Morgunblaðið - 23.03.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.03.2015, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2015 Ég hélt upp á tvítugsafmælið mitt í Mílanó, þrítugsafmælið íMumbai á Indlandi en held svo upp á fertugsafmælið áSeltjarnarnesi, en við erum nýflutt þangað. Mér finnst þetta frekar fyndið,“ segir Kristín Ásta Kristinsdóttir, en hún starfaði sem módel og var einmitt að vinna í Mílanó fyrir tuttugu árum og var í ferðalagi með Eskimo Models fyrir tíu árum, en rúm fjögur ár eru síðan hún var síðast fyrir framan myndavélarnar. En á samt ekki að gera eitthvað svakalegt í tilefni afmælisins þrátt fyrir að búa á Nesinu? „Ég er að fara að ferma og fer að ég held í átta fermingarveislur en er ekki búin að útiloka að halda síðbúið afmælispartí. Ég ætla að hitta vinkonur mínar í hádeginu og fer út að borða með fjölskyldunni um kvöldið.“ Kristín er skrifstofustjóri hjá auglýsingastofunni Jónsson og Lé- macks. „Í starfinu felst allt frá því að vera húsvörður yfir í umsjón með verkbókhaldskerfi og allt þar á milli. Svo er ég íslenskufræð- ingur og prófarkales því líka stundum efnið okkar. Utan vinnu þá er ýmislegt að gerast í kringum dætur mínar þrjár en þær eru allar á mismunandi skólastigum. Svo er ég harður KR- ingur og fylgist með körfuboltanum og fer á alla heimaleiki. Ég spil- aði sem barn og unglingur en þetta er fjölskyldusport. Pabbi er gömul kempa, bræður mínir æfðu og elsta dóttirin er að æfa.“ Sambýlismaður Kristínar er Guðjón Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Börn þeirra eru Hildur sem er að verða fjórtán ára, Auður, f. 2006 og Klara, f. 2010. Kristín Ásta Kristinsdóttir er fertug í dag Liðleikinn kannaður Kristín var í New York með vinkonuhópi sínum í september í fyrra í tilefni þess að margar urðu fertugar það ár. Fagnar fertugs- afmælinu á Nesinu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Chile Amanda Mar- grét Torfason Torrico fæddist 2. júlí 2014 kl. 15.40. Hún vó 3.150 g og var 50 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Carla Valeria Torrico Sanhueza og Unnþór Torfason. Nýr borgari G eir Hólmarsson fæddist á Akureyri 23. mars 1965 og ólst að megn- inu til upp þar með stuttri viðkomu í Kópa- vogi og Garðabæ. „Ég gekk helst í Glerárskóla og síðar Hrafnagils- skóla en ég lít alltaf á hann sem grunnskóla minn. Ég kom við í Menntaskólanum á Ísafirði en okkur kom ekki vel sam- an og fór í Verkmenntaskólann á Akureyri þaðan sem ég útskrifaðist 1988 en ég tók þetta á hægferð, vann alltaf töluvert mikið með skól- anum. Ég vann m.a. eitt sumarið sem lögreglumaður í afleysingum og eitthvað inn á haustið, þar af einn mánuð sem fangavörður. Þetta var leiðtogafundarárið og ég var hluti af liði sem sent var frá Akur- eyri til að standa öryggisvörð um bandaríska sendiráðið. Þar vorum við innan um frakkaklædda menn sem vöppuðu um og töluðu mikið í ermina sína.“ Starfsferillinn „Fyrsta vinnan eftir skólann var hjá því góða fyrirtæki Samver á Akureyri en þar stóðu menn í dag- skrárgerð og þjónustu bæði við Stöð 2 og RÚV. Á þessum tíma ríkti mikil bjartsýni og frum- Geir Hólmarsson, kennari við Menntaskólann á Akureyri – 50 ára Systkinin Kristín og Finnur í Berlín síðastliðið haust en fjöl- skyldan fór þá í handboltaferð og sá Füchse Berlin og Kiel kljást. Telur árin í golfsumrum Mæðgurnar Hér eru þær saman Kristín dóttir Geirs og móðir hennar og eiginkona Geirs, Lilja. Kennarinn Geir Hólmarsson. Ljósmynd/Völundur Jónsson Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Gæði og þægindi síðan 1926 Við tökum svefninn alvarlega. Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni, góðu handverki, stöðugum prófunum og vandlega völdum efnum. Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinn á meira en 85 ára rannsóknum og þróun. duxiana.com DUXIANA háþróaður svefnbúnaður / Ármúla 10 / 568 9950 D U X® ,D U XI AN A® an d Pa sc al ® ar e re gi st er ed tr ad em ar ks ow ne d by D U X D es ig n AB 20 12 .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.