Reykjalundur - 01.10.1977, Síða 21

Reykjalundur - 01.10.1977, Síða 21
anna er þeir koma út af hælunum, óhentug atvinna og fátækt voru meginorsakir þess iive batinn entist illa hjá öllum fjöldanum, live margir þurftu að fara inn á hælin hvað eftir annað og máske með lélegri batahorfur en við fyrstu innlögn. Vinnuheimili þurfti að byggja og þá var að hefjast handa. Arið 1944 þegar bygging Vinnuheimilis SÍBS hófst, var Árni kosinn formaður fyrstu byggingarnefndarinnar er fékk það verkefni að sjá um byggingu vinnuheimilisins. Starf þeirrar nefndar var bæði erfitt og margþætt. Vegna ástandsins í berklamálum þurfti að flýta byggingunni svo sem unnt var. Hinsveg- ar ríkti styrjaldarástand svo að erfitt var um aðdrætti. Þarna reyndist Árni SÍBS einkar séður og hagsýnn. Sigrast var á öllum erfið- leikum, og aðeins nokkrum mánuðum eftir að byggingaframkvæmdir hófust var hægt að hefja rekstur heimilisins með 20 vistmönnum. Árið 1948 tók Árni við framkvæmdastjórn Reykjalundar. Þegar hann tók við því starfi var atvinnurekstur þar nreð frekar frumstæð- um blæ. Trésmíðaverkstæði, járnsmíðaverk- stæði, saumastofa og fleiri smáiðnverkstæði voru starfrækt þar og flest í hermannaskálum. Með árunum hefir orðið mikil breyting á. í giæstum vinnusölum er framleitt í sjálfvirk- um vélurn og framleiðsla Reykjalundar er löngu landsþekkt að gæðum. Þetta vinnu- heimili sjúkra hefir undir stjórn Árna orðið að einni stærstu verksmiðju landsins, er fram- leiðir nytjavörur fyrir hundruð milljóna kr. árlega, og hefur fyrir löngu gert Reykjalund að einu af fjárhagslega traustustu fyrirtækjum landsins. Hinn myndarlegi atvinnurekstur Reykja- lundar og frábær stjórn Árna á honum, hefir einnig átt stærsta þáttinn í því að vekja at- hygli á og kynna hið sérstæða átak berkla- sjúklinga í endurhæfingarmálum. Snemma lærðist SÍBS mönnum að Árni var mikilvirk- ur og traustur starfskraftur og hinn ágætasti félagi er jafnan var gott að leita ráða hjá, enda hefir það um langt árabil verið svo að álits Árna hefir jafnan verið leitað þegar SÍBS hefir átt úr vöndu að ráða. f }i>au meira en 30 ár sem við Árni höfum starfað saman í stjórn SÍBS og á Reykjalundi, þá hefir sannarlega margt á dagana drifið er vert væri að minnast á. Margskonar erfiðleik- ar hafa dunið yfir er örðugir Jaóttu viðskiptis en þó munu Jrær fleiri ánægjustundirnar er áfangasigrum var náð og |kl stundum fyrr en búist liafði verið við. Ég býst við Jdví að við minnumst báðir með stolti þeirrar stundar er við afhentnm fyrstu berklasjúklingunum, er útskrifuðust úr Iðn- skóla Reykjalundar, skírteini sín, og J)að var einnig mikil gleðistund þegar fyrsta plastvélin á Reykjalundi tók að spúa út úr sér verkefn- um fyrir vistmennina. Á Jressum tímamótum í lífi Árna óska ég honum til hamingju með farinn veg. Ég flyt bonum þakkir mínar og fjölskyldu minnar fyrir öll samveruárin. Þau bundu okkur traustum vináttuböndum. Ég vil sérstaklega óska honum til hamingju með það að hann skuli hafa fengið tækifæri til Jress að styðja við bakið á þeim er gegn berklunum börðust og að hafa fengið að lifa Joann dag, er berkla- sjúklingar, sem útskrifuðust af hælum, þurftu ekki að óttast að lenda Jiar á ný. 1. október 1934, kvæntist Árni Hlín Ingólfs- dóttur Jónssonar frá Innra-Hólmi. Þau hjón eiga 6 uppkomin efnisbörn. Árni og Hlín kynntust er bæði voru sjúklingar á berklahælum. Árni hefur nú látið af störfum í Reykja- lundi og Joau hjón fluttst Jraðan. Það er sann- arlega sjónarsviptir er þau nú hafa vfirgefið Jrann stað er þau hafa átt svo ríkan þátt í að móta. Félagar SÍBS og aðrir þeir er notið hafa vináttu þeirra og félagsskapar á undanförnum árum sakna þeirra. Þeir þakka }:>eim ómetan- legt framlag að þjóðnytjastarfi og óska Jæim hjónum heilla og hamingju. REYKJALUNDUR 19

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.