í 45 ár eftir sigri
yfir stórmeistara
Talsvert var um óvænt úrslit í
keppni helgarinnar. Baldur Krist-
insson sem tefldi fyrir b-sveit Hugins
vann stórmeistarann Margeir Pét-
ursson í 6. umferð. Í 7. umferð vann
Rúnar Sigurpálsson Portúgalann
Louis Galego, Stefán Bergsson vann
Helga Áss Grétarsson í 8. umferð og í
sömu umferð vann Guðmundur Kjart-
ansson sigur á Jóhanni Hjartarsyni.
Þegar seinni hluti Íslandsmótsins
hófst sl. fimmtudagskvöld var það
hinn 72 ára Jón Kristinsson sem átti
sviðið er hann vann Henrik Dani-
elsen sem tefldi fyrir Taflfélag Vest-
manaeyja á sannfærandi hátt. Jón
var einn sigursælasti skákmaður Ís-
lands á sjöunda og áttunda áratug
síðustu aldar. Um miðjan áttunda
áratuginn var hann ráðinn útbús-
stjóri Búnaðarbanka Íslands á
Hólmavík og hætti þá taflmennsku að
mestu leyti. En hann er byrjaður aft-
ur og hefur verið með á tveim síðustu
Reykjavíkurskákmótum. Á Reykja-
víkurmótinu árið 1970 vann hann
stórmeistarana Friðrik Ólafsson og
Milan Matulovic og í Rimaskóla 45
árum síðar kom næsti sigur:
Jón Kristinsson - Henrik Dani-
elsen
1. d4 d6 2. c4 e5 3. Rc3 exd4 4.
Dxd4 Rc6 5. Dd2 Rf6 6. g3 Be6 7.
Rd5 Re5 8. b3 Re4 9. Dc2 Rc5?!
Svartur átti sterkari leik 9. … Bf5.
10. Bb2 c6 11. Rf4 Be7 12. b4 Bf6
13. Hc1 Rd7 14. Rxe6 fxe6 15. Bh3
0-0 16. f4 Db6? Hæpin mannsfórn.
Eftir 16. … Rf7 17. Bxe6 hefur svart-
ur vissar bætur fyrir peðið.
17. fxe5 Rxe5 18. Dd2 Had8 19.
Bd4 c5 20. Be3 d5
Hann varð að bregðast hart við lið-
skipunaráformum svarts.
21. Bxc5 Da6 22. b5 Da4 23.
Bxe6+ Kh8 24. Bxd5 Hfe8 25. Bd4
Hxd5 26. cxd5 Bg5 27. e3! Rg4 28.
Hc3 Bxe3 29. Bxe3 De4 30. Rf3!
Dxf3 31. Hf1 De4 32. d6 Rxe3 33.
Hxe3!
33. … Db1+
Gegn leiknum sem blasir við:
33. … Dxe3+ hafði Jónfundið snjalla
vinningsleið:
34. Dxe3+ Hxe3 35. Kf2! He8 36.
d7 Hd8 37. He1! og vinnur.
34. Ke2 Dxb5+ 35. Dd3 Db2+ 36.
Kf3
og svartur gafst upp.
Skákfélagið Huginn
varð Íslandsmeistari