Reykjalundur - 01.10.1977, Qupperneq 22
Björn Ástmundsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Reykjalundur í dag
1. INNGANGUR:
Á undanförnum árum hafa orðið miklar
breytingar á Reykjalundi, ekki aðeins á ytra
útliti staðarins heldur einnig á starfseminni
innan veggja. Reykjalundur hefur breyst úr
vinnuheimili berklasjúklinga í alhliða endur-
hæfingarstofnun, þó með þá sérstöðu meðal
slíkra, að vinnuleg endurhæfing, afjjreyingar-
störf og vernduð vinna skipa hér sérstakan sess
jafnhliða þeim endurliæfingaraðferðum, sem
beitt er annars staðar. Með þessu er jafnframt
sagt, að mikil breyting hefur orðið á eðli sjúk-
dóma þess fólks, er hér vistast. Reykjalundur
hefur opnað dyr sínar öllum þeim, sem endur-
hæfingar þarfnast og aðferðir til iækninga
verða jafn margar og fjölbreytilegar og fólkið,
sem hingað leitar hjálpar. En stofnunin hefur
einnig breyst á annan hátt. Með stofnun á ég
hér ekki einungis við þau húsakynni, sem
skapa hinn ytri ramma heldur einnig þá, sent
þar starfa og veita staðnum það yfirbragð, sem
lagt er til grundvallar mats á því, hvort stofn-
unin ræki hlutverk sitt vel eða illa. Menn
koma og fara eins og gengur og enda þótt
Reykjalundur Itafi átt því láni að fagna, að
þeir sem hingað ráðast kjósa oft að eyða hér
starfsævi sinni, þá verður breytingin tilfinn-
anlegri þegar slíkir starfsmenn hverfa af staðn-
um.
Árið 1972 lét Oddur Ólafsson yfirlæknir að
fullu af störfum á Reykjalundi enda þótt
öryrkjar hafi síðar notið starfskrafta hans og
nú í ársbyrjun 1977 hætti Árni Einarsson fram-
kvæmdastjóri fyrir aldurs sakir eftir tæpra
þriggja áratuga starf. Báðir stóðu þessir menn
á melnum milli herskálanna árið 1944 og
gerðu áætlanir, sem þeir síðan áttu að öðrum
ógleymdum, mikinn þátt í að framkvæma. Það
hriktir í þegar þessir máttarstólpar hverfa rir
starfi og dagleg viðvera þeirra hættir að vera
þáttur í yfirbragði stofnunarinnar.
Breytingin á starfsemi Reykjalundar sem
sjúkrastofnunar kallar líka á breytingar á
starfsháttum Reykjalundar sem iðnfyrirtækis.
Réttara væri að segja, að iðnaðurinn hafi
orðið að aðlaga sig vinnuhæfni vistmanna,
sem í stórurn dráttum er lakari en áður var,
en það gerir aftur auknar kröfur til þess liluta
iðnrekstursins sem ætlað er að styðja fjárhags-
lega við bakið á öryrkjavinnunni.
20
REYKJALUNDUR