Reykjalundur - 01.10.1977, Side 17

Reykjalundur - 01.10.1977, Side 17
Kristín Guðmundsdóttir SJÚKRAÞJÁLFARI Bakþrautir og líkamsrækt TÍÐNI Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á tíðni bakkvilla hér á landi, en ef gert er ráð fyrir sömu tíðni og á hinum Norður- löndunum fá rnilli 60—70% þjóðarinnar ,,í bakið“ einu sinni eða oftar á ævinni. Er þá allt talið með, eða frá þeim er finna fyrir stirðleika og þreytuverk í baki og til jieirra sem eru rúmliggjandi og óvinnufærir vegna bakverkja. Um 50% þeirra sem fá í bakið batnar af sjálfu sér innan viku en eftir tvo mánuði eru um 10% ennþá með bakþrautir. Margir bak- sjúklingar fá endurtekin bakverkjaköst sem vara lengri eða skemmri tíma og geta valdið miklum frátöfum frá vinnu, auk jjess sem jiað veldur miklu andlegu og líkamlegu álagi á hinn Jjjáða og hans nánustu. Ein algengasta ástæða jjess að fólk tekur sér veikindafrí í Svíþjóð eru bakþrautir, eða milli 10—11% greiddra veikindadaga úr sjúkrasamlagi. Þó er um helmingur baksjúklinga sem ekki til- kynna sig til sjúkrasamlags og fá þar af leið- andi ekki sjúkradagpeninga. Um helmingur jjeirra sem fá greidda sjúkradagpeninga fá ])á sjaldan og skamman tíma í einu. Eru j)að jieir sem eru í líkamlega léttri og að þeirra mati skemmtilegri vinnu og hafa góðan aðbúnað á vinnustað. Hinn helmingurinn, sem fær greidda sjúkradagpeninga, fær jrá oft og lengi í senn. Er Jrað fólk sem vinnur einangruð, einhliða og ójírifaleg störf, oft líkamlega erfið og að þeirra mati leiðinleg. Aðbúnaður á vinnustað Jsessa fólks er oft lélegur. Þrátt fyrir jsetta hefur ekki verið hægt að sýna fram á að bakþrautir séu algengari hjá erfiðisvinnu- fólki en öðrum, en aftur á móti veikindafrí af Jseirra völdum. Það þarf sterkari líkama til að ráða við Jmnga vinnu. Bakveila, sem veld- ur jjví að erfiðisvinnumaður tekur veikinda- frí, er ef til vill ekki svo mikil að maður í lík- arnlega léttu starfi þurfi að vera frá vinnu. Veikindafrí spegla j)ví frekar vinnuumhverfi heldur en tíðni bakverkjakasta. RF.YK JALUNDUR 15

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.