Morgunblaðið - 23.03.2015, Page 14

Morgunblaðið - 23.03.2015, Page 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2015 Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Oft er talað umMagnesíum sem„anti –stress“ steinefni því það róar taugarnar og hjálpar okkur að slaka á. Magnesíum stjórnar og virkir um 300 ensím sem gegna mikilvægum hlutverkum í eðlilegri virkni líkamans. Það er nauðsynlegt fyrir frumumyndun, efnaskipti og til að koma á jafnvægi á kalkmyndun líkamans og fyrir heilbrigða hjartastarfsemi. Magnesíum er líka afar hjálplegt við fótaóeirð út af vöðvaslakandi eiginleikum þess. Mjög gott er að taka magnesíum í vökvaformi fyrir svefn til að ná góðri slökun og vakna úthvíldur. Magnesium vökvi • Til að auka gæði svefns • Til slökunar og afstressunar • Hröð upptaka í líkamanum • Gott til að halda vöðvunummjúkum Virkar strax Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Morgunblaðið sagði fyrst frá Grænni framtíð árið 2010. Fyrir- tækið var þá ekki orðið ársgamalt og nýbyrjað að kynna þá nýju þjónustu að endurnýta gömul og skemmd raftæki. Í dag, fimm árum síðar, er rekst- urinn orðið nokkuð stöndugur. Bjartmar Alexandersson, stofnandi og framkvæmdastjóri, segir starfs- menn í dag vera átta talsins, og fljótlega muni bætast við átta til viðbótar vegna stórra samninga sem náðust við tryggingafélög í Noregi og Svíþjóð. Stærstur hluti veltunnar hjá Grænni framtíð kem- ur frá Skandinavíu og Kanada en þjónusta við íslensk fyrirtæki leik- ur einnig veigamikið hlutverk. „Við höfum einkum starfað með tryggingafélögunum en líka unnið að ýmsum sérverkefnum, eins og þegar við tókum við öllum gömlu posunum þegar posatæknin var endurnýjuð á Íslandi, og risastóru verkefni sem við leystum með Landspítalanum þegar þar var skipt um prentara og fleiri raf- tæki,“ segir Bjartmar. Hann leggur áherslu á að Græn framtíð endurnýtir raftækin frekar en að endurvinna þau, og þá eink- um smærri tæki á borð við fartölv- ur, tónhlöður og snjallsíma. „Við notum einkum svokallaða A- og B- flokkun þar sem gert er við skemmd tæki með varahlutum úr öðrum notuðum tækjum sömu teg- undar. Úr tveimur skemmdum tækjum, A og B, má þannig búa til eitt nothæft tæki úr heillegum hlutum beggja tækja.“ Verndar auðlindir jarðar Að sögn Bjartmars mættu íslensk fyrirtæki vera duglegri að endur- nýta þau raftæki sem skemmast eða úreldast. „Öruggt er að lang- flestir láta raftækin í endurvinnslu, í samræmi við sína sorp- og um- hverfisstefnu, en með endurnýtingu er hægt að gera enn betur, gefa tækjunum framhaldslíf og þannig m.a. spara það hráefni, s.s. fágæta góðmálma, sem annars færi í að framleiða nýtt tæki.“ Fer endursamsetningin í flestum tilvikum fram á Íslandi en annars eru tækin send til samstarfsaðila Grænnar framtíðar í Evrópu. „Tækin sem við sendum frá okkur fara aldrei austar en til Póllands. Eflaust væri hægt að láta samsetn- inguna fara fram í SA-Asíu þar sem vinnuafl er ódýrara en með því að halda ferlinu innan Evrópu tryggjum við að starfsemin uppfylli reglugerðir Evrópusambandsins um raftækjaúrgang. Við viljum líka hafa sem mest af starfseminni á Ís- landi því við höfum orðið þess áskynja að erlendir viðskiptavinir kunna að meta orðspor Íslands og ímynd sem umhverfisvænt land.“ Sem fyrr segir eru það einkum tryggingafélög sem Græn framtíð þjónustar. Fær Græn framtíð þá í hendurnar skemmt raftæki sem tryggingafélagið hefur þurft að bæta tryggingatakanum. Græn framtíð greiðir fyrir tækið í sam- ræmi við ástand þess, og oft upp- hæðir sem um munar. „Í sumum tilfellum nær tryggingafélagið til baka allt upp í 30% af uppruna- legum tryggingarkostnaði,“ segir Bjartmar. Hvað verður um gögnin? Fylgt er ströngum ferlum og meðal annars rík áhersla lögð á gagna- öryggi. Á mörgum raftækjum eru oft viðkvæm persónuleg gögn, s.s. myndir og lykilorð, sem óprúttnir aðilar gætu nálgast þó tækið sé að öðru leyti ónothæft. Bjartmar segir almenning oft ekki gera sér nægj- anlega grein fyrir því hvort þeir sem taka við skemmdum eða bil- uðum tækjum eru með vandaða ferla til að tryggja gagnaöryggið. „Í okkar tilviki er leysigeisla- stýrður bor sem gerir gat á alla harða diska og eyðileggur þá gjör- samlega.“ Endurnýta raftæki frá Kanada og Skandinavíu  Samningar erlendis kalla á stækkun hjá Grænni framtíð  Íslensk fyrirtæki geta gert betur í endurnýtingu raftækja Ljósmynd / Græn framtíð Stækkandi Græn framtíð hefur náð góðum árangri á undanförnum fimm árum við endurnýtingu raftækja. Bjartmar Alexandersson stofnandi. Félag viðskiptafræðinga og hag- fræðinga, FVH, hefur valið Árna Odd Þórðarson sem viðskiptafræð- ing ársins. Forseti Íslands afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Ís- lenska þekkingardeginum sem hald- inn var á föstudag. Árni er með cand. oecon-próf frá HÍ og MBA frá IMD í Sviss. Hann tók við starfi forstjóra Marel árið 2013 en hafði áður setið í stjórn fé- lagsins í átta ár. Í dag er hann einn- ig stjórnarmaður í félaginu Fokker Technologies. Áður var Árni forstjóri Eyris In- vest og starfaði einnig hjá Bún- aðarbankanum um skeið. Í umsögn dóm- nefndar segir meðal annars að „hjá Marel hefur mikið vatn runnið til sjávar á þeim tíma sem Árni Oddur hefur verið forstjóri og hef- ur hann leitt félagið gegnum miklar breytingar með nýsköpun og fram- sækni að leiðarljósi“. ai@mbl.is Árni Oddur valinn við- skiptafræðingur ársins Árni Oddur Þórðarson Skuldabréfasala stærstu olíu- og gas- fyrirtækja Bandaríkjana og Evrópu var 60% hærri á fyrstu tveimur mán- uðum þessa árs en á síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Samkvæmt greiningum Morgan Stanley hefur skuldabréfasala olíu- og gasgeirans aldrei verið meiri á ársfjórðungs- grundvelli, en fyrra met var slegið fyrir sex árum. Sex af evrópskum og bandarískum fyrirtækjum, þeirra á meðal Exx- onMobil, Chevron, Total og BP, seldu skuldabréf fyrir 31 milljarð dala í jan- úar og febrúar. Á heimsvísu seldu ol- íu- og gasfyrirtæki skuldabréf fyrir 63 milljarða dala á tímabilinu, að því er Financial Times greinir frá. FT hefur eftir greinendum að þessi mikla skuldabréfasala stafi af því að lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu hafi valdið þeim lausafjárþurrð. Þá geti fyrirtækin verið að búa í haginn fyrir kaup á smærri, meira veikburða fyrirtækjum í geiranum sem mörg hver eiga í erfiðleikum vegna þróunar olíuverðs. Einnig eru vextir lágir og því ekki dýrt að skuldsetja fyrirtækin til að fjármagna stór verkefni og arð- greiðslur. Ítalska orkufyrirtækið Eni hefur sagst ætla að minnka arð- greiðslur í ár en flest hin stóru olíu- og gasfyrirtækin hafa lýst yfir að þau muni standa vörð um greiðslur til hluthafa þrátt fyrir þær hremmingar sem geirinn hefur orðið fyrir. ai@mbl.is Olíurisar selja skuldabréf fyrir metupphæðir  Skortir lausafé vegna verðþróunar AFP Dæla Lækkað heimsmarkaðsverð gæti hrist upp í olíugeiranum. Hlutabréfaverð Facebook náði nýju hámarki á föstudag og styrktist samtals um 7,4% yfir vik- una. Markaðsvirði fyrirtækisins jókst um 16,1 milljarða í við- skiptum síðustu viku og er Facebo- ok nú metið á 231,6 milljarða dala, jafnvirði um 31.800 milljarða króna. Að sögn MarketWatch ýtti þetta markaðsverði samfélagsvefsins vinsæla upp fyrir bankann JP Morgan Chase & Co, sem í dag er metinn á 228,2 milljarða dala. Er Facebook nú komið í hóp tíu stærstu fyr- irtækja S&P 500 vísitölunnar, mælt í markaðs- verðmæti. Næsta fyrirtæki fyrir of- an Facebook á listanum er General Electric sem nú er metið á 255 milljarða. ai@mbl.is Markaðsvirði Facebook yfir 230 milljarða dala Mark Zuckerberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.