Morgunblaðið - 23.03.2015, Síða 13

Morgunblaðið - 23.03.2015, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2015 leidretting.is 442 1900 Opnunartími 9:30-15:30adstod@leidretting.is * Fyrir þá aðila sem gátu samþykkt frá og með 23. desember 2014. Frestur til að samþykkja höfuðstólsleiðréttinguna rennur út í dag* Það er einfalt að undirrita rafrænt 1 Þú skráir þig inn á leidretting.is og velur að „skoða útreikning“. 2 Þú smellir á hnappinn „hefja samþykktarferli“, skoðar niðurstöðuna og smellir á „samþykkja“. 3 Þú undirritar með rafrænum skilríkjum á farsíma eða korti. 4 Að lokum færð þú kvittun á skjáinn. Athugið að ferlinu er ekki lokið fyrr en kvittunin birtist. „Við höfum fisk- að vel að undan- förnu og þegar best lætur kom- ið með 14 tonn að landi eftir daginn. Þetta fiskirí varð hvatning til þess að kaupa nýjan bát,“ segir Heið- ar Magnússon, útgerðarmaður í Ólafsvík. Nýr 15 tonna bátur kom í Ólafsvíkurflotann fyrir helgina. Það er Brynja SH sem áður var Steinunn HF. Fyrir á Heiðar ann- an bát með sama nafni og sá nýi og fær sá nú nafnið Brynja II. Þess má geta að eiginkona Heið- ars heitir Brynja Mjöll Ólafs- dóttir. „Bátakaupin eru 40 milljóna króna fjárfesting. En þetta er vel viðráðanlegt, enda er ég með kvóta sem dugar til þess að við getum sótt sjó út maímánuð,“ seg- ir Heiðar sem ætlaði með nýju Brynju á sjó strax í nótt. „Við erum á línu, með 32 bala og höfum að undanförnu mikið verið á Flákunum norðan Önd- verðarness,“ segir Heiðar sem hefur verið með eigin útgerð frá árinu 2001. Hefur vegnað vel og kveðst munu halda í gamla bátinn að minnsta kosti fram yfir makríl- vertíð komandi sumars. sbs@mbl.is Góð afla- brögð voru hvetjandi Ljósmynd/Kristinn Jónasson Ólafsvík Brynja SH við bryggju. Báturinn er 14 t. og er á línuveiðum. Heiðar Magnússon  Ný Brynja SH í Ólafsvíkurflotann Árið 2001 spáði Vilhjálmur Bjarna- son, þingmaður og þáverandi sér- fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, því að hingað til lands myndi koma um ein milljón ferðamanna árið 2016. Kom þetta fram í erindi sem hann flutti á aðalfundi Samtaka ferða- þjónustunnar (SAF) en talan fékkst m.a. með því að framreikna þá fjölgun sem varð á ferðamönnum milli áranna 1990 og 2000. Þegar Vilhjálmur setti fram spá sína, árið 2001, var fjöldi ferða- manna 296.000. Sjö árum síðar var talan komin yfir 500.000 og í fyrra voru ferðamenn rúmlega 997.000. Er því nú spáð að um 1,2 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár. „Ég held að ég hafi nú farið nokkuð nærri í spá minni. Á þessum tíma var ég búinn að starfa í tæpt ár hjá Þjóðhagsstofnun og skrifaði skýrslu haustið 2000 um stöðu ferðaþjónustunnar,“ segir Vil- hjálmur og bendir á að við þá vinnu hafi hann þurft að kynna sér þróun ferðaþjónustunnar sem og skýrslur frá World Tourism Organisation. „Ég taldi það líklegt að aukn- ingin hér á landi yrði tvöföld sam- anborið við það sem World Tourism spáði í heiminum,“ segir hann en samtökin spáðu þá 4,3% vexti í ferðaþjónustu á næstu árum. Harpa mikilvægur hlekkur Í erindi sínu lagði Vilhjálmur m.a. áherslu á að viðskiptamenn yrðu aukinn hluti ferðamanna. „Á komandi árum þarf að hugsa um tegund ferðamanna og þá einkum þá sem gefa mikið af sér. Þær for- sendur eru nú komnar með Hörpu sem er mikill innviður fyrir ráð- stefnur af dýrari gerðinni og gull- náma fyrir ferðaþjónustuna.“ khj@mbl.is Spáin reyndist nærri lagi Morgunblaðið/Ómar Miðbær Erlendir ferðamenn eru áberandi á götum borgarinnar.  Vilhjálmur Bjarnason spáði fyrir um fjölda ferðamanna Bandaríski geim- farinn Owen Garriott heim- sótti Land- könnunarsafnið á Húsavík í gær og markaði fótspor sín í steinsteypu. Hann er fyrsti þátttakandinn í frægðargöngu (Walk of Fame) safnsins, en þar verður hægt að stíga í fótspor þekktra landkönnuða og geimfara. Garriott var í þjálfun hér á landi með Neil Armstrong árið 1967 og fór síðar í tvær geimferðir. Hann var hér staddur ásamt eiginkonu sinni vegna sólmyrkvans. Geimfari á Húsavík Geimfari Garriott sótti Húsavík heim.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.