Reykjalundur - 01.10.1977, Page 5
Haukur Þórðarson
YFIRLÆKNIR
Mark og mið
í endurhæfingu
Ekki er ljóst hvenær farið var að nota orðið
eiidurluefing í íslensku máli í þeirri merkingu
sem nú er algengust, þ.e. markviss líkamleg,
andleg og félagsleg uppbygging fólks eftir
sjúkdóma, slys eða meðfædda ágalla. Hugtakið
var þó á kreiki fyrir meir en tveimur áratug-
um, allavega hugmyndirnar að baki þess. Fyrir
um 15 árum gerðist orðið endurhæfing sífellt
algengara í mæltu og rituðu máli, komst á
hvers manns varir, og sú þróun hefur haldið
áfram jöfnum skrefum. Samfara því að leikir
og lærðir hafa notað það liefur ekki að sama
skapi myndast festa um skilgreiningu þess, þ.e.
hvað endurhæfing er, livað í henni felst, og
hugmyndarleg merking þess verið á reiki,
þokukennd og óljós. Þetta hefur m.a. leitt til
þess að rætt er um endurhæfingu jafnt í tíma
og ótíma. Þessi reikula og breytilega túlkun
á merkingu hugtaksins er að ýmsu leyti skað-
leg og að öllu leyti óþörf, stundum óheiðarleg.
Skilgreining er til á endurhæfingu, jafnvel
alþjóðleg. Þó kann að valda ruglingi að sk.il-
greiningin er e.t.v. misjafnlega orðuð frá einu
landi til annars þótt meginhugtak hennar sé
hið sama. Annað, sem kann að rugla skilgrein-
ingarmið, er að í gegnum árin hefur einlægt
verið leitast við að auka vettvang endurhæf-
ingar með viðbótarverkefnum. Oft hefur sú
verkefnaaukning gerst meir af kappi en forsjá
og ekki alltaf verið eða reynst raunhæf í fram-
kvæmd. Dæmi um þetta má m.a. finna í til-
hneigingu til að blanda saman endurliæfingu
og lijúkrunarþjónustu á sjúkrastofnunum.
Ástæðan fyrir því er hinn mikli skortur á vist-
rými fyrir gamalt, lasburða fólk og raunar
fólk á öllum aldri sem þarfnast mikillar lijúkr-
unarlegrar umönnunar. Vistrýmisskorturinn
veldur því að óspart er reynt að koma slíku
fólki fyrir á endurhæfingarstofnunum eða
endurliæfingardeildum sjúkrahúsa, undir því
yfirskyni að það þarfnist eða muni hafa gagn af
endurhæfingu. Jafnvel hefur þekkst að stofn-
anir, sem áformaðar voru og byggðar til að
bæta úr áðurnefndum vistrýmisskorti, hafi
verið ífærðar endurhæfingarbúningi að ein-
hverju eða öllu leyti. Nú er það vitað að mörg
endurhæfingarverkefni eru hjúkrunarfrek en
hins vegar er ekki rétt að ætla endurhæfingar-
starfsliði að annast rekstur nauðsynlegrar al-
mennrar hjúkrunarþjónustu í landinu.
REYKJALUNDUR
3