Reykjalundur - 01.10.1977, Page 9
sjúklingar. Kveikjan að stofnun samtaka sjúk-
linganna sjálfra kom í bréfi frá Kristneshæli.
Þar höfðu sjúklingarnir fengið yfirlækni stað-
arins í lið með sér og hvöttu ákaft til dáða.
Sjúklingar Reykjahælis tóku bréfinu tveim
höndum og fengu einnig sinn yfirlækni í lið
með sér. Ég var þar sjúklingur unt þessar
mundir og fylgdist því vel með öllu sem þar
gerðist, og tók þátt í því. Var j)ar kosin þriggja
manna nefnd og fór yfirlæknir með nefndar-
menn á fund berklasjúklinga Vífilsstaðahælis,
Kópavogs, Landspítalans og Landakots. Allt
þetta gerðist eftir mitt sumar árið 1938. í
októberlok var Samband íslenskra berklasjúk-
linga stofnað — tilgangurinn var: Útrýming
berklavéiki á íslandi; markmið, sem að skyldi
keppt: Bygging vinnuheimilis fyrir berkla-
sjúklinga.
Önnur félög Öryrkjabandalagsins urðu til
við aðrar kringumstæður, en Jtó er óhætt að
fullyrða, að án þeirra væru mál sjúkra manna
og örkumla mun skemmra á veg komin.
Blindrafélögin hafa byggt og rekið fyrir-
tæki; skóla og heimili; félög heyrnardaufra
aðstoða sína meðlimi við að ná sem mestum
árangri í námi, afla tækja, sem komið geta að
gagni; halda uppi félagslífi meðal jjeirra og
tengja Jrá öðrum öryrkjahópum.
Félög fatlaðra reka jjjálfunarstöðvar, hafa
byggt heimili með mjög góðri aðstöðu og reka
öfluga félagsstarfsemi og vinnustofur.
Geðverndarfélagið rekur m.a. upplýsinga-
jjjónustu og hefir byggt nokkur smáhúsi fyrir
skjólstæðinga sína að Reykjalundi.
Styrktarfélag vangefinna rekur heimili, og
skóla og hefir auk þess komið upp íbúðarað-
stöðu fyrir sína skjólstæðinga.
í jaessari upptalningu hefir margt fallið nið-
ur en gefur |)ó nokkra hugmynd um starf-
semi Jjeirra.
Er tilvist þessara félaga réttlœtanleg i dag?
sbr. aukin afskipti rikis og sveitarfélaga?
Samband íslenskra berklasjúklinga hefir lok-
ið sínu upphaflega hlutverki. Berklaveikin er
nú aðeins ör á þjóðarlíkamanum og mun von-
andi aldrei valda ógn framar, en félagið hefir
tekið nýjan ltóp inn í raðirnar. Félag asthma-
sjúklinga er aðili að bandalaginu, sem nú
heitir Samband íslenskra berkla- og brjósthols-
sjúklinga — SÍBS —. Hvort þeim hópi tekst
ásamt gömlu berklasjúklingunum að halda
merki félagsins á lofti verður að sýna sig og J)á
um leið hver þörfin er fyrir félagsskapinn.
Önnur félög Öryrkjabandalagsins hafa næg
verkefni framundan og ég fæ ekki séð, að ríki
og bær geti að svo stöddu bætt Jjeim við sig,
J)ótt vilji sé j)ar fyrir hendi.
Er rétt að halda endalaust áfram að stofna
slik félög eða eru mörk i þeim efnum œskileg?
í lýðræðisjrjóðfélagi eru félög og allskonar
samtök að rísa eða hníga og telji hópur manna
sig þurfa eða geta bætt umhverfi sitt með Jrví
að stofna til félagsskapar, ber honum að gera
það.
REYKJALUNDUR
7