Reykjalundur - 01.10.1977, Qupperneq 6
Að vísu eru mörk í þessum efnum oft óljós á
báða bóga: Alveg eins og margir sjúklingar í
endurhæfingu eru hj úkrunarþurfandi er marg-
ur hjúkrunarsjúklingurinn í þörf fyrir við-
haldsendurhæfingarmeðferð. Samt er nauðsyn
að þarna séu sæmilega glögg skil og jafnnauð-
synlegt að ljós séu markmið endurhæfingar
þegar metið er hvort sjúklingur eigi að fara
í slíka meðferð eða ekki, fari á endurhæfing-
arstofnun eða njóti annars konar þjónustu
og fyrirgreiðslu. Jafnframt þarf að vera ljóst
hvaða aðferðum á að beita til að ná mark-
rniðuin og hvort þær aðferðir eru tiltækar á
þeirri sjúkrastofnun sem um ræðir.
Eins og áður segir hefur endurhæfing verið
stunduð frá ómunatíð læknisfræðinnar, raun-
ar í slagtogi við félagslega fyrirgreiðslu síðan
slíkri þjónustu fór að vaxa fiskur um hrygg.
Þó hefur þessi þjónusta ekki verið nefnd end-
urhæfing fyrr en á þessum mannsaldri og ekki
unnin skipulega sem starfsþáttur fyrr. Mark-
viss starfsemi til endurreisnar þeim, sem fengið
höfðu mænuveiki, hófst í auðugri löndum
heims á árunum milli heimsstyrjalda. í heims-
styrjöldinni síðari og j)ó einkunt eftir hana
afmörkuðust verkefni endurhæfingar og starfs-
hættir mótuðust. Á þeim tíma voru endurhæf-
ingarmarkmið einatt atvinnutengd, þ.e. mark-
mið endurhæfingar þau að fólk kæmist aftur
í fyrra starf eða annað hentugra. En verksviðið
breikkaði fljótlega til að ná jafnframt yfir
jsjálfunaraðgerðir til að auka færni fólks við
aðrar athafnir en vinnu, aðgerðir sem gerðu
fólk rneira einfært í almennum daglegum at-
höfnum en Jxið ella væri. Verkefnaútvíkkun
af því tagi er eðlileg, sem og ýmis önnur út-
þennsla í starfsháttum endurhæfingar, og á
ekkert skylt við hugtakarugling sem áður var
lýst. Án efa á ýmis önnur útvíkkun eftir að
gerast á starfsvettvangi endurhæfingar á kom-
andi áratugum í samræmi við áfanga í lieil-
brigðis- og félagsmálaþjónustunni og lífsaf-
komu fólks. Án efa munu einnig ýmsir starfs-
hættir, sem þykja sjálfsagðir í dag, hverfa af
verkefnaskrá endurhæfingar. Slíkt hefur þegar
gerst í ýmsum tilvikum og má jtar m.a. benda
á minnkandi Jjörf fyrir endurhæfingu eftir
ýmsar plastiskar liðamótaskurðaðgerðir, eink-
um í mjaðmarliðum. Fyrst eftir að slíkar að-
gerðir komust á dagskrá var árangur jjeirra
rnjög undir Jjví kominn að sjúklingarnir
fengju viðeigandi sjúkrajjjálfun að þeim lokn-
um. Með bættri tækni við aðgerðirnar sjálfar
og hugvitssamlegri gerfiliðum hefur eftirfar-
andi endurhæfingarþörf minnkað og í mörg-
um tilvikum horfið, sem er eðlileg þróun.
Verkefni endurhæfingar er að finna meðal
fólks sent er að ná sér á strik eftir sjúkdóma
og slys. Þar á nreðal er líka sá hópur sem aldrei
nær sér að fullu á strik. Einnig meðal Jress
lólks sem frá fæðingu hefur skerta líkamsburði
eða andlegt atgervi eða ln'orutveggja. Endur-
hæfingarstarfið er fólgið i hverri þeirri Jrjálf-
unaraðgerð sem verður því að gagni og til
framdráttar heilsufarslegá og félagslega svo að
færni Jjess við daglegar athafnir og tekjuöflun
verði meiri. Af Jjessu er ljóst að verkefnin eru
mörg og ólík og að margir þarfnast Jjessarar
Jjjónustu á einu eða öðru tímabili ævinnar.
Þjálfunaraðgerðir og -aðferðir eru að sama
skapi margvíslegar og krefjast afskipta ýmissa
starfshópa heilbrigðis- og félagsmála.
Það fer ekki milli mála að eftirspurn end-
urhæfingar fer vaxandi. Ekki eru Jjar einungis
á ferðinni tákn um auknar Jjjónustukröfur
velmegunarjjjóðfélags heldur aukin eftirspurn
sjálfkrafa í beinu framhaldi af framförum í
almennri heilbrigðisþjónustu og síauknum af-
skiptum samfélagsins af félagslegri velferð
fólks. Óhjákvæmilega eykur aukið langlífi á
Jjörfina og sömuleiðis bilið, sem einlægt er
til á öllum tímum, á milli Jjess sem kallað er
lækning og Jiess sem í reynd er fullur bati.
Þetta bil er einmitt býsna stórt í dag.
4
REYK JALUNDUR