Reykjalundur - 01.10.1977, Page 18
ORSAKIR
Orsakir bakþrauta geta verið margvíslegar.
Áverki, mar eða tognun vegna höggs eða of-
reynslu, sem nær eingöngu til vöðva, kemur
skyndilega og getur verið mjög sárt, en batnar
oftast af sjálfu sér á nokkrum dögum. Algeng
orsök bakþrauta er ofþreyta bakvöðva vegna
rangs og einhliða álags. Sé vinnuálag líkamans
stöðugt yfir 70% af hámarksgetu veldur það
ofjrreytu og óeðlilegu sliti. Sé hins vegar um
langvarandi kyrrstöðuspennu vöðva að ræða
nægir að álagið sé milli 20—30% af hámarks-
getu vöðvans. Þá lokast háræðanet vöðvans,
blóðstreymi gegnum hann minnkar, hann
vinnur kaldur og úrgangsefni safnast fyrir í
vöðvanum. Þetta veldur verkjum sem aftur
veldur ósjálfráðri spennu og Jiannig myndast
vítahringur sem þarf að brjóta. Störf sem í
sjálfu sér eru ekki líkamlega Jrung en einhliða,
þannig að bakvöðvar vinna í kyrrstöðu, valda
oft meiri bakjnautum heldur en líkamlega
þyngi i og hreyfanlegri störf. Til að koma í veg
fyrir ofjireytuverk þarf að auka hámarksgetu
vöðva (líkamans í heild) en halda vinnuálagi
óbreyttu, þannig að hlutfallstalan vinnuálag/
hámarksgeta lækki. Það er hægt með því að
stunda líkamsrækt.
Aðrar orsakir geta verið bundnar við hrygg-
inn sjálfan, smáliði, liðbönd og brjóskjrófa.
Hryggskekkja þarf ekki að vera orsök Jrrauta
nema mikil aflögun brjóstkassa fylgi. Börn og
unglingar með hryggskekkju ættu þó öll að
fá sérstaka líkamsþjálfun ekki síst vegna þess
að þau eru oft undanjregin skólaíjrróttum, en
þau þurfa að læra á líkama sinn og byggja
hann upp ekki síður en önnur börn.
Streita og geðrænt álag geta verið orsök bak-
þrauta ekki síður en afleiðing. Einnig má gera
ráð fyrir að nokkur hluti þeirra, sem eru frá
vinnu vegna bakverkja, noti það sem yfirvarp,
til að fela hina raunverulegu orsök fjarveru
sinnar, s.s. veik börn heima, áfengisneysla á
heimilinu eða erfiðar heimilisaðstæður af öðr-
um orsökum.
HVAÐ SKAL GERA?
Baksjúklingar rnæta oft litlum skilningi hjá
vinnufélögum og vinnuveitendum. Það sér
ekki á þeim, enginn hiti, enginn hósti, bara
einhver óskýranlegur verkur. Jafnvel Jrótt leit-
að sé læknis á hann oft erfitt með að átta sig
á ástandinu. Þótt farið sé út í meiri háttar
rannsóknir með röntgenmyndatöku og fleiru
kemur í lang flestum tilfellum ekkert fram
sem skýrt getur bakjrrautirnar.
,,Maður deyr ekki úr bakverkjum" er haft
eftir sænskum lækni sem ekki vildi viðurkenna
að skjólstæðingar hans fyndu til í baki og
neitaði að gefa Jteim veikindavottorð. Fólk
bítur Jrví oft á jaxlinn og pínir sig áfram í
vinnu rniklu lengur en góðu hófi gegnir. Oft
er farið út í notkun verkjalyfja, en Jrað Jtarf
að vera í hófi. Verkjalyfin geta falið einkenni
og sjúklingurinn leggur miklu meira á sig en
hann í raun og veru þolir, og bakþrautirnar
versna. Ekki ber að skilja þetta svo að allir
sem finna til í bakinu eigi að fá sér veikinda-
vottorð og hætta að vinna, enda fæstir sem
Jrað gera, og „patent lausn" á vandamálum
baksjúklinga ekki fundin upp ennþá, en hér
eins og svo oft er betra að reyna að koma í
veg fyrir en að lækna. Fer það mikið eftir
hverjum og einurn einstaklingi hvernig til
tekst. Staðreynd er að mannslíkaminn er gerð-
ur til að hreyfa sig. Sé það ekki gert stirðna
liðir, sinar og vöðvar styttast, háræðakerfi
vöðvanna (líka hjartavöðvans) lokast að mestu,
afkastageta vöðva, hjarta, blóðrásarkerfis og
lungna minnkar. En, því miður, líkamsþung-
inn eykst. Bara eitt kíló á ári, en safnast Jsegar
saman kemur. Daglegt vinnuálag nálgast meir
og meir hámarksafkastagetu vöðva og líkam-
ans, sem hefur minnkað. Allir hafa vöðva
hvort sem þeim líkar betur eða verr. Að halda
Jreim í nothæfu ástandi getur komið í veg fyrir
vanlíðan í baki og herðum. Að þjálfa upp
líkamsjrrótt sinn og viðhalda honum síðan er
ekki eins erfitt og oft er álitið. Að vísu er
skortur á íþróttasölum og tímar í þeim, sem
16
REYKJALUNDUR