Morgunblaðið - 23.03.2015, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2015
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Undanfarin tíu ár hefur fæðingar-
deildum á Íslandi fækkað úr 14 í átta
og ekki stendur til að fjölga þeim. Af
þessu hefur leitt að fjöldi kvenna ut-
an af landi þarf að
fara úr sinni
heimabyggð til að
fæða börn sín.
Arney Þórarins-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Bjarkarinnar,
sem er hópur ljós-
mæðra sem bjóða
upp á heimafæð-
ingar og þjónustu
þeim tengda á
höfuðborgarsvæðinu, gagnrýnir
þessa þróun. Hún segir heimafæð-
ingar ekki nógu vel kynntar og þær
bjóðist að öllu jöfnu ekki konum á
landsbyggðinni.
Í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar
heilbrigðisráðherra við fyrirspurn
Silju Daggar Gunnarsdóttur, þing-
manns Framsóknarflokksins, um
fæðingarþjónustu kemur fram að á
landinu séu nú starfandi átta fæðing-
ardeildir og að fæðingarstaðir séu
tíu, en hafi verið 14 fyrir tíu árum.
Ekki áform um fjölgun
Árið 2013 fæddust 4.236 börn á Ís-
landi. Rúm 76% þeirra fæddust á
Landspítalanum, flest hinna á fæð-
ingardeildum víða um land og 81
barn eða 1,9% fæddist í heimafæð-
ingum. Í svarinu segir að ekki séu
uppi áform um að fjölga fæðingar-
stöðum.
Arney segir hluta þessara heima-
fæðinga vera hjá konum af lands-
byggðinni sem komi á höfuðborgar-
svæðið til að fæða í heimahúsum, því
þær vilji af ýmsum ástæðum ekki
fæða á sjúkrahúsi og möguleiki á
heimafæðingu sé ekki í þeirra heima-
byggð því þar sé engin ljósmóðir.
„Auðvitað eru allar þessar konur
hraustar og hafa átt eðlilega með-
göngu, annars kæmi þessi kostur
ekki til greina. Það að fæða heima, er
ekki nægilega vel kynnt fyrir for-
eldrum og við myndum vilja sjá að
komið yrði upp aðstöðu fyrir þær
konur utan af landi sem vilja fæða á
þennan hátt.“
Í áðurnefndu svari heilbrigðis-
ráðherra kemur fram að nú séu ekki
ætlaðar sérstakar íbúðir fyrir barns-
hafandi konur utan af landi og fjöl-
skyldur þeirra í nágrenni við fæðing-
arstað, en byggingu sjúkrahótels við
Landspítalann sé m.a. ætlað að bæta
úr þessu. Arney segir það spor í rétta
átt, því núverandi fyrirkomulag feli í
sér mikla mismunun. „Konan fer
ekki að heiman sama dag og hún á að
fæða, hún fer nokkru fyrr og fer yfir-
leitt ekki heim strax eftir fæðingu,
oftast er beðið eftir fimm daga skoð-
uninni á barninu. Þessu getur fylgt
heilmikill kostnaður, t.d. leiga á íbúð.
Það skiptir margar konur máli að
geta fætt börnin sín þar sem þær búa
og við myndum vilja sjá ljósmæðra-
þjónustu eflda á þeim stöðum þar
sem ekki eru fæðingardeildir.“
Þarf ekki að glata færni sinni
Eitt af því sem fram kemur í svari
heilbrigðisráðherra er að fæðingar
séu of fáar á minni stöðum til þess að
starfsfólk geti viðhaldið þjálfun sinni
og færni í fæðingarfræðum. Arney
gagnrýnir þennan málflutning. „Þó
að ljósmóðir taki ekki á móti mörgum
börnum á ári er ekki þar með sagt að
hún glati færni sinni. Ljósmæður á
minni stöðum gætu t.d. komið inn á
spítala um tíma til að vera við fleiri
fæðingar, þannig að þessi rök halda
ekki. Óöryggi kvenna úti á landi felst
í því að hafa ekki ljósmóður á staðn-
um ef barnið kemur t.d. fyrr en áætl-
að var.“
Fjórtán fæðingardeildir
2004, en eru átta núna
3/4 íslenskra barna fæðast á Landspítalanum
Ljósmóðir gagnrýnir litla áherslu á heimafæðingar
Morgunblaðið/Ásdís
Ungbarn Fæðingardeildum hér á landi hefur fækkað talsvert. Ljósmóðir
segir að samhliða því hefði mátt leggja meiri áherslu á heimafæðingar.
Arney
Þórarinsdóttir
Úr svari ráðherra
» Fæðingardeildir eru í
Reykjavík, Akureyri, Keflavík,
Akranesi og Ísafirði. Einnig í
Neskaupstað, Selfossi og í
Vestmannaeyjum þar sem þær
eru ljósmæðrastýrðar.
» Fæðingarstaðir eru skil-
greindir A,B,C og D eftir þjón-
ustustigi.
» Allar konur á Íslandi eiga
kost á mæðravernd í heima-
byggð.
Víkka á starfsemi Samtakanna 78
og opna þau fleiri hópum, sam-
kvæmt því sem samþykkt var á að-
alfundi þeirra nú um helgina. Fyrir
lá tillaga til lagabreytinga, sem fé-
lagar samþykktu einróma, það er
um að viðurkenna intersex fólk sem
formlegan hluta félagsins svo og
asexual fólk og pankynhneigða.
Vinna Samtökin ’78 því nú fyrir
réttindum stórs og fjölbreytts hóps,
allt undir merkjum hinsegin fólks.
Hilmar Hildarson Magnúsarson
var á aðalfundinum endurkjörinn
formaður án mótframboðs. María
Rut Kristinsdóttir, fv, formaður
Stúdentaráðs HÍ, kom ný inn í
stjórn sem varaformaður.
Um nýjar áherslur í starfi Sam-
takanna 78 sem nú varða víðari inn-
göngu segir Hilmar þær staðfesta
hugrekki. Ákvörðunin sé tímabær
og í samræmi við ný viðhorf í mann-
réttindabaráttu. sbs@mbl.is
Samtökin 78 opnuð fleira hinsegin fólki
Forysta Stjórn Samtakanna 78, Hilmar
Hildarson Magnúsarson lengst til vinstri.
„Hugmyndirnar eru góðar og það
væri gaman að sjá uppbyggingu í
þessum stíl verða að veruleika,“ seg-
ir Sigfús Kristinsson, bygginga-
meistari á Selfossi. Fjölmenni sótti
kynningu á nýju miðbæjarskipulagi
Selfosss um helgina en eins og fram
kom í Morgunblaðinu á laugardag
um helgina hafa forsvarsmenn Sig-
túns - þróunarfélags ehf. nú sam-
þykki bæjarráðs Árborgar til að
þróa hugmyndir sínar frekar. „Við-
tökur bæjarbúa eru hvetjandi og
menn áhugsamir um leigu hafa sett
sig í samband við okkur,“ segir Leó
Árnason, forsvarsmaður verkefnis-
ins.
Í áformum Sigtúnsmanna er undir
stórt svæði í hjarta Selfossbæjar,
beint andspænis Ölfusárbrú. Þar
hyggjast þeir reisa 20 til 30 timbur-
hús sem öll eiga sér fyrirmyndir í
húsum sem eru horfin. Þá er bygg-
ing sem er eftirlíking af miðalda-
kirkju og gömlum torfbæ hluti af
áformunum.
„Gömlu timburhúsin sem eru fyr-
irmyndir í þessu verkefni voru stíl-
hreinar byggingar. Jafnframt ein-
föld og því væri smíðin ekki flókin,“
segir Sigfús Kristinsson, smiður til
65 ára. „Það tíðkaðist lengi að rífa
flest eldri hús, ganga fram eins og
böðlar og rífa þau. En að fortíð skal
hyggja, ég man eftir mörgum þess-
ara húsa, sem nú stendur til að end-
urreisa. Þau voru yfirleitt um 60 til
70 fermetrar að grunnfleti. En pláss-
ið nýttist vel; kjallari, hæð og ris.
Menn eiga að halda fast í þennan
gamla stíl og forðast að láta arki-
tekta sem fylgja framúrstefnuhug-
myndum komast í málið. Þá gæti
miðaldakirkjan haft áhrif á verkefn-
ið, í tengslum við guðshús eru jafnan
heitar tilfinningar.“ sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Selfoss „Halda fast í gamla stílinn,“ segir Sigfús Kristinsson, smiður.
Framúrstefnuna
þarf að forðast
Miðbæjarhugmyndir fá hljómgrunn
„Að sauðburður hefjist svona er góð-
ur vorboði fyrir sálina,“ segir Guð-
björg Albertsdóttir, bóndi á Skíð-
bakka I í Austur-Landeyjum. Þar
búa þau Rútur Pálsson með 40 ær og
Elka heitir sú þeirra sem fyrst bar.
Það var síðastliðinn þriðjudag.
„Elka bar nokkru fyrr en ætla
mætti miðað við tilhleypingar í
haust. Hún hefur greinilega bjargað
sér með þetta sjálf. Nei, það er eng-
inn nýgræðingur kominn í tún svo
við höldum ánni og lambinu á húsi og
gerum vel við þau. Það er svo
snemma í maí sem sauðburður hefst
fyrir alvöru,“ segir Guðbjörg Al-
bertsdóttir og bætir við að nýfætt
lambið hafi svo sannarlega glatt fólk
á Skíðbakka. Ekki síst ungviðið og
hafi barnabarni sínu, Sóleyju Freyju
Albertsdóttur, þótt gaman að
skreppa í fjárhús um helgina.
sbs@mbl.is
Vorboðinn er kominn
Ljósmynd/Guðbjörg Albertsdóttir
Skíðbakki Sóley Freyja Alberts-
dóttir með lambið í fjárhúsinu.
H-Berg ehf | S. 565-6500 | hberg@hberg.is | hberg.is
FRÁBÆR
T
VERÐ
Nýjar vörur frá H-Berg
Túrmerikdrykkur Möndlumjólk
Íslensk framleiðsla