Reykjalundur - 01.10.1977, Side 12

Reykjalundur - 01.10.1977, Side 12
Til þess þarf handrið við útitröppur beggja vegna (ca. 50.000 kr.), handrið við stiga innan- húss, þar sem baðherbergi og svefnherbergi eru á I. hæð, (ca. 40.000 kr.), hækkun á salernis- skál (ca. 13.500 kr.) ogrúmkubbar til að hækka rúm ásamt baðbretti yfir baðker, sem hægt er að smíða á sjúkrahúsinu. Auk þess Jrarf handfang við baðker (ca. 3.500 kr.) og stama baðmottu (ca. 2.000 kr.). Alls mundi Jretta kosta tæplega 110.000,00 kr. í svari við umsókn um styrk kemur fram að sjúkratryggingar greiða 70% af kostnaði við salernishækkun, 50% við handföng og 50% við sntíði og uppsetningu handriðanna. Segj- um, að sjúklingur Jressi sé fyrrverandi verka- maður, nú metinn öryrki, og falli undir tekju- tryggingarramma. Hefur hann )já kost á að líf- eyrisdeild greiði hinn helming kostnaðar hand- riðsins. Verður kostnaður, sem sjúklingur Jjarf að greiða sjálfur, Jjví aðeins tæpar 8.000 kr. í öðru lilfelli var sjúklingurinn fyrrverandi kennari og Jjurfti hann að greiða hinn helrn- inginn af kostnaðinum við handriðin sjálfur, eða alls 53.000 kr. Fötluð húsmóðir er verr stödd. Þarf hún oft á mörgum minni tækjum að halda til að geta eldað og Jjrifið o. s. frv. Fær hún yfirleitt eng- an styrk til greiðslu tækjanna, nenta Jjví aðeins að hvert tæki kosti meira en 3.000 kr. stk. Vinnustóll á hjólum, sem getur verið ómiss- andi hjálpartæki fyrir sjúkling með gangtrufl- anir, hefur ekki hingað til tekist að sannfæra Tryggingarstofnun ríkisins um að rnikil Jjörf sé á. Sama gildir um rnörg önnur tæki. Það má deila ntikið um hvernig á að tryggja sem mest réttlæti í sambandi við fjárhagslegan styrk til kaupa á hjálpartækjum. En eitt er víst: Það er orðið tímabært að taka fyrir hús- næðisvandamál hreyfihamlaðra á miklu breið- ari grundvelli, en nú er gert. Tryggingaráð og -yfirlæknir setja sínar reglur, reglur sem að mínu mati eru allt of stirðar og ófullkonniar. Þrátt fyrir bættar heimilisaðstæður er Jjörf fyrir ýmsa aðra Jjjónustu, sem hægt er að bjóða upp á Jjegar sjúklingur úlskrifast. Má t. d. nefna skort á göngudeildum með sjúkra- og iðjuþjálfun, þörf fyrir hjúkrunardagdeildir, Jjar sent sjúklingurinn getur tekið þátt í ýms- um athöfnum hálfan eða allan daginn. Þörf er á atvinnumöguleikum fyrir fatlaða, e.t.v. á vernduðum vinnustöðum, svo eitthvað sé nefnt. Einnig hér stöndum við mjög að baki hinum Norðurlöndunum og þurfum að koma á betri skipulagningu og gera heildaráætlun fyrir allt landið. Að lokum ætla ég að minnast á ákveðinn hóp sjúklinga, sem tryggingakerfið liefur að- eins í fáum tilfellum veitt styrk, en Jjað eru gigtarsjúklingar. Einmitt Jjar er mjög mikil- vægt að fyrirbyggjandi aðgerðir verði metnar nriklu hærri en nú er lilfellið. Það gagnar nrjög lítið að meðhöndla sjúkdónrstilfelli Jreirra á sjúkrahúsum, ef jreir eiga eftir að fara í sama umhverfi og áður og unr er að ræða óhentuga eða jafnvel skaðlega vinnuað- stöðu. Bæði innan og utan lreinrilis getur vinnuaðstaða verið jjannig, að sjúklingnum versni fljótlega aftur. Dænri unr innrétting- ar, senr nauðsynlegt getur verið að breyta, nrá nefna: Eldavélartakkar og vatnskranar senr þarf að skrúfa, Jrungar rennihurðir á skápunr, kringlóttir hurðarhúnar, Jjungar útihurðir með smekklás, þung og erfið eldhúsáhöld og nrargt fleira. Oftast þarf að forðast standandi vinnu, og er jjá fyrrnefndur vinnustóll mjög nauðsynlegt lrjálpartæki, Jjar senr fáir standa eins nrikið og lrúsmæður við vinnu sína. Ég vona að í framtíðinni muni Gigtarfélag íslands og nrörg önnur samtök sjúklinga vinna að aukinni fræðslu unr lrjálpartæki og gagn þeirra. Er Jrað ein leið til að bæta aðstæður fatlaðra þannig, og jafnvel mætti minnka Jrörf fyrir sjúkrahússvist. Kostnaður við að tryggja betri vinnu- og heimilisaðstæður sjúklinga, er mun nrinni en kostnaður vegna sjúkrahússlegu og dvalar á stofnununr, auk Jress, senr Jjað eru sjálfsögð mannréttindi að geta lifað sómasam- legu lífi, þrátt fyrir fötlun og sjúkdóma. 10 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.