Reykjalundur - 01.10.1977, Qupperneq 20

Reykjalundur - 01.10.1977, Qupperneq 20
Oddur Ólafsson ALÞINGISMAfiUR r Arni Einarsson framkvæmdastjóri Reykjalundar sjötugur Árni Einarsson er lesendum Reykjalundar svo kunnur að fátt mun hér sagt, sem ykkur er ekki flestum kunnugt. Árni fæddist að Hvoli á Akranesi þann 17.—1.—’07, sonur hjónanna Einars Tjörvason- ar og Sigríðar Sigurgeirsdóttur. Hann ólst upp í föðurhúsum, fluttist til Reykjavíkur til náms, en veiktist af lungna- berklum árið 1925 og var sjúklingur á berkla- hælum af og til frá 1925—1933. Berklaveikin var þá í hámarki hér á landi og möguleikar til lækninga af skornum skammti. Þeir, sem Jtá dvöldu árum saman á berklahælum, hlutu því að verða fyrir djúpstæðum og varanleg- um áhrifum af ]ní hörmungarástandi er þar ríkti, af því vonleysi og Jreirri beiskju, er gjarnan greip um sig meðal ungmenna er sáu vini og góða félaga verða undir í lífs- baráttunni án Jress að nokkur fengi rönd við reist. Árni mun hafa verið einn af Jreim, er Jiá strengdi Jaess heit að leggja baráttunni gegn þessum skæða óvini unga fólksins lið ef hann fengi starfsjrrek á ný. Þessvegna haslaði hann sér völl á félagsmálasviðinu er heilsan batnaði. Hann valdi sér starf er skapaði honum mögu- leika til snertingar við fjöldann og aðstöðu til Jaess að kynnast félagslegum vandamálum almennings. Hann gerðist árið 1934 afgreiðslu- maður Verklýðsblaðsins og síðar Þjóðviljans. Hann starfaði síðan um árabil sem frarn- kvæmdastjóri Þjóðviljans. Alllengi var hann virkur félagi í Kommúnistaflokki íslands og hann er einn af stofnendum Sósíalistaflokks- ins. Árið 1938 stofnuðu berklasjúklingar sam- tök sín, S.Í.B.S. Árni var einn af stofnfélögum Reykjavíkur- deildar S.Í.B.S. og stjórnarmaðlimur Jrar í upphafi. Árið 1942 var liann síðan kosinn í miðstjórn sambandsins og Jsar átti hann sæti uns hann nú nýverið lét af Jreim störfum að eigin ósk. í stjórnarstarfi SÍBS naut Árni sín sérlega vel, draumur hans um liðveislu í bar áttunni gegn berklaveikinni var orðinn veru- leiki. Hann nauðaþekkti vandann, hann vissi hvar skórinn kreppti og Jressvegna reyndist lionum, í samstarfi við félaga sína, auðvelt að ákveða SÍBS verkefni, raða Jieim Jiannig að þau gengju jafnan fyrir er brýnust voru og þeim berklasjúku til mestra hagsbóta. Þar var að sjálfsögðu brúin milli hælisins og at- vinnulífsins, það er vinnuheimili og Jjjálfun- arstöð fyrir berklasjúka, fyrsta og aðalverk- efnið. Árna var svo sem öðrum forvígismönnum SÍBS ljóst að erfið félagsleg staða sjúkling- 18 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.