Reykjalundur - 01.10.1977, Síða 16

Reykjalundur - 01.10.1977, Síða 16
ríkisstofnunum gott fordæmi með því að sam- þykkja eftirfarandi ályktun 18. mars 1976: „Bæjarstjórn samþykkir að tekin skuli upp skipulögð sérhæfð vinnumiðlun á veg- um Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar í samstarfi við Endurhæfingarráð ríkisins vegna þjálfunar og hæfnisprófa fyrir ör- yrkja, sem fram fer á þess vegum. Verði starfsaðstaða og starfsmannahald Ráðning- ingarstofunnar eflt í samræmi við aukin verkefni á þessu sviði. Þá verði ennfremur kannaðir möguleikar á að fjölga vernduðum vinnustöðum í Reykjavík fyrir þá, sem vegna andlegrar eða líkamlegrar örorku eiga enga von um að geta farið út á liinn almenna vinnu- markað. Við gerð áætlana um þessa uppbyggingu skal haft mið af þeirri könnun, sem gerð var á vegum Félagsmálastofnunar Reykia- víkurborgar árið 1974. Borgarstjórn vill einnig vekja athygli á því ákvæði laga frá 1970 um endurhæfingu, að Jreir sem notið hafa endurhæfingar skuli að öðru jöfnu eiga forgangsrétt til atvinnu hjá ríki og bæjarfélögum, og er borgarstjóra falið að kynna ákvæði jjetta fyrir forstöðu- mönnum borgarstofnana.“ Vænta má að skriður komist á málið Jjar sem Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar aug- lýsti eftir fulltrúa til að annast atvinnumál öryrkja, umsóknarfrestur var til 25. júní s.l. Eins og kemur fram í ályktuninni er hlut- verk skrifstofu Endurhæfingarráðs að sam- ræma og meta Jjegar fengnar upplýsingar og vinna sem liður í atvinnumálum öryrkjans. Ég vil í Jjví sambandi nefna eftirfarandi: — atvinnumál öryrkja er ekki vandamál, sem þekkist aðeins á íslandi. — öryrkjar eða „hamlaðir" eins og ég vildi helst nefna ]já eru hluti af Jjjóðfélaginu og verða alltaf meðal okkar. — Jjótt „óhamlaður" maður sé reiðubúinn til starfa, á „hamlaður" maður sama rétt til starfsins og ætti ekki að vera rneinað að sækja um Jjað sökum örkumla. — á engan hátt á að koma í veg fyrir að at- vinnuveitandi eigi frjálst val á starfsmönn- um, aðeins að undirstrika, satna tœkifœri fyrir sömu Itiun og við sömu vinnu d grund- velli getu en ekki samúðar. — reynslan hefur sannað að sá er hlotið hefur endurhæfingu getur verið jafn vígur og sá „óhamlaði" í sambandi við afköst, viðhorf til vinnunnar, mætingar og slysatíðni. — reyndur starfsmaður, er hlotið hefur ör- kuml er meira virði atvinnuveitandanum en nýr óreyndur Jjó svo að einhverju Jjurfi að kosta til að Jjjálfa eða endurhæfa við- komandi eftir sjúkdóm eða slys. „Hömluð" persóna hleypur ekki úr einu starfi í annað. Það er kostur sem hver vinnuveitandi ætti að kunna að meta, Jjví Jjað kostar tima og fé að Jjjálfa nýjan starfskraft. 14 REYKJAUJNDUR

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.