Reykjalundur - 01.10.1977, Side 14

Reykjalundur - 01.10.1977, Side 14
sínum, í einkamálum, svo sem skilnaðarmál- um, við ættleiðingu, í barnsfaðernismálum án ])ess þó að reka þessi mál í lögfræðilegum skiln- ingi. E.t.v. er mikilvægast hvað þessa tegund mála varðar, að félagsráðgjafinn sé fær um að sjá hvenær sérfræðiaðstoðar er þörf, t.d. sál- fræðinga, geðlækna eða lögfræðinga. í öðru lagi er markmið bóklegrar kennslu að gera félagsráðgjafann hæfan til að aðstoða fólk við að ná rétti sínum gagnvart hinu opin- bera s.s. málum er snerta barnavernd, frarn- færslu, tryggingar, afbrot, atvinnuleysi o. fl. Markmið einkakennslunnar er að tengja fræðilega þekkingu hagnýtu starfi og veita nemendum þjálfun í að vinna að almennri félagsráðgjöf. Ég vil ekki skilja svo við markmið félags- ráðgjafanáms að ég minnist ekki á fyrirbyggj- andi félagsráðgjöf. Félagsráðgjafi á að vera hæfur til að finna vandamálin áður en allt er komið í óefni. Á síðari árum iiefur æ meiri áhersla verið lögð á að fyrirbyggja að upp komi félagsleg vandamál. Slíkt er í eðli sínu ekki eingöngu verkefni félagsráðgjafa, heldur fleiri stétta, t.d. heilbrigðisstétta, kennara o.fl. Þó tel ég fyrirbyggjandi félagsleg störf ættu e.t.v. að liggja þyngst á herðum stjórnmála- manna og löggjafarvaldsins. Þeirra hluti yrði sá að búa í liaginn fyrir stéttir þær, sem vinna að fyrirbyggjandi störfum t.d. með því að sjá fyrir aðstöðu og fjármagni til framkvæmda. Sannast hefur að fjármagn það, sem aðrar Norðurlandaþjóðir hafa veitt til fyrirbyggj- andi aðgerða, hefur borið margfaldan ávöxt, þó upphæðir séu ekki nema örlítið brot af því sem eytt er í að halda uppi þeirn einstakling- um er hafa beðið ósigur í þjóðfélaginu. Sem dæmi um fyrirbyggjnadi störf má nefna þá baráttu sem hefur verið háð í nágranna- löndunum gegn frekari útbreiðslu eiturlyfja. Hafa þá allir sem að málum vinna lagst á eitt jafnt ríkisvald sem einkaaðilar. í hlut félags- ráðgjafa hefur fyrst og fremst komið að vinna að skoðanamyndun í því skyni að breyta al- menningsáliti smám saman. Megum við landar herða sóknina mjög gegn eiturlyfjaneyslu, ef vel á að fara. Miklu skiptir að ekki sé kastað til höndunum í þeirri baráttu. Við læknum sennilega ekki marga sem eru langt leiddir af eiturlyfjaneyslu, en jafnframt þurfum við að gera okkur grein fyrir að einhvers staðar þurfa þeir menn að vera. Eins og er, er vart nokkur staður tiltækur liérlendis þar sem hægt er að vista menn með lyfjavandamál, til frambúðar. Þegar rætt er um vistunarvandamál þá finnst mér óhjákvæmilegt að nefna vanda aldraðs fólks. Eins og ástandið er í dag er svo til ó- mögulegt að finna dvalarstað fyrir aldraða. Þau elliheimili, sem fyrirfinnast t.d. á Reykja- víkursvæðinu eru öll í einkaeign. Hefur það í för með sér að enginn á RÉTT á vistun þar. Ég er ekki með þessu að segja að elliheimili sé besta lausnin á búsetuvanda aldraðra. Það er þó í mörgum tilvikum ill nauðsyn, sér í lagi fyrir heilsulítið gamalt fólk. Þrátt fyrir það að aldraðir hafi goldið þjóðfélaginu öll sín gjöld um langan aldur, býr það þegnum sínum eng- an öruggan samastað í ellinni. Okkar kynslóð er svo sjálfstæð og önnum kafin að við látum ekki málið til okkar taka. Oft hefi ég í starfi mínu að Reykjalundi fengið að heyra frá að- standendum aldraðra að þeir hafi gert svo mikið fyrir gamlingjann, að þeir geti bara ekki meira. Sjaldnast launar kálfur ofeldið. Ég tel þó rétt að taka fram að til eru gleði- legar undantekningar, einkum þó til sveita. Ég vil að lokum segja þetta: Við, sem til- heyrum eftirstríðskynslóðinni, verðum brátt að taka afstöðu í málefnum aldraðra og svara því, hvort okkur sjálfum myndi líka sú með- ferð, sem við veitum öldruðum og, hvað VIÐ ætlum að gera til að bæta ástandið? HEIMILDIR: Erindi samið a£ meðlimum Stéttarfél. ísl. félagsráðgj. Ilovedoppg. v. Ssk. Þrándheimi 1975 eftir Antonsen Bcrg, Grastveit og undirritaða. Rapport fra Fritidsnemdas og fritidskontorets arbeid i perioden 1971—1975. Þrándheimi 1975. 12 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.