Morgunblaðið - 23.03.2015, Síða 19

Morgunblaðið - 23.03.2015, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2015 ✝ Þórunn Þor-grímsdóttir fæddist í Hafnar- firði 25. ágúst 1921. Hún lést 15. mars 2015. Hún var dóttir hjónanna Þorgríms Sveinssonar skip- stjóra og Maríu Jónsdóttur hús- móður. Þórunn var yngst þriggja systkina; Elísabet var elst, f. 1901, d. 1995, Jón Ebeneser, f. 1919, d. 1975. Hinn 9.11. 1946 giftist Þórunn Pétri Andréssyni skókaup- manni, f. 1918, d. 1991. Þeirra börn eru María, f. 1949, maki Benedikt Ólafsson, þau skildu, þeirra börn; Gunnar Torfi, María og Kristín. Ágúst, f. 1949, maki Hanna Rannveig Sigfús- dóttir. Börn þeirra; Ásdís, Ásgeir Sig- urður og Gunnar Ingi. Sonur Hönnu alinn upp hjá þeim Stefán Páll. Áslaug, f. 1951. Maki Ómar Arason. Þeirra börn eru Þórunn Erla, Friðrik og El- ísabet. Pétur Þórir, f. 1954. Maki Krist- ín Jónsdóttir. Þeirra börn eru Ágúst Ragnar og Gyða. Andrés, f. 1961. Maki Kristín Bryndís Guðmunds- dóttir. Þeirra börn eru Arna Kristín og Pétur. Þorgrímur, f. 1963. Maki Ása Böðvarsdóttir (skilin). Þeirra börn eru Böðvar Pétur og Sölvi. Útför Þórunnar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 23. mars 2015, kl. 13. Mig langar að kveðja elsku- lega tengdamóður mína með eftirfarandi ljóði: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir, Kristín Jónsdóttir. Það var í byrjun árs 1988 sem ég kom fyrst inn á heimili elsku- legra tengdaforeldra minna, Þórunnar og Péturs. Frá fyrstu stundu var mér vel tekið og strax fann ég hversu mikil ró og friður ríkti innan veggja heim- ilisins og gagnkvæm virðing milli þeirra hjóna. Tengdamóðir mín var rólyndiskona en hafði samt skoðanir á hlutunum. Hún þurfti sjaldan að hækka róminn en fékk yfirleitt sitt í gegn með lagni og yfirvegun. Þórunn var smekkkona og bjó manni sínum og börnum fal- legt heimili. Hún hafði gott auga fyrir formi og litum og hafði gaman af því að klæða sig upp fyrir hátíðleg tækifæri. Hún stýrði heimilinu af mynd- arskap og hélt uppi aga og reglusemi. Samt sem áður var hún ekki tilætlunarsöm og pass- aði sig á því að blanda sér ekki í einkalíf barnanna sinna þegar þau höfðu hleypt heimdragan- um. Hún hvatti þau samt öll til dáða og var alltaf boðin og búin að veita góð ráð þegar eftir því var leitað. Þórunn var ekki skoðanalaus kona en aldrei heyrði ég hana tala illa um aðra manneskju. Þrátt fyrir að Þórunn væri menntaður hjúkrunarfræðingur lét hún af störfum eftir að hún stofnaði heimili með Pétri sín- um eins og þá var oftast venjan. Hún hafði samt alltaf mikinn áhuga á hjúkrun og það gladdi hana mikið þegar Áslaug dóttir hennar og síðar Þórunn Erla dótturdóttir hennar ákváðu að leggja fyrir sig hjúkrunarstarf- ið. Síðustu æviárin dvaldi hún á Hrafnistu í Hafnarfirði. Stór- fjölskyldan hennar sýndi henni mikla ræktarsemi og gladdi það Þórunni alltaf þegar börn, barnabörn og undir lokin barna- barnabörn komu í heimsókn. Áralöng veikindi mótuðu Þór- unni á margan hátt. Alltaf hélt hún samt ró sinni og kurteisi. Hún var ekki tilætlunarsöm en skildi samt ekki hvað fólk hafði almennt mikið að gera. Fram á síðustu stundu hafði hún skýra hugsun og minni þrátt fyrir að líkamlegt þrek færi þverrandi. Um leið og ég þakka elsku- legri tengdamóður minni tutt- ugu og sjö ára samfylgd óska ég henni velfarnaðar á nýjum stað þar sem hún var sannfærð um að hún myndi hitta Pétur sinn að nýju. Kristín Bryndís Guðmundsdóttir. Elsku amma mín, nú ertu komin til afa Péturs og þið eruð saman á ný eins og þú þráðir, það huggar okkur í sorginni. Ég var skírð Þórunn í höfuðið á þér og ég á margar góðar minning- ar eins og úr Reynihvamminum þegar ég var 9 ára þegar við fjölskyldan bjuggum á neðri hæðinni á meðan að við vorum að byggja. Þú passaðir mig oft þegar ég var lítil þegar mamma var í hjúkrunarnáminu. Þá sat ég víst stillt og prúð eins og dúkka uppi á eldhúsborði á meðan þú mallaðir eitthvað gott í eldhúsinu. Amma Þórunn með svuntuna, það var svo gott að geta hlaupið upp til þín og það var spennandi að fá að kíkja í stóra nammiskápinn í eldhús- inu, fá nýbakað bakkelsi eða ís sem er ennþá í uppáhaldi hjá mér. Þetta var ömmudekur eins og það gerist best. Fallega heimilið ykkar afa á Reynihvamminum var griða- staður fjölskyldunnar, þar kom stórfjölskyldan saman og þú varst sannarlega húsmóðir á þínu heimili og þér fór það vel úr hendi að ala upp myndarleg- an hóp sex barna. Þú getur ver- ið stolt af því, elsku amma mín, að eiga svona flottan samheld- inn systkinahóp sem reglulega á saman góðar stundir með barnabörnunum í sunnudags- göngutúrum og ættarmóti í júní á hverju ári. Við erum þrír ættliðirnir sem lærðum hjúkrun en þú amma mín fékkst ekki það tækifæri að vinna við það starf sem þú lærð- ir jafnvel þó svo að þú hafir eitt sinn sagt mér að það hefði þig langað að gera. Þitt ómetanlega ævistarf snéri að heimilinu og myndarlega barnahópnum ykk- ar afa Péturs. Þú varst sannur Gaflari, fædd og uppalin í Hafnarfirði. Það var gaman að spjalla við þig um gamla tíma eins og um sundkennsluna í sjónum við Herjólfsgötu. Ég hugsa gjarnan til þín þegar ég á góðum degi hleyp strandstíginn við Herj- ólfsgötu. Mig langar hreint ekk- ert að stinga mér til sunds á þeim stað þar sem þú tókst þín fyrstu sundtök. Þá skynjar maður hvað við höfum það gott í dag. Amma mín, þú tókst á við sjúkdóminn þinn af miklu æðru- leysi og þrátt fyrir að hjarta- tutlan þín væri í mörg ár ekki eins og best verður á kosið var minnið þitt afbragðs gott og hugurinn skýr alla ævi. Þú áttir það til að vera skemmtilega hreinskilin og sagðir það sem þér fannst. Í eitt skiptið þegar við fjölskyldan heimsóttum þig á Hrafnistu varð þér litið á hana Rannveigu okkar og hálf- hneyksluð sagðir: „Ertu með stúlkuna í nankinsbuxum? Og ekki þótti þér það heldur góðar fréttir að dæturnar væru nú báðar farnar að æfa knatt- spyrnu, „fótbolti væri nú ekkert fyrir stelpur“. Ég held nú samt að þú hafir náð sáttum við galla- buxur og knattspyrnuiðkun stúlkna enda í raun hreint smá- atriði í samanburði við allar þær ótrúlegu breytingar sem þú upplifðir á þinni löngu ævi. Elsku amma, það er erfitt að hugsa til þess að við fjölskyldan getum ekki lengur komið til þín á Hrafnistu. Þá verður okkur öllum ljóst hversu mikilvægt það er í lífinu að eiga saman góðar stundir og ómetanlegar minningar. Þórunn Erla Ómarsdóttir. Þórunn Þorgrímsdóttir ✝ Alda Ingi-marsdóttir fæddist 2. sept- ember 1932. Hún lést á Sjúkrahús- inu á Akureyri 4. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ingimar Sigur- jónsson og Rósa Kristjánsdóttir. Systkinahópurinn var stór, frumburðurinn, stúlkubarn lést stuttu eftir fæðingu, þá Sigþór Höskuldur sem lést af slysförum aðeins 21 árs að aldri, þá kom Hauk- ur Karl sem er látinn og eftir honum Sigrún Kristbjörg sem lést úr berklum 17 ára gömul, þá Geir Örn, hann er kvæntur Herborgu Káradóttur, þá Alda og loks Óskar kvæntur Dúu Kristjánsdóttur. Ingimar og Rósa slitu samvistum, seinni maður Rósu var Jakob Böðvarsson, þau eignuðust þrjú börn, barn sem lést í frumbernsku en síðar Ástu Dúnu, gift Jóni Höskuldssyni, sem er nýlátinn, og Sigurð Rúnar Jakobsson, Didda, sem kvæntur er Guðrúnu Sigurðardóttur, seinni kona Ingimars var Sigrún Valdi- marsdóttir. Alda og Sigurður Blómkvist Jónsson eignuðust tvo syni, Jón Sigþór, f. 21.9. 1951, og Sigurð Hauk, f. 11.11. 1971. Jón Sigþór er kvænt- ur Tamöru Mar- íudóttur en Sig- urður Haukur er kvæntur Vaiva Straukite. Barna- börnin eru sjö talsins. Börn Jóns eru Kol- brún, Tómas Helgi, Jón Birk- ir, Andri Már og Alda Ósk, en börn Sigurðar eru Axel Orri og Dagný Rós, barna- barnabörn eru þrjú talsins og barnabarnabarnabörn fimm. Alda vann lengi við að lykkja sokka í fataverksmiðj- unni Heklu en lengst starfaði hún hjá Höldi eða í um 27 ár, fyrst á Krókeyrarstöðinni, síðan í Veganesti og loks endaði hún á Litlu kaffistof- unni við Tryggvabraut. Sam- búð þeirra Öldu og Sigurðar hófst í Hafnarstræti 39, þá bjuggu þau um tíma í Odd- eyrargötu 26 og Skarðshlíð 38 en lengst voru þau í Litlu- hlíð 4a. Síðust árin áttu þau Alda og Sigurður heima Stórholti 3. Sigurður lést fyr- ir réttu ári eftir baráttu við krabbamein. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku kæra amma mín. Þegar ég heyrði af fráfalli þínu þá trúði ég ekki mínum eigin eyrum. Ég var viss um að þú yrðir 100 ára. Afi hefur verið að kalla á þig og núna liggið þið saman á sólarströnd í banastuði hef ég trú á. Og ég bið að heilsa kallinum. Það eru marg- ar minningar sem við eigum sam- an. Allt frá því að ég var smápolli í Skarðshlíðinni hlaupandi á milli og gat ekki opnað hurðina. Það voru ófáar veislurnar sem ég, þú og afi héldum hvort sem það voru pönnukökur á sunnudagsmorgni eða steikur um nætur. Þú varst alltaf svo hress og allra yndisleg- asta amma sem maður gat hugsað sér. Ég þakka liðnar stundir, góðu minningarnar og allt það góða sem þú hefur veitt mér. Litla, sæta, ljúfan góða með ljósa hárið. Lætur blíðu brosin sín bera rósailm og vín, allra stundir út til mín. Litla, sæta, ljúfan góða, með ljósa hárið fyrir hana hjartað brann. Hín er allra besta stúlkan sem ég fann. Þinn ömmustrákur, Axel Orri. Alda Ingimarsdóttir HINSTA KVEÐJA Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Elsku Alda mín, þakka þér gömlu góðu dagana. Sofðu vært kæra vina. Samúðarkveðjur til allra ástvina. Ingibjörg Bryndís Árnadóttir. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils Sigríður Þórdís Benediktsdóttir ✝ Sigríður Þór-dís Benedikts- dóttir fæddist 4. október 1928. Hún lést 13. febrúar 2015. Útför Sigríð- ar fór fram 20. febrúar 2015. sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku mamma, blessuð sé minning þín. Guðbjörg Garðarsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KONRÁÐ GUÐMUNDSSON, fyrrverandi hótelstjóri, sem lést 12. mars, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 24. mars kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund eða Alzheimerfélagið (FAAS). . Þór Konráðsson, Bryndís Konráðsdóttir, Konráð Konráðsson og fjölskyldur. Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA SIGURLAUG EYJÓLFSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 19. mars síðastliðinn. Jarðarförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Hjálmar Eyjólfur Jónsson, Harpa Einarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og tengdabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLÍNA INGIMUNDARDÓTTIR, Rauðalæk 11, lést á Dvalarheimilinu Grund 16. mars. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. mars kl. 15. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á að láta Grund njóta þess. . Sigrún Skarphéðinsdóttir, Hilmar Skarphéðinsson, Ann Sigurlín Lönnblad, Helga Ólafsdóttir, Sunneva, Íris og Bjarki, Skarphéðinn Sæmundsson. Ástkær eiginmaður minn, GÍSLI STEINSSON, Neðstaleiti 7, lést á Landspítalanum, Landakoti, þriðjudaginn 17. mars. Útförin fer fram frá Grensáskirkju fimmtudaginn 26. mars kl. 13.00. . Ólöf Thorlacius, ættingjar og vinir. Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG JÓNA TYRFINGSDÓTTIR frá Ljónsstöðum, lést á Ljósheimum föstudaginn 20. mars. Útför fer fram í Selfosskirkju miðvikudaginn 25. mars kl. 13.30. . Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.