Reykjalundur - 01.10.1977, Page 15

Reykjalundur - 01.10.1977, Page 15
Carl Brand FRAMKVÆMDASTJÓRI Hugleiðingar um atvinnumöguleika öryrkja hér á landi og erlendis Hvaða hindranir eru helstar fyrir öryrkja á islenskum vinnumarkaði? Ef talað er um t.d. í iðnaði þá eru helstu vandkvæði þau hve fyrirtækin hér á landi eru fámenn. Samkvæmt skýrslu 1974 frá Þjóðhags- stofnuninni telja 57,3% allra íslenskra fyrir- tækja 1—5 menn, 27% telja 6—10 menn, 8% telja 11—20 menn, síðan er hundraðstalan öllu lægri eða á bilinu 1,3—2,6%. Hjá flestum fyrir- tækjum eru Jiví mjög verulegar takmarkanir á Jjví að ráða menn til sérstaks starfs, heldur þurfa menn að vera liðtækir við margbreytileg störf. í hájjróuðum iðnaðarlöndum er frek- ar hægt að veita einfaldari hluta framleiðslu- vinnunnar til öryrkja, og t.d. þeim hluta, sem inniheldur einföld, vanabundin störf til verk- taka-fyrirtækja sem sjá um pakkningu og sam- setningu og ráða gjarna öryrkja í sína þjón- ustu. Hér á landi verður hið opinbera að teljast stærsti almenni vinnuveitandinn. Hjá ríkis- stofnunum eru á starfsmannaskrá 11,839 manns, og á vegum Reykjavíkurborgar eru nú um Jæssar mundir 9056 fastráðnir og 9133 lausráðnir, nokkur hluti þeirra eru árstíma- bundnir starfskraftar. Þessar tölur samanlagð- ar eru 30,028 eða tæplega 14% af allri íslensku Jjjóðinni. Ekki hafa verið tekin með í dæminu önnur bæjarfélög. Borgarstjórn Reykjavíkur sýndi öðrum bæjarfélögum og að sjálfsögðu REYKJALUNDUR 13

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.