Morgunblaðið - 23.03.2015, Síða 16

Morgunblaðið - 23.03.2015, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íhádegisfrétt-um í gær sagðiRíkisútvarpið frá því að Samfylk- ingin væri hætt við að gera Ísland að olíuveldi. Fylkingin vill að „undið verði ofan af“ heimildum manna til að leita að olíu á Drekasvæðinu. Ákvörðunin er bein afleiðing af því að formaður Samfylkingar stendur nú eða fellur með einu atkvæði. Aldrei þessu vant verður „RÚV“ ekki sakað um að hafa ekki haft raunverulega frétt þegar það hjalar um sitt hjartans mál, stöðu Samfylk- ingarinnar. „RÚV“ upplýsti að Stein- grímur J. Sigfússon hefði í rauninni verið aðalmaðurinn í væntanlegu olíusukki, sem Samfylkingin ályktaði í gær að hún sæi nú eftir. Þetta er næst- um stórfrétt, því enginn einn maður belgdi sig jafnmikið út um Drekasvæðið og Össur Skarphéðinsson. Hann gerði það hvenær sem færi gafst og raunar oftar, á milli þess sem hann stillti sér upp með fram- tíðar kollegum sínum í olíu- sælunni, sjeikunum af Al Thani-ættinni í Katar, þeim Tamin bin Hames Al Thani og Abdulla bin Nasser bin Khalifa Al Thani. Fleiri íslenskir virð- ingarmenn voru í þessum miklu myndaalbúmum og óþarft upp að telja. En aldrei glitti þó í Steingrím J. sem „RÚV“ hefur nú bent á að hafi verið hinn löðrandi leiðtogi málsins. Hann hefur kannski baslað með bor á Drekasvæðinu þegar mynd- irnar voru teknar. Samfylking- arfræðimenn hafa útskýrt að það fel- ist mikill styrkur í því fyrir flokkinn að sitjandi formaður hafi unnið lítt þekkt- an frambjóðanda með heilu at- kvæði eftir nokkurra klukku- tíma kosningabaráttu. Yfirlýsingar þess sem varð undir um að allt væri í himn- eskri friðsemd eftir úrslitin hafi einnig styrkt flokkinn verulega. En nú segir hinn örláti eins atkvæðis tapari allt aðra sögu: „Ég er að íhuga stöðu mína í þingflokknum og framtíð mína þar,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar“ á Eyjunni, óop- inberu málgagni flokksins, og bætir við að hún íhugi að hætta í stjórnmálum vegna þeirra við- bragða sem formannsframboð hennar hefur fengið. Það var kannski eins gott að Anna Pála fékk sitt atkvæði. Annars væri nýkjörinn formað- ur Samfylkingar alvarlega að hugsa um að hætta í stjórn- málum tveimur dögum eftir kjör kveinandi yfir gagnrýni netverja. Á sigurstund leit Árni Páll formaður út eins og hann hefði fengið sólsting og svo hrekkur áskorandinn, sem næstum vann, af hjörum út af aðfinnslum, sem voru málefna- legar, miðað við netumræður. Þetta er því örugglega rétti tíminn til að hætta að kenna Samfylkingu við dreka og fjar- lægja hana snarlega út af svæð- inu. Eftirleikurinn slær út forleikinn}Pappírsdrekar skjálfa Þegar „arabískavorið“ brast á árið 2011 vonuðust margir til þess að almennu mótmælin sem geisuðu í Norður-Afríku og Mið- Austurlöndum yrðu til þess að flýta fyrir lýðræðisþróun í arabaheiminum. Reyndin varð önnur, þar sem vorið varð mestmegnis til þess að auka á upplausn í ríkjum heimshlutans og þar sem áður sátu einræð- isherrar hirtu annaðhvort ísl- amistar eða hershöfðingjar völdin. Eina ljósið í myrkrinu hefur verið Túnis, en þar var búið að setja nýja stjórnarskrá og halda lýðræðislegar kosningar. Þó að landið þyrfti að glíma við íslamista líkt og önnur ríki heimshlutans hafði það náð mun meiri árangri í að koma á stöðugleika, og mátti kalla landið fyrirmynd annarra arabaríkja í þeim efnum og vonir stóðu til að það yrði þeim leiðarljós. Þá hefur landið byggt upp á löngum tíma blóm- lega ferðaþjónustu og þannig verið í nánari samskiptum við Vesturlönd en flest ríkin í heimshlutanum. Hin forkastanlega árás á Bardo-safnið á fimmtudaginn, þar sem meira en tuttugu manns létu lífið, og upp undir fjörutíu til viðbótar særðust, er því gríðarlegt áfall. Með henni er í senn vegið að lýðræðinu í Túnis og því litla sem enn eimdi eftir af arabíska vorinu. Það verður viss prófsteinn fyrir stjórnvöld í Túnis hvernig þau bregðast við árásinni. Nú þegar er búið að handtaka nokkra, sem taldir eru tengjast tilræðismönnunum tveimur sem féllu í áhlaupi lögreglunnar og þess þriðja er leitað. Framar öllu verður að tryggja að þetta óhæfuverk, og þær öryggisráðstafanir sem farið verður í, muni ekki verða til þess að draga úr lýðræðis- þróuninni í Túnis. Óhæfuverkið í Bardo-safninu vegur að lýðræðisþróun} Haustar loks að í Túnis? D ómur Hæstaréttar í Al-Thani- málinu svokallaða hefur eðli máls samkvæmt vakið heilmikla at- hygli, enda er málið það fyrsta þar sem stjórnendur eins af stóru bönkunum þremur eru sakfelldir og hef- ur dómurinn ótvírætt fordæmisgildi, eins og á eftir að koma í ljós á næstu misserum. Lítið hefur hins vegar borið á umræðu um einn anga málsins, sem snýr að hlerun símtala sakborninga við verjendur þeirra. Hinir ákærðu fóru fram á að málinu yrði vísað frá meðal annars á grundvelli þess að lögreglan hefði tekið upp samtöl tveggja sakborninga við verjendur og ekki eytt símtölunum þegar í stað. Þannig hefði verið brotið á grundvallar- rétti sakaðs mann til trúnaðarsamtals við verj- anda. Hæstiréttur hafnaði þessum mótbárum og sagði ein- faldlega að ekki lægi fyrir að þessi gögn hefðu verið nýtt til sönnunar eða haft einhver áhrif á rannsókn málsins, auk þess sem rétturinn fékk ekki „séð hvernig lögregla gæti almennt hagað aðgerðum við hlustun síma sakborn- ings á annan hátt en gert var í þessu tilviki“. Sú athugasemdalausa framkvæmd sem sérstakur sak- sóknari hefur viðhaft virðist ganga út á að öll símtöl í til- tekið númer, sem heimild er til að hlera, séu tekin upp og síðan sé farið yfir þau eftir á. Upptökum af símtölum við verjendur sé þá eytt, en svo virðist sem ýmis mistök geti komið upp við þá yfirferð. Hæstiréttur virðist ekki hafa haft miklar áhyggjur af þessum afglöpum sak- sóknara í Al-Thani-málinu, ólíkt því sem var í Imon-málinu svokallaða, þar sem Héraðs- dómur Reykjavíkur taldi að rannsakendur hefðu brotið gegn 36. og 85. grein sakamála- laganna. Engin ástæða er til að draga heilindi rann- sakenda í efa. Hins vegar verður meðferð þeirra á viðkvæmum gögnum að vera hafin yf- ir allan vafa. Réttur sakbornings til trúnaðar um samtöl við verjanda sinn er gríðarlega mik- ilvægur og felst til að mynda í bæði 6. og 8. grein mannréttindasáttmála Evrópu um rétt- láta málsmeðferð og friðhelgi einkalífs. Þetta trúnaðarsamband verður að vera tryggt. Símhleranir eru mjög alvarlegt inngrip í persónuleg réttindi manna og er því nauðsyn- legt að heimildum til þeirra séu settar þröngar skorður. Því miður eru hins vegar vísbendingar um að dómstólar hafi túlkað þessar heimildir alltof rúmt. Á ár- unum 2009 til 2013 var til dæmis aðeins fimm af 720 beiðn- um um hleranir hafnað. Hlutfallið var 99,3%, sem er með því hæsta sem þekkist í lýðræðisríkjum. Þess má geta að í máli Iordachi gegn Moldavíu árið 2009 komst Mannrétt- indadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að sambærileg framkvæmd og hér á landi við símhleranir bryti gegn áð- urnefndri 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og veitti ekki næga vernd gegn misnotkun valds af hálfu ríkisins. Íslensk stjórnvöld verða að sjá til þess að þessi þýðingar- mikla vernd sé tryggð. kij@mbl.is Kristinn Ingi Jónsson Pistill Friðhelgi einkalífsins ógnað STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Verkefni starfshóps innan-ríkisráðherra um breið-bandsvæðingu alls lands-ins, sem skipaður var 5. febrúar 2014, var tvíþætt: Annars vegar að gera tillögur að útfærslu á alþjónustukvöðum í fjarskiptum, einkum hvað varðaði aðgang að net- tengingum. Hins vegar að gera til- lögur um útbreiðslu á breiðbandi svo það stuðli sem best að settum mark- miðum fjarskiptaáætlunar og ríkis- stjórnarinnar. Haraldur Benedikts- son alþingismaður var formaður starfshópsins. Hann sagði að næsta skref væri að innanríkisráðherra legði minn- isblað fyrir ríkisstjórn og gerði grein fyrir skýrslunni. Væntanlega mundi ráðherrann síðan undirbúa þings- ályktunartillögu um fjarskiptaáætl- un til fjögurra ára með fram- kvæmdaáætlun. „Hún hefur skýrsluna til að styðjast við. Svo ákveður hún hvaða áherslu hún vel- ur. Hún er frjáls að því þrátt fyrir skýrsluna. Ég reikna engu að síður með að skýrslan verði uppistaða í nýrri fjarskiptaáætlun með fram- kvæmdaáætlun,“ sagði Haraldur. Hann sagði að þessum hugmyndum hefði verið vel tekið. Notendur taki þátt í kostnaði Í inngangi Haraldar að skýrslu hópsins kemur m.a. fram að tryggja þurfi öryggi fjarskiptatenginganna, þar með talið að hringtengja öll landsvæði. „Til að leggja und- irstöður að þessu markmiði er nauð- synlegt að ráðast í átak í öllum landshlutum. Starfshópurinn gerir þá tillögu að á næstu árum megi, með samstarfi við sveitarfélög og virkum útboðum á almennum mark- aði, vinna að settu markmiði.“ Uppbygging breiðbandsnetsins er háð fjárveitingum frá Alþingi. Haraldur nefnir einnig í inngangi sínum að notendur tenginga eða sveitarfélög fyrir þeirra hönd taki einnig þátt í kostnaðinum. Ríkið muni sjá um undirbúning og fram- kvæmd útboða í samvinnu við heimamenn og sveitarfélög. Stuðningur af hálfu ríkisins miðist einungis við lögheimili með heilsársbúsetu og þar sem atvinnu- starfsemi er allt árið. Tengingar frí- stundahúsa og aukahúsa verði án þessarar þátttöku ríkisins. Haraldur sagði í samtali að reiknað væri með því að hver ljós- leiðaratenging skilaði tekjum af áskriftargjaldi. Miðað er við að hver tenging skili 250.000 kr. tekjum. Auk þess væri miðað við að greitt yrði tengigjald upp á 250.000 kr. Það gæti verið greitt af notendum eða sveitarfélögum að hluta eða í heild. Með þessu móti sagði Haraldur að hlutur ríkisins gæti orðið 3,5-4 millj- arðar króna. Markmið fyrsta áfanga verk- efnisins 2015-2020 verður að tryggja öllum landsmönnum breiðband. Ekki er víst að hægt verði að tryggja öllum lögheimilum með heilsársbúsetu breiðband um ljós- leiðara. Í þeim tilvikum er lagt til að tryggja þeim samband t.d. um há- hraðafarnet, örbylgjutengingar eða gervitungl. Starfshópurinn telur raunhæft að stefna að því að 99,9% landsmanna eigi kost á breiðbandi um þráðbundið að- gangsnet fyrir árslok 2020. Starfshópurinn leggur til að þetta landsátak verði unnið í samvinnu ríkis og sveitarfélaga. Ábyrgð og skipulagning verði á hendi ríkisins en sveitar- félög og ríkið ákveði í sam- einingu forsendur fyrir for- gangsröðun framkvæmda. Ljósleiðaraátak í öllum landshlutum Morgunblaðið/Skapti Ljósleiðari lagður Stefnt er að því að allir landsmenn eigi kost á breið- bandstengingu fyrir árslok 2020. Víða verða því plægðir ljósleiðarar í jörð. Netnotkun íslenskra heimila er með því mesta sem þekkist í heiminum og algengur hraði nettenginga er nú um og yfir 50 Mb/s. Því þykir eðlilegt að setja markið við 100 Mb/s árið 2020, að því er segir í skýrsl- unni. Á annan tug sveitarfélaga hefur nú þegar ljósleiðaravætt dreifbýli sitt. Fjöldi tengdra heimila utan þéttbýlis í þeim sveitarfélögum er rúmlega 500. Um er að ræða eftirfarandi sveitarfélög: Akrahrepp, Ásahrepp (í undirbúningi), Fljótsdals- hrepp, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Mýrdals- hrepp, Skeiða- og Gnúp- verjahrepp, Skútustaða- hrepp, Tjörneshrepp, Svalbarðsstrand- arhrepp, Sveit- arfélagið Ölfus og Öræfasveit. 500 sveita- bæir tengdir ÍSLENSK HEIMILI Á NETINU Haraldur Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.