Reykjalundur - 01.10.1977, Page 11

Reykjalundur - 01.10.1977, Page 11
að taka tillit til margs, þegar þessi ákvörðun er tekin, óskir sjúklingsins, líkamlegt og and- legt ástand hans og félagslegar aðstæður. Auk þess hvort hann er einhleypur, eða hefur fjöl- skyldu, sem hefur áhuga og getu til að fá hann heim. Fjölskyldutengsl Islendinga eru ákaflega sterk, og er því algengara hér en annarsstaðar að fólk taki að sér foreldra sína, þegar þeir veikjast. Það verður hins vegar æ erfiðara, vegna þess hve algengt er að bæði kynin vinni utan lteimilis. Er þessvegna oft gripið til þess ráðs að sækja um heimilishjálp og heimahjúkr- un. Það er þó orðin svo mikil eftirspurn, að langur biðlisti getur myndast á Reykjavíkur- svæðinu, auk þess sem heimilishjálp er ekki alltaf nóg til þess að tryggja að sjúklingur geti búið heima. Víða úti á landi er engin Jieimilis- þjónusta og stofnanir eru mjög dreifðar um landið, þannig að sjúklingar þurfa oft að dvelja á stofnunum langt frá þeirra fyrrver- andi heimilum,. Getur það verið mjög erfitt, sérstaklega fyrir gamalt fólk, sem á djúpar rætur á lieimaslóðum. Á Reykjalundi liefur endurliæfingarþjón- ustan síðustu árin verið bætt þannig að nú förum við í lieimsókn til sjúklinga áður en að útskrift kemur, ef urn erfiðar lieimilisað- stæður er að ræða. Er þá gerð nákvæm könnun á húsnæðinu og möguleikum sjúklingsins á að komast ferða sinna þar. Atliuga verður livort sjúklingurinn þarf á Jijálpartækjum eða liús- næðisbreytingum að lialda og livort lieimilis- þjónusta verði nauðsynleg. Þannig er nú oft liægt að útskrifa fólk heim, sem e.t.v. hefði framvegis þurft að vera á stofnun, og jafnvel er nú liægt að koma í veg fyrir að sjúklingar komi fljótlega inn á sjúkraliús aftur, sem hef- ur verið rnjög algengt. Margskonar erfiðleikar eru við að láta fram- kvæma nauðsynlegar breytingar. T. d. eru lijálptæki dýr — oftast rúmlega helmingi dýrari en í nágrannalöndum okkar, vegna hárra tolla. Auk þess lrafa elli- og örorkulífeyrisþegar hér mjög skert réttindi til að lifa sem eðlilegustu lífi, miðað við önnur lönd, sérstaklega Norð- urlöndin. Á íslandi eru engin lög um greiðslu og styrk til kaupa á lyjálpartækjum. í bæklingi frá Tryggingarstofnun ríkisins um örorkubæt- ur, segir að vísu: „Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í kaupum á gerfilimum og lyjálpar- tækjum EFTIR SÉRSTÖKUM REGI.UM,*' (leturbreyting mín). En þessar reglur eiga ekki að vera almenningi kunnar. Sem fæstir eiga að vita urn möguleika á félagslegum styrk, jafnvel þótt liann sé nyjög skertur — á meðan unnið er að því í öðrum löndum að upplýsa sem mest um réttindi og möguleika e!li- og örorkulífeyrisþega. Eins og tryggingakerfið er í dag, verður því rniður að reyna á Jivert tilfelli f)TÍr sig. Verður að draga ályktun frá fyrri reynslu, undir livaða kringumstæðum styrkur getur fengist og fyrir ltverskonar tæki. Bið, óöryggi og pappírsvinna er mikil þegar sótt er um lyjálpartæki. Þegar loks svar liefur borist við umsókninni má panta sjálft lyjálpartækið. Bætist þá yfirleitt við önnur löng bið eftir tækinu, þótt aðstæður hafi skánað til muna eftir tilkomu lijálpar- tækjabankans. Þess vegna er oft reynt að út- búa sem flest af lijálpartækjum á iðjuþjálfun- ardeildum og verkstæðum sjúkraliúsanna, þannig að sjúklingur getur lljótlega og end- urgjaldslaust fengið tækin, sem hann þarf á að lialda. Sem dæmi um hvernig tryggingarkerfið get- ur virkað, í bestu tilfellum, getum við ltugsað okkur eftirfarandi dæmi: Sjúklingur, með rnikla lrreyfihömlun eftir lteilablæðingu, liefur Jjjálfast upp í að geta lyjargað sér við góðar aðstæður. Heimilisaðstaða er liinsvegar mjög erfið og fjölskyldan sér enga möguleika á að taka liann lieirn aftur. Farið er í heimsókn þar sem atliugað er lrvort breytingar á lrúsnæði og lyjálpartæki, geti bjargað málinu. Um Jeið verður frætt um möguleika á fjárliagslegum styrki. Niðurstaðan er, að með ákveðnum breyt- ingum er liægt að útskrifa sjúklinginn lieim. REYKJALUNDUR 9

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.